Jón Páll hefur látið til sín taka í baráttu gegn nauðgunum Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2018 14:14 Jón Páll Eyjólfsson fyrrverandi leikhússtjóri LA var látinn fara vegna ásakana um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Eins og Vísir greindi frá í morgun var Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri látinn fara umsvifalaust frá Leikfélagi Akureyrar. Í yfirlýsingu stjórnar og framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar byggir sú ákvörðun á því að ekki ríkir lengur traust um hans störf hjá félaginu. Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri MAk vildi ekki tjá sig um uppsögnina „þar sem hún er persónulegs eðlis.“ Snýst um atvik fyrir áratug Vísir náði tali af Jóni Páli í morgun en hann vildi bíða með að tjá sig um málið þar til umrædd yfirlýsing lægi fyrir. En, Vísi hefur ekki tekist að ná tali af honum eftir það. Hann staðfesti hins vegar í stuttu samtali við mbl.is að uppsögnin tengdist #metoo-byltingunni, sem þýðir þá að fyrir liggur ásökun á hendur honum um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. „Jón segir að málið snúist um atburð sem gerðist fyrir áratug og var ekki innan leikhússins. Fyrir fimm árum hafi, að frumkvæði þolandans, verið unnið að sátt í málinu og stefnt hafi verið að henni þegar #metoo-byltingin fór í gang. Segist hann hafa gert framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar grein fyrir stöðunni strax. Hann vill þó ekki nánar tjá sig um málið.“ Jón Páll var í hópi karlmanna sem vildi berjast gegn nauðgaramenningu 2012 og lét hann mjög til sín taka í viðtali við Fréttatímann um málið. Jón Páll sagði sig frá störfum leikhússtjóra í desember sagði þá, í innblásnum pistli, ástæðuna rekstrarlegs eðlis. Ekki fengist fé til starfseminnar en hann ætlaði þó að kveðja með bravúr, eða leikstýra sýningunni „Sjeikspír eins og hann leggur sig“. Jón Páll sagði Vísi í morgun að ekkert yrði úr því að hann kæmi að því verkefni. Ekkert umburðarlyndi gagnvart nauðgurumÞessar fregnir nú koma flatt uppá marga, meðal annars vegna þess þegar Jón Páll hafði áður sagt upp störfum og ekki síður í ljósi þess að Jón Páll hefur látið til sín taka í baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi. Þannig var hann í hópi karlmanna sem lét að sér kveða með afgerandi hætti og vildi segja „nauðganamenningu“, sem sögð var ríkja á Þjóðhátíð í Eyjum, stríð á hendur. Fréttatíminn heitinn fjallaði ítarlega um málið í janúar 2012 og ræddi við hópinn. Þar segir Jón Páll meðal annars: „Það ætti ekki að vera hægt að tala um vel heppnaða Þjóðhátíð þegar fimm nauðganir hafa verið tilkynntar. Hvar er þá verið að draga línuna? Því miður var ákveðið hugarfar afhjúpað í umræðunni eftir verslunarmannahelgi og það var fjallað um þetta eins og þetta væri ásættanlegt. Ef nauðganir eru ásættanlegur fórnarkostnaður á útihátíðum – hvað þarf þá margar til að fólki sé ofboðið. Þarf þrjár, átta eða tíu nauðganir? Mig langar ekki til að búa í samfélagi þar sem nauðganir eru ásættanlegar. Ein nauðgun er of mikið. Allir hljóta að vera sammála um það. Ég vil að minnsta kosti búa í samfélagi þar sem ein nauðgun er nóg til að öllum þyki hátíðin hrikalega misheppnuð.“ Ekki allir svo heppnir að velja kynjafræðiáfangannJón Páll var fyrirferðarmikill í viðtalinu sem Þóra Karítas skrifar, sem kann hugsanlega að vera sérkennilegt í ljósi þess að það er tekið árið 2012, fyrir sex árum en atvikið sem um ræðir segir hann vera fyrir áratug, en hann segir á öðrum stað í viðtalinu: „Þannig að það séu ekki bara þeir sem eru svo heppnir að velja kynjafræðiáfangann í menntaskóla eða háskóla sem vakni til meðvitundar. Ef það er hægt að selja okkur þá hugmynd að strigaskór lagi á þér rassinn þá ættum við líka að geta breytt viðhorfum í samfélaginu, sett ný siðferðishnit og markaðssett þá hugmynd að ekkert umburðarlyndi sé til staðar gagnvart nauðgunum.