Svíarnir slegnir í rot í Split Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2018 06:00 Ólafur Guðmundsson skoraði sjö mörk þegar Ísland vann afar mikilvægan sigur á Svíþjóð, 26-24, í fyrsta leik sínum á EM í Króatíu. vísir/ernir Handbolti Þeir sem hafa fylgst með íslenska landsliðinu í gegnum árin bjuggust væntanlega seint við því að sjá það 10 mörkum yfir gegn Svíþjóð á stórmóti. Sú var samt raunin í leik liðanna í A-riðli Evrópumótsins í Króatíu í gær. Íslenska liðið spilaði stórkostlega fyrstu 40 mínútur leiksins og yljaði manni um hjartaræturnar. Ísland gaf tóninn með því að skora fyrstu fjögur mörk leiksins. Eftir 14 mínútur var staðan 11-4, Íslendingum í vil, og Kristján Andrésson, þjálfari Svía, sá sig knúinn til að taka sitt annað leikhlé. Sænska liðið, sem spilaði svo vel á HM í fyrra, var í miklum vandræðum á báðum endum vallarins. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug og ef Svíarnir komust í gegnum hana beið þeirra Björgvin Páll Gústavsson. Bakarinn úr Kópavogi varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða 60% þeirra skota sem hann fékk á sig. Lygileg frammistaða. Aron Pálmarsson stýrði sóknarleiknum af mikilli festu og Ólafur Guðmundsson valdi rétta tímapunktinn til að eiga sinn besta leik á stórmóti. Hann skoraði fjögur af fyrstu níu mörkum Íslands og endaði með sjö mörk, flest í íslenska liðinu. Hægra megin var Rúnar Kárason heitur og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og fimm alls. Ísland skoraði aðeins eitt mark á síðustu 10 mínútum fyrri hálfleiks en til allrar hamingju gáfu vörnin og Björgvin Páll ekkert eftir. Staðan í hálfleik var 15-8, Íslandi í vil. Svíar skoruðu fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik en Íslendingar svöruðu með 4-1 kafla og komust 10 mörkum yfir, 21-11. Í stöðunni 22-12 fór að halla undan fæti og sænska liðið gekk á lagið. Íslenska liðið fór afar illa að ráði sínu manni fleiri og fékk m.a. á sig þrjú mörk í röð í yfirtölu. Svíar skoruðu átta mörk gegn einu og minnkuðu muninn í þrjú mörk. En Janus Daði Smárason átti afar mikilvæga innkomu, skoraði og fiskaði víti sem gaf mark. Strákarnir gerðu nóg til að landa sigrinum sem var tæpari en hann hefði átt að vera. En frammistaðan lengst af var frábær og gefur okkar mönnum byr í seglin fyrir leikinn gegn Króatíu á morgun. EM 2018 í handbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Sjá meira
Handbolti Þeir sem hafa fylgst með íslenska landsliðinu í gegnum árin bjuggust væntanlega seint við því að sjá það 10 mörkum yfir gegn Svíþjóð á stórmóti. Sú var samt raunin í leik liðanna í A-riðli Evrópumótsins í Króatíu í gær. Íslenska liðið spilaði stórkostlega fyrstu 40 mínútur leiksins og yljaði manni um hjartaræturnar. Ísland gaf tóninn með því að skora fyrstu fjögur mörk leiksins. Eftir 14 mínútur var staðan 11-4, Íslendingum í vil, og Kristján Andrésson, þjálfari Svía, sá sig knúinn til að taka sitt annað leikhlé. Sænska liðið, sem spilaði svo vel á HM í fyrra, var í miklum vandræðum á báðum endum vallarins. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug og ef Svíarnir komust í gegnum hana beið þeirra Björgvin Páll Gústavsson. Bakarinn úr Kópavogi varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða 60% þeirra skota sem hann fékk á sig. Lygileg frammistaða. Aron Pálmarsson stýrði sóknarleiknum af mikilli festu og Ólafur Guðmundsson valdi rétta tímapunktinn til að eiga sinn besta leik á stórmóti. Hann skoraði fjögur af fyrstu níu mörkum Íslands og endaði með sjö mörk, flest í íslenska liðinu. Hægra megin var Rúnar Kárason heitur og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og fimm alls. Ísland skoraði aðeins eitt mark á síðustu 10 mínútum fyrri hálfleiks en til allrar hamingju gáfu vörnin og Björgvin Páll ekkert eftir. Staðan í hálfleik var 15-8, Íslandi í vil. Svíar skoruðu fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik en Íslendingar svöruðu með 4-1 kafla og komust 10 mörkum yfir, 21-11. Í stöðunni 22-12 fór að halla undan fæti og sænska liðið gekk á lagið. Íslenska liðið fór afar illa að ráði sínu manni fleiri og fékk m.a. á sig þrjú mörk í röð í yfirtölu. Svíar skoruðu átta mörk gegn einu og minnkuðu muninn í þrjú mörk. En Janus Daði Smárason átti afar mikilvæga innkomu, skoraði og fiskaði víti sem gaf mark. Strákarnir gerðu nóg til að landa sigrinum sem var tæpari en hann hefði átt að vera. En frammistaðan lengst af var frábær og gefur okkar mönnum byr í seglin fyrir leikinn gegn Króatíu á morgun.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Sjá meira