Erlent

Hallast að annarri atkvæðagreiðslu um Brexit til að þagga niður í Blair

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Nigel Farage segir að fleiru myndu kjósa með Brexit nú ef gengið yrði í kjörklefana aftur.
Nigel Farage segir að fleiru myndu kjósa með Brexit nú ef gengið yrði í kjörklefana aftur. vísir/EPA
Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP og ötull baráttumaður um útgöngu Bretlands úr ESB, segist vera farinn að hallast að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til þess að þagga niður í „þráendurteknu væli“ Evrópusambandssinna. BBC greinir frá.

Segir hann í sjónvarpsviðtali í þættinum The Wright Stuff að menn á borð við Nick Clegg, fyrrverandi formaður Frjálslyndra demókrata, og Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og áður formaður Verkamannaflokksins, muni aldrei hætta að væla yfir útgöngu ríkisins úr ESB.

Hann segist því nánast vera kominn á þá skoðun að kosið verði aftur í þjóðaratkvæðagreiðslu og kveðst hann handviss að fleiri myndu nú kjósa með útgöngu.

Eftir það geti Tony Blair „horfið inn í myrkrið“.


Tengdar fréttir

Theresa May gat ekki smalað köttunum

Bretland Meirihluti breska þingsins samþykkti í gær breytingartillögu á Brexit-frumvarpi sem gekk út á að nauðsynlegt verði að bera lokaútgáfu samningsins við Evrópusambandið um væntanlega útgöngu Breta undir þingið.

Vill aukin útgjöld þrátt fyrir Brexit

Útgjöld Evrópusambandsins verða að vera meiri en eitt prósent af vergri landsframleiðslu sambandsins þrátt fyrir útgöngu Bretlands úr ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×