Guðjón Valur: Ertu að reyna að fá mig til að rífa kjaft? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2018 19:10 Guðjón Valur í leiknum í kvöld. Vísir/Ernir Fyrirliðinn Guðjón Valur var auðvitað hæstánægður með sigur strákanna okkar á Svíum, 26-24, þó svo að það hafi gengið á ýmsu í leiknum. „Þetta er eins og manni dreymir um fyrir leik - það gekk allt upp hjá okkur en ekkert hjá þeim. Það var vitað mál að það yrði erfitt að halda sama dampi og þeir spila annan hálfleik illa. Það var gott að klára þetta þó þetta hafa hikstað óþarflega í seinni hálfleik,“ sagði Guðjón Valur. Hann segir að leikskipulagið hafi verið á hreinu hjá íslenska liðinu og að þeim hafi tekist að vinna þær baráttur úti á vellinum sem þeir ætluðu sér að gera. „Við fengum þar af leiðandi mjög góð færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við þurftum að taka aðeins meiri áhættur í seinni hálfleik sem gerði markverðinum þeirra auðvelt fyrir,“ sagði fyrirliðinn enn fremur. Ísland skoraði ekki á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik og var Guðjón Valur spurður út í hinn fræga slæma kafla eins og hann var gerður á HM í Frakklandi í fyrra, við litla hrifningu hans. Sjá einnig: Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig „Ertu að reyna að fá mig til að rífa kjaft eins og í fyrra - ákvaðstu það fyrir mót?“ sagði Guðjón Valur þá í léttum dúr. „Það var enginn slæmur kafli. En nei, nei - þetta var orðið mjög þétt hjá þeim og okkur tókst engan veginn að opna vörnina hjá þeim, þrátt fyrir að við reyndum öll okkar kerfi. En við skoruðum undir lokin og það var það sem skiptir máli.“ Guðjón Valur vildi þrátt fyrir allt ekki gera of mikið úr sigri Íslands. „Við erum samt að fara að spila við Króatíu eftir tvo daga. Auðvitað líður manni vel með 2 stig en það er stórhættulegt að ætla að verða ánægður og glaður. Planið breytist ekki hjá okkur. Þetta lögðum við samt upp með og þetta er gott veganesti fyrir framhaldið.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigur Íslands: „Langar að maka mig allan í Silver geli" Íslenska landsliðið vann góðan og mikilvægan sigur á Svíum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta, en lokatölur í Split urðu 26-24. 12. janúar 2018 18:52 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 26-24 | Frábær sigur á Svíum Ótrúlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að glæsilegum sigri Íslands á Svíþjóð á fyrsta leik okkar manna á EM í Króatíu. 12. janúar 2018 19:00 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Sjá meira
Fyrirliðinn Guðjón Valur var auðvitað hæstánægður með sigur strákanna okkar á Svíum, 26-24, þó svo að það hafi gengið á ýmsu í leiknum. „Þetta er eins og manni dreymir um fyrir leik - það gekk allt upp hjá okkur en ekkert hjá þeim. Það var vitað mál að það yrði erfitt að halda sama dampi og þeir spila annan hálfleik illa. Það var gott að klára þetta þó þetta hafa hikstað óþarflega í seinni hálfleik,“ sagði Guðjón Valur. Hann segir að leikskipulagið hafi verið á hreinu hjá íslenska liðinu og að þeim hafi tekist að vinna þær baráttur úti á vellinum sem þeir ætluðu sér að gera. „Við fengum þar af leiðandi mjög góð færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við þurftum að taka aðeins meiri áhættur í seinni hálfleik sem gerði markverðinum þeirra auðvelt fyrir,“ sagði fyrirliðinn enn fremur. Ísland skoraði ekki á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik og var Guðjón Valur spurður út í hinn fræga slæma kafla eins og hann var gerður á HM í Frakklandi í fyrra, við litla hrifningu hans. Sjá einnig: Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig „Ertu að reyna að fá mig til að rífa kjaft eins og í fyrra - ákvaðstu það fyrir mót?“ sagði Guðjón Valur þá í léttum dúr. „Það var enginn slæmur kafli. En nei, nei - þetta var orðið mjög þétt hjá þeim og okkur tókst engan veginn að opna vörnina hjá þeim, þrátt fyrir að við reyndum öll okkar kerfi. En við skoruðum undir lokin og það var það sem skiptir máli.“ Guðjón Valur vildi þrátt fyrir allt ekki gera of mikið úr sigri Íslands. „Við erum samt að fara að spila við Króatíu eftir tvo daga. Auðvitað líður manni vel með 2 stig en það er stórhættulegt að ætla að verða ánægður og glaður. Planið breytist ekki hjá okkur. Þetta lögðum við samt upp með og þetta er gott veganesti fyrir framhaldið.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigur Íslands: „Langar að maka mig allan í Silver geli" Íslenska landsliðið vann góðan og mikilvægan sigur á Svíum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta, en lokatölur í Split urðu 26-24. 12. janúar 2018 18:52 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 26-24 | Frábær sigur á Svíum Ótrúlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að glæsilegum sigri Íslands á Svíþjóð á fyrsta leik okkar manna á EM í Króatíu. 12. janúar 2018 19:00 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Sjá meira
Twitter eftir sigur Íslands: „Langar að maka mig allan í Silver geli" Íslenska landsliðið vann góðan og mikilvægan sigur á Svíum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta, en lokatölur í Split urðu 26-24. 12. janúar 2018 18:52
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 26-24 | Frábær sigur á Svíum Ótrúlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að glæsilegum sigri Íslands á Svíþjóð á fyrsta leik okkar manna á EM í Króatíu. 12. janúar 2018 19:00