“ Menning MeToo Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun var Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri látinn fara umsvifalaust frá Leikfélagi Akureyrar. Í yfirlýsingu stjórnar og framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar byggir sú ákvörðun á því að ekki ríkir lengur traust um hans störf hjá félaginu. Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri MAk vildi ekki tjá sig um uppsögnina „þar sem hún er persónulegs eðlis.“ Snýst um atvik fyrir áratug Vísir náði tali af Jóni Páli í morgun en hann vildi bíða með að tjá sig um málið þar til umrædd yfirlýsing lægi fyrir. En, Vísi hefur ekki tekist að ná tali af honum eftir það. Hann staðfesti hins vegar í stuttu samtali við mbl.is að uppsögnin tengdist #metoo-byltingunni, sem þýðir þá að fyrir liggur ásökun á hendur honum um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. „Jón segir að málið snúist um atburð sem gerðist fyrir áratug og var ekki innan leikhússins. Fyrir fimm árum hafi, að frumkvæði þolandans, verið unnið að sátt í málinu og stefnt hafi verið að henni þegar #metoo-byltingin fór í gang. Segist hann hafa gert framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar grein fyrir stöðunni strax. Hann vill þó ekki nánar tjá sig um málið.“ Jón Páll var í hópi karlmanna sem vildi berjast gegn nauðgaramenningu 2012 og lét hann mjög til sín taka í viðtali við Fréttatímann um málið. Jón Páll sagði sig frá störfum leikhússtjóra í desember sagði þá, í innblásnum pistli, ástæðuna rekstrarlegs eðlis. Ekki fengist fé til starfseminnar en hann ætlaði þó að kveðja með bravúr, eða leikstýra sýningunni „Sjeikspír eins og hann leggur sig“. Jón Páll sagði Vísi í morgun að ekkert yrði úr því að hann kæmi að því verkefni. Ekkert umburðarlyndi gagnvart nauðgurumÞessar fregnir nú koma flatt uppá marga, meðal annars vegna þess þegar Jón Páll hafði áður sagt upp störfum og ekki síður í ljósi þess að Jón Páll hefur látið til sín taka í baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi. Þannig var hann í hópi karlmanna sem lét að sér kveða með afgerandi hætti og vildi segja „nauðganamenningu“, sem sögð var ríkja á Þjóðhátíð í Eyjum, stríð á hendur. Fréttatíminn heitinn fjallaði ítarlega um málið í janúar 2012 og ræddi við hópinn. Þar segir Jón Páll meðal annars: „Það ætti ekki að vera hægt að tala um vel heppnaða Þjóðhátíð þegar fimm nauðganir hafa verið tilkynntar. Hvar er þá verið að draga línuna? Því miður var ákveðið hugarfar afhjúpað í umræðunni eftir verslunarmannahelgi og það var fjallað um þetta eins og þetta væri ásættanlegt. Ef nauðganir eru ásættanlegur fórnarkostnaður á útihátíðum – hvað þarf þá margar til að fólki sé ofboðið. Þarf þrjár, átta eða tíu nauðganir? Mig langar ekki til að búa í samfélagi þar sem nauðganir eru ásættanlegar. Ein nauðgun er of mikið. Allir hljóta að vera sammála um það. Ég vil að minnsta kosti búa í samfélagi þar sem ein nauðgun er nóg til að öllum þyki hátíðin hrikalega misheppnuð.“ Ekki allir svo heppnir að velja kynjafræðiáfangannJón Páll var fyrirferðarmikill í viðtalinu sem Þóra Karítas skrifar, sem kann hugsanlega að vera sérkennilegt í ljósi þess að það er tekið árið 2012, fyrir sex árum en atvikið sem um ræðir segir hann vera fyrir áratug, en hann segir á öðrum stað í viðtalinu: „Þannig að það séu ekki bara þeir sem eru svo heppnir að velja kynjafræðiáfangann í menntaskóla eða háskóla sem vakni til meðvitundar. Ef það er hægt að selja okkur þá hugmynd að strigaskór lagi á þér rassinn þá ættum við líka að geta breytt viðhorfum í samfélaginu, sett ný siðferðishnit og markaðssett þá hugmynd að ekkert umburðarlyndi sé til staðar gagnvart nauðgunum.“
Menning MeToo Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira