Bruno Mars sigursæll á Grammy-verðlaununum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 07:45 Bruno Mars á Grammy-hátíðinni í gær. vísir/getty Tónlistarmaðurinn Bruno Mars var sigursæll á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Madison Square Garden í New York í gærkvöldi og nótt. Hann hlaut alls sex verðlaun, þar á meðal aðalverðlaunin þrjú, það er fyrir breiðskífu ársins, plötu ársins og lag ársins, That‘s What I Like. Rapparinn Kendrick Lamar hlaut fimm verðlaun en Jay Z, sem tilnefndur var til flestra verðlauna, eða alls átta, fór tómhentur heim. Alessia Cara var valin nýliði ársins, Ed Sheeran hlaut verðlaun fyrir bestu poppplötuna og fyrir besta poppflutninginn fyrir lagið Shape of You.Engin Grammy-verðlaun rötuðu til Íslendinga en hljómsveitin Kaleo var tilnefnd í flokknum besti rokkflutningur og tónskáldið Jóhann Jóhannsson í flokknum besta kvikmyndatónlistin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Arrival. Kaleo horfði á eftir verðlaununum til Leonard heitins Cohen og Justin Hurwitz stóð uppi sem sigurvegari í flokki Jóhanns fyrir tónlistina í kvikmyndinni La La Land. Aðeins 17 verðlaun af 86 fóru til kvenna eða hljómsveita þar sem konur eru í aðalhlutverki en MeToo-byltingin og átakið Time‘s Up settu engu að síður svip sinn á hátíðina. Þannig vakti kraftmikill flutningur Keshu á lagi sínu Praying mikla athygli en lagið fjallar um hennar eigin reynslu af kynferðisofbeldi. Þær Cyndi Lauper og Camila Cabello voru á meðal þeirra sem sungu bakraddir í lagi Keshu í gær. Á meðal annarra sem komu fram á hátíðinni voru þau Lady Gaga, Sam Smith og Pink.Lista yfir alla sigurvegara Grammy í ár má sjá á heimasíðu verðlaunanna. Grammy Lífið Tengdar fréttir Leonard Cohen hafði betur gegn Kaleo La La Land hafði betur gegn Arrival Jóhanns á Grammy-verðlaunahátíðinni vestanhafs í kvöld. 29. janúar 2018 01:02 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bruno Mars var sigursæll á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Madison Square Garden í New York í gærkvöldi og nótt. Hann hlaut alls sex verðlaun, þar á meðal aðalverðlaunin þrjú, það er fyrir breiðskífu ársins, plötu ársins og lag ársins, That‘s What I Like. Rapparinn Kendrick Lamar hlaut fimm verðlaun en Jay Z, sem tilnefndur var til flestra verðlauna, eða alls átta, fór tómhentur heim. Alessia Cara var valin nýliði ársins, Ed Sheeran hlaut verðlaun fyrir bestu poppplötuna og fyrir besta poppflutninginn fyrir lagið Shape of You.Engin Grammy-verðlaun rötuðu til Íslendinga en hljómsveitin Kaleo var tilnefnd í flokknum besti rokkflutningur og tónskáldið Jóhann Jóhannsson í flokknum besta kvikmyndatónlistin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Arrival. Kaleo horfði á eftir verðlaununum til Leonard heitins Cohen og Justin Hurwitz stóð uppi sem sigurvegari í flokki Jóhanns fyrir tónlistina í kvikmyndinni La La Land. Aðeins 17 verðlaun af 86 fóru til kvenna eða hljómsveita þar sem konur eru í aðalhlutverki en MeToo-byltingin og átakið Time‘s Up settu engu að síður svip sinn á hátíðina. Þannig vakti kraftmikill flutningur Keshu á lagi sínu Praying mikla athygli en lagið fjallar um hennar eigin reynslu af kynferðisofbeldi. Þær Cyndi Lauper og Camila Cabello voru á meðal þeirra sem sungu bakraddir í lagi Keshu í gær. Á meðal annarra sem komu fram á hátíðinni voru þau Lady Gaga, Sam Smith og Pink.Lista yfir alla sigurvegara Grammy í ár má sjá á heimasíðu verðlaunanna.
Grammy Lífið Tengdar fréttir Leonard Cohen hafði betur gegn Kaleo La La Land hafði betur gegn Arrival Jóhanns á Grammy-verðlaunahátíðinni vestanhafs í kvöld. 29. janúar 2018 01:02 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Leonard Cohen hafði betur gegn Kaleo La La Land hafði betur gegn Arrival Jóhanns á Grammy-verðlaunahátíðinni vestanhafs í kvöld. 29. janúar 2018 01:02