Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2018 14:19 Margir hafa túlkað ummælin sem höfð eru eftir Trump sem enn eina vísbendinguna um að hann sé rasisti. Vísir/AFP Ummælin sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði uppi um nokkur ríki Mið-Ameríku og Afríku voru „hörð“ en ekki þau sem greint hefur verið frá. Þetta fullyrðir Trump á Twitter-síðu sinni. Viðstaddir segja að hann hafi kallað lönd eins og Haítí „skítaholur“ á fundi með þingmönnum í gær.Washington Post sagði upphaflega frá ummælum Trump á fundinum en fleiri fjölmiðlar fengu þau staðfest í kjölfarið. Forsetanum á að hafa gramist hugmyndir þingmanna um að vernda fólk frá löndum eins og Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkrum Afríkuríkjum í tengslum við uppstokkun á innflytjendastefnu Bandaríkjanna. „Af hverju erum við að fá allt þetta fólk frá skítaholulöndum hingað?“ á Trump að hafa sagt þingmönnunum og átti við fyrrnefndu löndin. Eins og gefur að skilja vöktu ummælin töluvert fjarðrafok. Stjórnvöld á Haítí hafa meðal annars krafið Bandaríkjastjórn skýringa á þeim. Talsmenn Hvíta hússins þrættu ekki fyrir ummælin þegar fjölmiðlar óskuðu eftir viðbrögðum í gær.Skjáskot/TwitterEnn og aftur greip Trump til Twitter til að svara fyrir sig í dag. „Orðalagið sem ég notaði á fundi um DACA var hart en þetta var ekki orðalagið sem var notað,“ tísti forsetinn og virtist þar vísa til ummælanna um „skítaholur“. DACA er áætlun bandarískra yfirvalda sem hefur veitt börnum sem komu ólöglega til landsins með foreldrum sínum áframhaldandi dvarlarleyfi í Bandaríkjunum. Þá fullyrðir Trump að hann hafi ekki sagt neitt níðandi um Haíti. Washington Post hafði eftir embættismanni úr Hvíta húsinu að Trump hafði krafist þess að fólk þaðan yrði tekið af lista fólks sem nyti sérstakrar verndar gagnvart brottflutningi. „Sagði aldrei neitt niðrandi um Haítíbúa annað en að Haítí er augljóslega mjög fátækt land í vanda statt. Ég sagði aldrei „takið þau út“. Búið til af demókrötum. Ég á í frábæru sambandi við Haítíbúa. Ætti líklega að taka upp fundi í framtíðinni – því miður, ekkert traust!“ tísti forsetinn. Athygli vakti á sínum tíma þegar Trump ýjaði sterklega að því að hann ætti upptökur af samtölum við James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem hann rak eftir að Comey hafði greint frá vafasömum samskiptum þeirra. Síðar þurfti Trump að viðurkenna að engar slíkar upptökur væru til. Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07 Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15 Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Ummælin sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði uppi um nokkur ríki Mið-Ameríku og Afríku voru „hörð“ en ekki þau sem greint hefur verið frá. Þetta fullyrðir Trump á Twitter-síðu sinni. Viðstaddir segja að hann hafi kallað lönd eins og Haítí „skítaholur“ á fundi með þingmönnum í gær.Washington Post sagði upphaflega frá ummælum Trump á fundinum en fleiri fjölmiðlar fengu þau staðfest í kjölfarið. Forsetanum á að hafa gramist hugmyndir þingmanna um að vernda fólk frá löndum eins og Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkrum Afríkuríkjum í tengslum við uppstokkun á innflytjendastefnu Bandaríkjanna. „Af hverju erum við að fá allt þetta fólk frá skítaholulöndum hingað?“ á Trump að hafa sagt þingmönnunum og átti við fyrrnefndu löndin. Eins og gefur að skilja vöktu ummælin töluvert fjarðrafok. Stjórnvöld á Haítí hafa meðal annars krafið Bandaríkjastjórn skýringa á þeim. Talsmenn Hvíta hússins þrættu ekki fyrir ummælin þegar fjölmiðlar óskuðu eftir viðbrögðum í gær.Skjáskot/TwitterEnn og aftur greip Trump til Twitter til að svara fyrir sig í dag. „Orðalagið sem ég notaði á fundi um DACA var hart en þetta var ekki orðalagið sem var notað,“ tísti forsetinn og virtist þar vísa til ummælanna um „skítaholur“. DACA er áætlun bandarískra yfirvalda sem hefur veitt börnum sem komu ólöglega til landsins með foreldrum sínum áframhaldandi dvarlarleyfi í Bandaríkjunum. Þá fullyrðir Trump að hann hafi ekki sagt neitt níðandi um Haíti. Washington Post hafði eftir embættismanni úr Hvíta húsinu að Trump hafði krafist þess að fólk þaðan yrði tekið af lista fólks sem nyti sérstakrar verndar gagnvart brottflutningi. „Sagði aldrei neitt niðrandi um Haítíbúa annað en að Haítí er augljóslega mjög fátækt land í vanda statt. Ég sagði aldrei „takið þau út“. Búið til af demókrötum. Ég á í frábæru sambandi við Haítíbúa. Ætti líklega að taka upp fundi í framtíðinni – því miður, ekkert traust!“ tísti forsetinn. Athygli vakti á sínum tíma þegar Trump ýjaði sterklega að því að hann ætti upptökur af samtölum við James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem hann rak eftir að Comey hafði greint frá vafasömum samskiptum þeirra. Síðar þurfti Trump að viðurkenna að engar slíkar upptökur væru til.
Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07 Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15 Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07
Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15
Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47