Farage opinn fyrir því að greiða atkvæði um Brexit á ný Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. janúar 2018 07:00 Evrópuþingmaðurinn Farage var reffilegur þegar hann fundaði með framkvæmdastjórn ESB á mánudag. Hann kveðst nú opinn fyrir þeirri hugmynd að boðað verði til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit-málið. Nordicphotos/AFP Nigel Farage, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), sagðist í gær opinn fyrir því að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, færi fram. Í viðtali við Channel 5 sagði Farage að það væri góð leið til þess að fá andstæðinga Brexit til að „hætta að kvarta og kveina“ og að ný atkvæðagreiðsla myndi „drepa“ andstöðuhreyfinguna. Farage var einn helsti baráttumaðurinn fyrir Brexit og hefur jafnframt gagnrýnt Evrópusambandið ítrekað. Vinna hans og annarra baráttumanna skilaði sér í óvæntum sigri í júní 2016 þegar 51,9 prósent kjósenda greiddu atkvæði með því að ganga út úr ESB. Allar götur síðan hafa Bretar verið klofnir í afstöðu sinni. Krafan um nýja atkvæðagreiðslu hefur ítrekað heyrst og sumir, til að mynda Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Verkamannaflokksins, hafa hvatt til þess að útgönguferlið yrði stöðvað. Þá hefur einnig verið deilt um hvernig brotthvarfinu sé háttað og er ýmist talað um „hard“ eða „soft“ Brexit í því samhengi. Í hinu harða Brexit er fólgið algjört brotthvarf úr hinum sameiginlega innri markaði Evrópusambandsins sem og úr tollabandalagi þess. Fengju Bretar því fulla stjórn á eigin landamærum og þyrftu að gera sína eigin fríverslunarsamninga. Þeir sem aðhyllast mjúkt Brexit myndu hins vegar vilja að samband Breta og Evrópusambandsins yrði eins náið og hægt er eftir brotthvarfið. Til að mynda með áframhaldandi aðild að hinum sameiginlega innri markaði. Þetta framtíðarsamband er helsta viðfangsefnið sem samninganefndir Breta og ESB ræða nú á öðru stigi aðskilnaðarviðræðna. Á fyrsta stiginu var einkum rætt um réttindi Breta búsettra í ESB-ríkjum og öfugt, landamæragæslu á milli Írlands og Norður-Írlands og aðskilnaðargreiðslur Breta til ESB. Forsætisráðuneytið í Downing-stræti tíu hefur hins vegar verið afar skýrt. Ekki verður gengið til nýrrar atkvæðagreiðslu. Undir það taka fyrrverandi samherjar Farage hjá UKIP. „Nei, nei, nei! Ný atkvæðagreiðsla þýðir móralskan sigur andlýðræðissinna á borð við Blair, Clegg og Adonis. Þeir myndu aldrei gefast upp og myndu jafnvel krefjast þriðju, fjórðu eða fimmtu atkvæðagreiðslunnar,“ sagði Peter Whittle, borgarfulltrúi UKIP í Lundúnum, sem vitnaði auk Blairs til þeirra Nicks Clegg, fyrrverandi formanns Frjálslyndra demókrata, og Andrews Adonis baróns, fyrrverandi þingmanns Verkamannaflokksins. Gerard Batten, Evrópuþingmaður fyrir hönd UKIP, sagði enga þörf á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. „Vitaskuld myndu aðskilnaðarsinnar fá meirihluta aftur. En það eitt að ræða um þessa hugmynd hjálpar samninganefnd Evrópusambandsins. Brexit núna!“ Andstæðingar Farage tóku öllu betur í þessa nýju skoðun. „Trúlega hefur Farage, í fyrsta skipti á ævinni, eitthvað til síns máls,“ sagði Chuka Umunna, þingmaður Verkamannaflokksins, og bætti við: „Í lýðræði líkt og okkar eiga Bretar rétt á því að halda hug sínum opnum í þessum málum.“ Í yfirlýsingu frá Frjálslyndum demókrötum sagði að flokkurinn myndi áfram berjast gegn Brexit. „Farage ætti ekki að vera svona sigurviss. Fólk er nú meðvitaðra um kostnaðinn af Brexit og lygar aðskilnaðarsinna.“ Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Nigel Farage, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), sagðist í gær opinn fyrir því að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, færi fram. Í viðtali við Channel 5 sagði Farage að það væri góð leið til þess að fá andstæðinga Brexit til að „hætta að kvarta og kveina“ og að ný atkvæðagreiðsla myndi „drepa“ andstöðuhreyfinguna. Farage var einn helsti baráttumaðurinn fyrir Brexit og hefur jafnframt gagnrýnt Evrópusambandið ítrekað. Vinna hans og annarra baráttumanna skilaði sér í óvæntum sigri í júní 2016 þegar 51,9 prósent kjósenda greiddu atkvæði með því að ganga út úr ESB. Allar götur síðan hafa Bretar verið klofnir í afstöðu sinni. Krafan um nýja atkvæðagreiðslu hefur ítrekað heyrst og sumir, til að mynda Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Verkamannaflokksins, hafa hvatt til þess að útgönguferlið yrði stöðvað. Þá hefur einnig verið deilt um hvernig brotthvarfinu sé háttað og er ýmist talað um „hard“ eða „soft“ Brexit í því samhengi. Í hinu harða Brexit er fólgið algjört brotthvarf úr hinum sameiginlega innri markaði Evrópusambandsins sem og úr tollabandalagi þess. Fengju Bretar því fulla stjórn á eigin landamærum og þyrftu að gera sína eigin fríverslunarsamninga. Þeir sem aðhyllast mjúkt Brexit myndu hins vegar vilja að samband Breta og Evrópusambandsins yrði eins náið og hægt er eftir brotthvarfið. Til að mynda með áframhaldandi aðild að hinum sameiginlega innri markaði. Þetta framtíðarsamband er helsta viðfangsefnið sem samninganefndir Breta og ESB ræða nú á öðru stigi aðskilnaðarviðræðna. Á fyrsta stiginu var einkum rætt um réttindi Breta búsettra í ESB-ríkjum og öfugt, landamæragæslu á milli Írlands og Norður-Írlands og aðskilnaðargreiðslur Breta til ESB. Forsætisráðuneytið í Downing-stræti tíu hefur hins vegar verið afar skýrt. Ekki verður gengið til nýrrar atkvæðagreiðslu. Undir það taka fyrrverandi samherjar Farage hjá UKIP. „Nei, nei, nei! Ný atkvæðagreiðsla þýðir móralskan sigur andlýðræðissinna á borð við Blair, Clegg og Adonis. Þeir myndu aldrei gefast upp og myndu jafnvel krefjast þriðju, fjórðu eða fimmtu atkvæðagreiðslunnar,“ sagði Peter Whittle, borgarfulltrúi UKIP í Lundúnum, sem vitnaði auk Blairs til þeirra Nicks Clegg, fyrrverandi formanns Frjálslyndra demókrata, og Andrews Adonis baróns, fyrrverandi þingmanns Verkamannaflokksins. Gerard Batten, Evrópuþingmaður fyrir hönd UKIP, sagði enga þörf á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. „Vitaskuld myndu aðskilnaðarsinnar fá meirihluta aftur. En það eitt að ræða um þessa hugmynd hjálpar samninganefnd Evrópusambandsins. Brexit núna!“ Andstæðingar Farage tóku öllu betur í þessa nýju skoðun. „Trúlega hefur Farage, í fyrsta skipti á ævinni, eitthvað til síns máls,“ sagði Chuka Umunna, þingmaður Verkamannaflokksins, og bætti við: „Í lýðræði líkt og okkar eiga Bretar rétt á því að halda hug sínum opnum í þessum málum.“ Í yfirlýsingu frá Frjálslyndum demókrötum sagði að flokkurinn myndi áfram berjast gegn Brexit. „Farage ætti ekki að vera svona sigurviss. Fólk er nú meðvitaðra um kostnaðinn af Brexit og lygar aðskilnaðarsinna.“
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira