Fengu nóg af hversdeginum og ferðast nú um heiminn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 13. janúar 2018 10:00 Margrét Edda og Guðmundur Árni ásamt sonum sínum, Hrafnkeli Árna og Daníel Sölva. Fjölskyldan dembdi sér í heimsreisu í haust. Fjögurra manna fjölskyldu fannst tíminn farinn að æða áfram á óhóflegum hraða og dreif sig í heimsreisu. Nú njóta þau samverunnar og frelsisins og upplifa eitthvað nýtt á hverjum degi.„Við undirbjuggum þetta í raun ekki neitt, sem er mjög ólíkt okkur þar sem við höfum alltaf planað næstu skref í okkar lífi,“ segir Margrét Edda Ragnarsdóttir en hún og eiginmaður hennar, Guðmundur Árni Árnason, skelltu sér í margra mánaða heimsreisu í haust með syni sína tvo, Hrafnkel Árna 12 ára og Daníel Sölva 10 ára. Fyrirvarinn var stuttur en tímasetningin góð. Margrét segir þau hafa staðið á tímamótum og ákveðið að láta gamlan draum rætast.Í Ástralíu. „Okkur langaði til að vera frjáls án allra utanaðkomandi skuldbindinga.“Fullkomið frelsi „Við elskum bæði að ferðast og höfum fylgst með nokkrum fjölskyldum sem farið hafa í svipaða ferð og dauðöfundað þau. Þegar við stóðum bæði á ákveðnum tímamótum í vinnunni vorum við tilbúin í breytingar. Dagarnir, vikurnar og mánuðirnir voru farnir að líða skuggalega hratt og við vildum stoppa aðeins þennan hraða. Okkur langaði líka til að vera fullkomlega frjáls sem fjölskylda án allra utanaðkomandi skuldbindinga,“ segir Margrét. Þau hafi íhugað tvo kosti, að flytja til Bandaríkjanna þar sem þau hafa bæði atvinnuleyfi þar, eða heimsreisu. Þremur vikum fyrir brottför var endanleg ákvörðun tekin og undirbúningur fór á fullt.„Slow travel“ „Við ákváðum bara fyrsta áfangastaðinn, Víetnam, með viku millilendingu í Dúbaí. Svo myndum við bara láta þetta ráðast og tökum svokallað „slow travel“ á þetta og erum lengur á hverjum stað/landi í senn, eða 1-2 mánuði. Eftir mánaðarferðalag leið okkur eins og við værum búin að vera í fjóra mánuði á ferðalagi! Það tók okkur svolítinn tíma að venjast þessu hæga tempói. Planið er að vera á ferðalagi fram til haustsins 2018,“ segir hún.Fjölskyldan fór í eyðumerkursafarí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.Að mörgu hafi þurft að huga fyrir brottför, eins og bólusetningum og námi strákanna. „Við fórum öll í þrjár sprautur, við lifrarbólgu A og B og svo taugaveiki. Við hjónin fengum svo „boost“ á barnabólusetningarnar okkar. Við þurftum að sækja um leyfi frá skóla strákanna og eftir að leyfi var veitt funduðum við með umsjónarkennurum og fengum bunka af skólabókum að láni með okkur út. Við kennum þeim alla virka daga, með undantekningum ef við erum að ferðast á milli staða, og reynum að vera búin fyrir hádegi. Það gengur reyndar ekki alltaf eftir þar sem strákunum finnst voða gott að kúra. Við leggjum mesta áherslu á stærðfræði og íslensku og oftast veitir ekkert af því að við sitjum bæði yfir strákunum til að hjálpa þeim og halda þeim við efnið. Ég get engan veginn skilið hvernig kennarar fara að þessu með 20-30 krakka bekki, þeir eiga mikið hrós skilið fyrir sína vinnu,“ segir Margrét.Fjölskyldan var þrjár vikur í Víetnam.Hvaða lönd hafið þið þegar heimsótt? „Við höfum nú þegar ferðast til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem við fórum í skemmtilegt eyðimerkursafarí. Við fórum til Kúala Lúmpúr í Malasíu þar sem við vorum í eina viku, vorum þrjár vikur í Víetnam og ætluðum að vera lengur en styttum ferðina þar sem við vorum komin mitt inn í mesta rigningatímann. Við kolféllum fyrir Víetnam með sinni einstöku höfuðborg, Hanoí, og öllum gómsæta götumatnum og geggjuðu umferðarmenningunni. Heilu fjölskyldurnar ferðast saman á einni vespu og þú kemst ekki yfir götu nema að bókstaflega labba fyrir umferðina.Bræðurnir skoða kóalabjörn í Ástralíu.„Við vorum einnig heilluð af bænum Hội An, töfrandi bæ með sínum litríku ljóskerum hvert sem litið er og góðum matsölustöðum á hverju horni. Núna erum við í Ástralíu þar sem við verðum til janúarloka. Hér er mikil „outback“ stemning og hér er auðvelt að rekast á villt dýr þegar farið er út fyrir borgarmörkin. Þar á meðal kóalabirni og kengúrur. Skemmtilegasta atvikið hingað til er klárlega þegar við fundum kóalabjörn í garðinum okkar. Við vorum stödd á eyjunni Raymond Island hér í Ástralíu og sátum úti á palli þegar við heyrðum svakalegt hrín eins og í svíni. Lætin virtust koma frá framgarði hússins og þegar við kíktum fyrir hornið var kóalabjörn í trénu beint fyrir utan húsið! Hann var mjög lágt í trénu þannig að nálægðin var mikil og yngri sonur minn spurði hvort hann mætti klappa honum. Við töldum það þó ekki ráðlegt eftir þessi dólgslæti í dýrinu. Þá fórum við í skemmtilegt „road trip“ niður Big Ocean Road þar sem keyrt er eftir fallegri strandlengju með skemmtilegum smábæjum, ekki ósvipað Big Sur í Kaliforníu. Eftir Ástralíu er stefnan tekin á Indónesíu, hvað við verðum lengi þar og hvert við förum næst er óráðið.“Á róðrabretti í Anglesea í Ástralíu.Margrét segir fjölskylduna njóta lífsins á ferðalaginu. Svona mikil samvera geri öllum gott en geti líka verið áskorun. „Það hefur allt meira og minna gengið ótrúlega vel. Auðvitað slettist upp á samskiptin af og til, það er ekki við öðru að búast í svona ferð en þá er haldinn fjölskyldufundur þar sem málin eru rædd og leyst,“ segir hún sposk. „Strákarnir eru ótrúlega spakir yfir þessu öllu saman og finnst gaman að koma á nýja staði eins og okkur foreldrunum. Þeir eru vanir að ferðast mikið með okkur og þó þeir geti rifist og slegist þá hafa þeir alltaf verið góðir vinir á ferðalögum. Þeir sakna auðvitað vina sinna og félagslífsins sem skólanum fylgir og tala mikið um það hvað þeir ætla að gera þegar þeir koma til Íslands aftur.“Í Hanoi í Víetnam.Fylgjast má með ferðalagi fjölskyldunnar á Instagram, 4goingplaces. Ferðalög Tengdar fréttir Fyrir og eftir: Breytti hitakompu í Þingholtsstræti í stórglæsilega stúdíóíbúð Gulli Byggir er hæfileikaríkur maður og í þáttunum hans á Stöð 2 hafa áhorfendur fengið að fylgjast með gríðarlegum breytingum á íbúðum og húsum í gegnum tíðina. 7. nóvember 2017 12:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Fjögurra manna fjölskyldu fannst tíminn farinn að æða áfram á óhóflegum hraða og dreif sig í heimsreisu. Nú njóta þau samverunnar og frelsisins og upplifa eitthvað nýtt á hverjum degi.„Við undirbjuggum þetta í raun ekki neitt, sem er mjög ólíkt okkur þar sem við höfum alltaf planað næstu skref í okkar lífi,“ segir Margrét Edda Ragnarsdóttir en hún og eiginmaður hennar, Guðmundur Árni Árnason, skelltu sér í margra mánaða heimsreisu í haust með syni sína tvo, Hrafnkel Árna 12 ára og Daníel Sölva 10 ára. Fyrirvarinn var stuttur en tímasetningin góð. Margrét segir þau hafa staðið á tímamótum og ákveðið að láta gamlan draum rætast.Í Ástralíu. „Okkur langaði til að vera frjáls án allra utanaðkomandi skuldbindinga.“Fullkomið frelsi „Við elskum bæði að ferðast og höfum fylgst með nokkrum fjölskyldum sem farið hafa í svipaða ferð og dauðöfundað þau. Þegar við stóðum bæði á ákveðnum tímamótum í vinnunni vorum við tilbúin í breytingar. Dagarnir, vikurnar og mánuðirnir voru farnir að líða skuggalega hratt og við vildum stoppa aðeins þennan hraða. Okkur langaði líka til að vera fullkomlega frjáls sem fjölskylda án allra utanaðkomandi skuldbindinga,“ segir Margrét. Þau hafi íhugað tvo kosti, að flytja til Bandaríkjanna þar sem þau hafa bæði atvinnuleyfi þar, eða heimsreisu. Þremur vikum fyrir brottför var endanleg ákvörðun tekin og undirbúningur fór á fullt.„Slow travel“ „Við ákváðum bara fyrsta áfangastaðinn, Víetnam, með viku millilendingu í Dúbaí. Svo myndum við bara láta þetta ráðast og tökum svokallað „slow travel“ á þetta og erum lengur á hverjum stað/landi í senn, eða 1-2 mánuði. Eftir mánaðarferðalag leið okkur eins og við værum búin að vera í fjóra mánuði á ferðalagi! Það tók okkur svolítinn tíma að venjast þessu hæga tempói. Planið er að vera á ferðalagi fram til haustsins 2018,“ segir hún.Fjölskyldan fór í eyðumerkursafarí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.Að mörgu hafi þurft að huga fyrir brottför, eins og bólusetningum og námi strákanna. „Við fórum öll í þrjár sprautur, við lifrarbólgu A og B og svo taugaveiki. Við hjónin fengum svo „boost“ á barnabólusetningarnar okkar. Við þurftum að sækja um leyfi frá skóla strákanna og eftir að leyfi var veitt funduðum við með umsjónarkennurum og fengum bunka af skólabókum að láni með okkur út. Við kennum þeim alla virka daga, með undantekningum ef við erum að ferðast á milli staða, og reynum að vera búin fyrir hádegi. Það gengur reyndar ekki alltaf eftir þar sem strákunum finnst voða gott að kúra. Við leggjum mesta áherslu á stærðfræði og íslensku og oftast veitir ekkert af því að við sitjum bæði yfir strákunum til að hjálpa þeim og halda þeim við efnið. Ég get engan veginn skilið hvernig kennarar fara að þessu með 20-30 krakka bekki, þeir eiga mikið hrós skilið fyrir sína vinnu,“ segir Margrét.Fjölskyldan var þrjár vikur í Víetnam.Hvaða lönd hafið þið þegar heimsótt? „Við höfum nú þegar ferðast til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem við fórum í skemmtilegt eyðimerkursafarí. Við fórum til Kúala Lúmpúr í Malasíu þar sem við vorum í eina viku, vorum þrjár vikur í Víetnam og ætluðum að vera lengur en styttum ferðina þar sem við vorum komin mitt inn í mesta rigningatímann. Við kolféllum fyrir Víetnam með sinni einstöku höfuðborg, Hanoí, og öllum gómsæta götumatnum og geggjuðu umferðarmenningunni. Heilu fjölskyldurnar ferðast saman á einni vespu og þú kemst ekki yfir götu nema að bókstaflega labba fyrir umferðina.Bræðurnir skoða kóalabjörn í Ástralíu.„Við vorum einnig heilluð af bænum Hội An, töfrandi bæ með sínum litríku ljóskerum hvert sem litið er og góðum matsölustöðum á hverju horni. Núna erum við í Ástralíu þar sem við verðum til janúarloka. Hér er mikil „outback“ stemning og hér er auðvelt að rekast á villt dýr þegar farið er út fyrir borgarmörkin. Þar á meðal kóalabirni og kengúrur. Skemmtilegasta atvikið hingað til er klárlega þegar við fundum kóalabjörn í garðinum okkar. Við vorum stödd á eyjunni Raymond Island hér í Ástralíu og sátum úti á palli þegar við heyrðum svakalegt hrín eins og í svíni. Lætin virtust koma frá framgarði hússins og þegar við kíktum fyrir hornið var kóalabjörn í trénu beint fyrir utan húsið! Hann var mjög lágt í trénu þannig að nálægðin var mikil og yngri sonur minn spurði hvort hann mætti klappa honum. Við töldum það þó ekki ráðlegt eftir þessi dólgslæti í dýrinu. Þá fórum við í skemmtilegt „road trip“ niður Big Ocean Road þar sem keyrt er eftir fallegri strandlengju með skemmtilegum smábæjum, ekki ósvipað Big Sur í Kaliforníu. Eftir Ástralíu er stefnan tekin á Indónesíu, hvað við verðum lengi þar og hvert við förum næst er óráðið.“Á róðrabretti í Anglesea í Ástralíu.Margrét segir fjölskylduna njóta lífsins á ferðalaginu. Svona mikil samvera geri öllum gott en geti líka verið áskorun. „Það hefur allt meira og minna gengið ótrúlega vel. Auðvitað slettist upp á samskiptin af og til, það er ekki við öðru að búast í svona ferð en þá er haldinn fjölskyldufundur þar sem málin eru rædd og leyst,“ segir hún sposk. „Strákarnir eru ótrúlega spakir yfir þessu öllu saman og finnst gaman að koma á nýja staði eins og okkur foreldrunum. Þeir eru vanir að ferðast mikið með okkur og þó þeir geti rifist og slegist þá hafa þeir alltaf verið góðir vinir á ferðalögum. Þeir sakna auðvitað vina sinna og félagslífsins sem skólanum fylgir og tala mikið um það hvað þeir ætla að gera þegar þeir koma til Íslands aftur.“Í Hanoi í Víetnam.Fylgjast má með ferðalagi fjölskyldunnar á Instagram, 4goingplaces.
Ferðalög Tengdar fréttir Fyrir og eftir: Breytti hitakompu í Þingholtsstræti í stórglæsilega stúdíóíbúð Gulli Byggir er hæfileikaríkur maður og í þáttunum hans á Stöð 2 hafa áhorfendur fengið að fylgjast með gríðarlegum breytingum á íbúðum og húsum í gegnum tíðina. 7. nóvember 2017 12:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Fyrir og eftir: Breytti hitakompu í Þingholtsstræti í stórglæsilega stúdíóíbúð Gulli Byggir er hæfileikaríkur maður og í þáttunum hans á Stöð 2 hafa áhorfendur fengið að fylgjast með gríðarlegum breytingum á íbúðum og húsum í gegnum tíðina. 7. nóvember 2017 12:30