Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. janúar 2018 06:00 vísir/vilhelm Einstaklingar án sjúkratryggingar skulda Landspítalanum tæpar 190 milljónir fyrir meðferð á spítalanum á árunum 2013-2016. Hæsta gjaldfallna krafa spítalans vegna ótryggðs sjúklings er tæpar 8,4 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari fjármálasviðs Landspítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Langstærstur hluti milljónanna 190 er til kominn vegna erlendra ríkisborgara en komur þeirra á spítalann hafa nærri þrefaldast frá árinu 2013. Þannig komu 1.053 ótryggðir erlendir einstaklingar á spítalann árið 2013 en síðustu tvö ár hafa þeir verið um 2.700. Langflestir leita til spítalans í júlí og ágúst. „Með fjölgun ferðamanna hefur komum og legum ósjúkratryggðra fjölgað undanfarin ár. Staðgreiðsluhlutfall þeirra á bráðamóttöku er um 66 prósent, en mun lengri tíma tekur að fá legureikninga greidda, enda eru tryggingafélög oft greiðendur í þeim tilvikum,“ segir í svarinu. Eðli málsins samkvæmt eru kröfurnar misháar eftir því hve mikla þjónustu viðkomandi fékk. Þar spila inn í aðgerðir, kostnaður vegna lyfja og lega á gjörgæslu eða öðrum deildum spítalans. Hæsta skuld einstaklings við spítalann, í október 2017, nam 8,4 milljónum króna en næsthæsta krafan var upp á 7,7 milljónir. Samtals eru sjö hæstu kröfur spítalans á hendur einstaklingum 41,5 milljónir króna. Innlagnir erlends fólks án sjúkratryggingar á Landspítalanum voru ríflega þrefalt fleiri í fyrra en árið 2013. Jöfn og þétt aukning hefur verið undanfarin ár. Hlutfallið helst í hendur við komur sama hóps á spítalann en þær hafa tæplega þrefaldast á sama tímabili. Sömu sögu er að segja af upphæð viðskiptakrafna spítalans vegna ótryggðra á tímabilinu. Árið 2013 námu kröfurnar rúmlega 261 milljón en árið 2016 var upphæðin tæpar 566 milljónir. Um áramótin síðustu námu kröfur vegna ársins 2017 tæpum 725 milljónum en sú upphæð mun hækka þar sem enn á eftir að gefa út einhverja reikninga fyrir síðustu vikur ársins. „Staðgreiðsla er misjöfn eftir deildum, en að meðaltali er hún um 80 prósent,“ segir í svari fjármálasviðs spítalans. Verði ekki af staðgreiðslu er krafa stofnuð í netbanka en sé hún ekki greidd er gripið til frekari innheimtuaðgerða. Ekki liggur fyrir hver kostnaður er við innheimtu þessara krafna en „gera má ráð fyrir að vinna fjármálasviðs vegna þessarar aukningar hafi aukist um hálft til eitt stöðugildi“. Kostnaður við innheimtu skuldanna liggur ekki fyrir. Komugjöld eru innheimt á um tuttugu stöðum víðsvegar á spítalanum og þeir starfsmenn, auk starfsmanna fjármálasviðs, sinna að auki ýmsum öðrum störfum. Því þyrfti að reikna út beinan launakostnað, kostnað við tölvukerfi auk annars kostnaðar sem til fellur við verkin. „Þessi innheimta er lögbundin samkvæmt reglugerðum sem velferðarráðherra setur og það hefur ekki verið talin þörf á að leggja í þá vinnu að kostnaðargreina hana sérstaklega,“ segir í svari spítalans. Langflestir erlendir ferðamenn leita til spítalans í júlí og ágúst en september fylgir þar á eftir. Í takt við auknar heimsóknir ferðamanna yfir vetrarmánuðina má einnig sjá að komum hefur fjölgað stöðugt í nóvember, desember og janúar. Þeim sem leggjast inn á spítalann hefur einnig fjölgað. 133 ótryggðir erlendir einstaklingar lögðust inn á spítalann árið 2013 eða um þrettán prósent þeirra sem þangað leituðu. Árið 2016 var fjöldinn 361 og 436 í fyrra eða rúmur fimmtungur þeirra sem þangað leituðu. „Mun lengri tíma tekur að fá legureikninga greidda, [heldur en staðgreiðslukröfur], enda eru tryggingafélög oft greiðendur í þeim tilfellum,“ segir í svari spítalans. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Einstaklingar án sjúkratryggingar skulda Landspítalanum tæpar 190 milljónir fyrir meðferð á spítalanum á árunum 2013-2016. Hæsta gjaldfallna krafa spítalans vegna ótryggðs sjúklings er tæpar 8,4 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari fjármálasviðs Landspítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Langstærstur hluti milljónanna 190 er til kominn vegna erlendra ríkisborgara en komur þeirra á spítalann hafa nærri þrefaldast frá árinu 2013. Þannig komu 1.053 ótryggðir erlendir einstaklingar á spítalann árið 2013 en síðustu tvö ár hafa þeir verið um 2.700. Langflestir leita til spítalans í júlí og ágúst. „Með fjölgun ferðamanna hefur komum og legum ósjúkratryggðra fjölgað undanfarin ár. Staðgreiðsluhlutfall þeirra á bráðamóttöku er um 66 prósent, en mun lengri tíma tekur að fá legureikninga greidda, enda eru tryggingafélög oft greiðendur í þeim tilvikum,“ segir í svarinu. Eðli málsins samkvæmt eru kröfurnar misháar eftir því hve mikla þjónustu viðkomandi fékk. Þar spila inn í aðgerðir, kostnaður vegna lyfja og lega á gjörgæslu eða öðrum deildum spítalans. Hæsta skuld einstaklings við spítalann, í október 2017, nam 8,4 milljónum króna en næsthæsta krafan var upp á 7,7 milljónir. Samtals eru sjö hæstu kröfur spítalans á hendur einstaklingum 41,5 milljónir króna. Innlagnir erlends fólks án sjúkratryggingar á Landspítalanum voru ríflega þrefalt fleiri í fyrra en árið 2013. Jöfn og þétt aukning hefur verið undanfarin ár. Hlutfallið helst í hendur við komur sama hóps á spítalann en þær hafa tæplega þrefaldast á sama tímabili. Sömu sögu er að segja af upphæð viðskiptakrafna spítalans vegna ótryggðra á tímabilinu. Árið 2013 námu kröfurnar rúmlega 261 milljón en árið 2016 var upphæðin tæpar 566 milljónir. Um áramótin síðustu námu kröfur vegna ársins 2017 tæpum 725 milljónum en sú upphæð mun hækka þar sem enn á eftir að gefa út einhverja reikninga fyrir síðustu vikur ársins. „Staðgreiðsla er misjöfn eftir deildum, en að meðaltali er hún um 80 prósent,“ segir í svari fjármálasviðs spítalans. Verði ekki af staðgreiðslu er krafa stofnuð í netbanka en sé hún ekki greidd er gripið til frekari innheimtuaðgerða. Ekki liggur fyrir hver kostnaður er við innheimtu þessara krafna en „gera má ráð fyrir að vinna fjármálasviðs vegna þessarar aukningar hafi aukist um hálft til eitt stöðugildi“. Kostnaður við innheimtu skuldanna liggur ekki fyrir. Komugjöld eru innheimt á um tuttugu stöðum víðsvegar á spítalanum og þeir starfsmenn, auk starfsmanna fjármálasviðs, sinna að auki ýmsum öðrum störfum. Því þyrfti að reikna út beinan launakostnað, kostnað við tölvukerfi auk annars kostnaðar sem til fellur við verkin. „Þessi innheimta er lögbundin samkvæmt reglugerðum sem velferðarráðherra setur og það hefur ekki verið talin þörf á að leggja í þá vinnu að kostnaðargreina hana sérstaklega,“ segir í svari spítalans. Langflestir erlendir ferðamenn leita til spítalans í júlí og ágúst en september fylgir þar á eftir. Í takt við auknar heimsóknir ferðamanna yfir vetrarmánuðina má einnig sjá að komum hefur fjölgað stöðugt í nóvember, desember og janúar. Þeim sem leggjast inn á spítalann hefur einnig fjölgað. 133 ótryggðir erlendir einstaklingar lögðust inn á spítalann árið 2013 eða um þrettán prósent þeirra sem þangað leituðu. Árið 2016 var fjöldinn 361 og 436 í fyrra eða rúmur fimmtungur þeirra sem þangað leituðu. „Mun lengri tíma tekur að fá legureikninga greidda, [heldur en staðgreiðslukröfur], enda eru tryggingafélög oft greiðendur í þeim tilfellum,“ segir í svari spítalans.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira