Bruno Mars sigursæll á Grammy-verðlaununum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 07:45 Bruno Mars á Grammy-hátíðinni í gær. vísir/getty Tónlistarmaðurinn Bruno Mars var sigursæll á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Madison Square Garden í New York í gærkvöldi og nótt. Hann hlaut alls sex verðlaun, þar á meðal aðalverðlaunin þrjú, það er fyrir breiðskífu ársins, plötu ársins og lag ársins, That‘s What I Like. Rapparinn Kendrick Lamar hlaut fimm verðlaun en Jay Z, sem tilnefndur var til flestra verðlauna, eða alls átta, fór tómhentur heim. Alessia Cara var valin nýliði ársins, Ed Sheeran hlaut verðlaun fyrir bestu poppplötuna og fyrir besta poppflutninginn fyrir lagið Shape of You.Engin Grammy-verðlaun rötuðu til Íslendinga en hljómsveitin Kaleo var tilnefnd í flokknum besti rokkflutningur og tónskáldið Jóhann Jóhannsson í flokknum besta kvikmyndatónlistin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Arrival. Kaleo horfði á eftir verðlaununum til Leonard heitins Cohen og Justin Hurwitz stóð uppi sem sigurvegari í flokki Jóhanns fyrir tónlistina í kvikmyndinni La La Land. Aðeins 17 verðlaun af 86 fóru til kvenna eða hljómsveita þar sem konur eru í aðalhlutverki en MeToo-byltingin og átakið Time‘s Up settu engu að síður svip sinn á hátíðina. Þannig vakti kraftmikill flutningur Keshu á lagi sínu Praying mikla athygli en lagið fjallar um hennar eigin reynslu af kynferðisofbeldi. Þær Cyndi Lauper og Camila Cabello voru á meðal þeirra sem sungu bakraddir í lagi Keshu í gær. Á meðal annarra sem komu fram á hátíðinni voru þau Lady Gaga, Sam Smith og Pink.Lista yfir alla sigurvegara Grammy í ár má sjá á heimasíðu verðlaunanna. Grammy Lífið Tengdar fréttir Leonard Cohen hafði betur gegn Kaleo La La Land hafði betur gegn Arrival Jóhanns á Grammy-verðlaunahátíðinni vestanhafs í kvöld. 29. janúar 2018 01:02 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bruno Mars var sigursæll á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Madison Square Garden í New York í gærkvöldi og nótt. Hann hlaut alls sex verðlaun, þar á meðal aðalverðlaunin þrjú, það er fyrir breiðskífu ársins, plötu ársins og lag ársins, That‘s What I Like. Rapparinn Kendrick Lamar hlaut fimm verðlaun en Jay Z, sem tilnefndur var til flestra verðlauna, eða alls átta, fór tómhentur heim. Alessia Cara var valin nýliði ársins, Ed Sheeran hlaut verðlaun fyrir bestu poppplötuna og fyrir besta poppflutninginn fyrir lagið Shape of You.Engin Grammy-verðlaun rötuðu til Íslendinga en hljómsveitin Kaleo var tilnefnd í flokknum besti rokkflutningur og tónskáldið Jóhann Jóhannsson í flokknum besta kvikmyndatónlistin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Arrival. Kaleo horfði á eftir verðlaununum til Leonard heitins Cohen og Justin Hurwitz stóð uppi sem sigurvegari í flokki Jóhanns fyrir tónlistina í kvikmyndinni La La Land. Aðeins 17 verðlaun af 86 fóru til kvenna eða hljómsveita þar sem konur eru í aðalhlutverki en MeToo-byltingin og átakið Time‘s Up settu engu að síður svip sinn á hátíðina. Þannig vakti kraftmikill flutningur Keshu á lagi sínu Praying mikla athygli en lagið fjallar um hennar eigin reynslu af kynferðisofbeldi. Þær Cyndi Lauper og Camila Cabello voru á meðal þeirra sem sungu bakraddir í lagi Keshu í gær. Á meðal annarra sem komu fram á hátíðinni voru þau Lady Gaga, Sam Smith og Pink.Lista yfir alla sigurvegara Grammy í ár má sjá á heimasíðu verðlaunanna.
Grammy Lífið Tengdar fréttir Leonard Cohen hafði betur gegn Kaleo La La Land hafði betur gegn Arrival Jóhanns á Grammy-verðlaunahátíðinni vestanhafs í kvöld. 29. janúar 2018 01:02 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Leonard Cohen hafði betur gegn Kaleo La La Land hafði betur gegn Arrival Jóhanns á Grammy-verðlaunahátíðinni vestanhafs í kvöld. 29. janúar 2018 01:02