EM-dagbókin: Keðjureykjandi Króatar Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 14. janúar 2018 08:00 Balic nennti varla að standa upp til þess að spila handbolta. Er hann gerði það átti enginn möguleika í hann. Ótrúlegur íþróttmaður sem fékk sér svo kannski sígó í hálfleik. Óstöðvandi. vísir/getty Hin stórkostlega íþróttaþjóð Króatía hefði mjög gott af því að eiga eitt stykki króatískan Þorgrím Þráinsson því hér reykja svo gott sem allir. Að koma til Króatíu er eins og að stíga áratugi aftur í tímann. Ekki bara eru allir reykjandi í Króatíu heldur er vel hugað að þörfum reykingamannsins. Það er ekkert sem bendir til þess að þjóðin sé að reyna að minnka reykingar. Það þarf að hafa verulega fyrir því að finna veitingahús sem er reyklaust. Þetta er verulega þreytandi. Foreldrar mínir reyktu yfir mig mörg karton er ég var að alast upp og ég tel mig vera búinn með minn kvóta í þessum efnum.Geggjaðir þrátt fyrir sígóið Það sem er þó áhugavert er hversu margir króatískir íþróttamenn reykja. Það er ekkert óalgeng sjón á stórmótum að sjá fjölda króatískra leikmanna saman í kaffi og sígó. Ekki gleyma að Króatar eru stórkostleg íþróttaþjóð. Við komuna hingað fékk ég útprentað skjal með helstu afrekum liða og leikmanna Króatíu. Magnaður lestur vægast sagt. Þetta er mögnuð íþróttaþjóð. Ég man samt enn hvað mér brá er ég sá stórstjörnuna Ivano Balic reykja!!! Hann var þá (lang)besti handboltamaður heims. Fullkomlega óþolandi leikmaður. Af því hann var svo góður.Töffari með rettuna? Balic er stórreykingamaður.Ótrúlega hæfileikaríkur. Húðlatur andskoti (afsakið orðbragðið, þessi leti var bara móðgandi) og hrikalegur svindlari. Ég meina hann fór kannski út að reykja í hálfleik og kom svo út á völlinn og pakkaði öllum saman. Það er móðgun. Hann kom alltaf sínu fram og sá til þess að Króatía pakkaði flestum saman. Einn af þessum snillingum sem maður elskaði að hata. Strákarnir okkar hafa háð nokkrar rimmur við Króatana gegn Balic og þessir keðjureykjandi snillingar (Balic var langt frá því einn í sígóinu) höfðu oftast betur. Það er frekar pirrandi. Toggi Þráins á engar afsakanir þarna. Króatar eru með slíka íþróttamenn að ég man varla eftir að hafa búist við sigri gegn þeim. Nú verða ellefu þúsund háværir áhorfendur með þeim í liði. Ég býst því ekki við sigri í dag en vona að strákarnir sýni samt góðan leik. Slíkur er munurinn enn milii þjóðanna þrátt fyrir frækinn sigur fótboltalandsliðsins. Enn betra væri samt ef þeir kæmu mér á óvart. Ég er alveg til í það. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Ásgeir Örn: Fantasy var farið að eyðileggja fyrir mér að horfa á NFL Margir leikmanna íslenska liðsins eru miklir NFL-aðdáendur og þeir munu líklega vaka aðeins lengur en venjulega í kvöld enda frábærir leikir í boði í úrslitakeppninni í kvöld. 13. janúar 2018 18:30 Duvnjak úr leik hjá Króötum Einn sterkasti leikmaður Króata, Domagoj Duvnjak, meiddist í leik liðsins við Serbíu í gærkvöld og er tvísýnt um þáttöku hans í þeim leikjum sem eftir eru á Evrópumótinu. 13. janúar 2018 09:01 Geir fékk þrjá íslenska þjálfara til þess að greina andstæðingana á EM Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var að vonum kátur í dag. Tvö stig í hús í gær og allir leikmenn íslenska liðsins sluppu við meiðsli í leiknum. Hann fór strax yfir leikinn með sínu liði í morgun. 13. janúar 2018 19:15 Létt yfir strákunum okkar á lúxushótelinu í Split Íslenska handboltalandsliðið er ekki á neinu slorhóteli í Split heldur á fimm stjörnu lúxushóteli þar sem Everton gisti meðal annars fyrr í vetur. 13. janúar 2018 15:28 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Hin stórkostlega íþróttaþjóð Króatía hefði mjög gott af því að eiga eitt stykki króatískan Þorgrím Þráinsson því hér reykja svo gott sem allir. Að koma til Króatíu er eins og að stíga áratugi aftur í tímann. Ekki bara eru allir reykjandi í Króatíu heldur er vel hugað að þörfum reykingamannsins. Það er ekkert sem bendir til þess að þjóðin sé að reyna að minnka reykingar. Það þarf að hafa verulega fyrir því að finna veitingahús sem er reyklaust. Þetta er verulega þreytandi. Foreldrar mínir reyktu yfir mig mörg karton er ég var að alast upp og ég tel mig vera búinn með minn kvóta í þessum efnum.Geggjaðir þrátt fyrir sígóið Það sem er þó áhugavert er hversu margir króatískir íþróttamenn reykja. Það er ekkert óalgeng sjón á stórmótum að sjá fjölda króatískra leikmanna saman í kaffi og sígó. Ekki gleyma að Króatar eru stórkostleg íþróttaþjóð. Við komuna hingað fékk ég útprentað skjal með helstu afrekum liða og leikmanna Króatíu. Magnaður lestur vægast sagt. Þetta er mögnuð íþróttaþjóð. Ég man samt enn hvað mér brá er ég sá stórstjörnuna Ivano Balic reykja!!! Hann var þá (lang)besti handboltamaður heims. Fullkomlega óþolandi leikmaður. Af því hann var svo góður.Töffari með rettuna? Balic er stórreykingamaður.Ótrúlega hæfileikaríkur. Húðlatur andskoti (afsakið orðbragðið, þessi leti var bara móðgandi) og hrikalegur svindlari. Ég meina hann fór kannski út að reykja í hálfleik og kom svo út á völlinn og pakkaði öllum saman. Það er móðgun. Hann kom alltaf sínu fram og sá til þess að Króatía pakkaði flestum saman. Einn af þessum snillingum sem maður elskaði að hata. Strákarnir okkar hafa háð nokkrar rimmur við Króatana gegn Balic og þessir keðjureykjandi snillingar (Balic var langt frá því einn í sígóinu) höfðu oftast betur. Það er frekar pirrandi. Toggi Þráins á engar afsakanir þarna. Króatar eru með slíka íþróttamenn að ég man varla eftir að hafa búist við sigri gegn þeim. Nú verða ellefu þúsund háværir áhorfendur með þeim í liði. Ég býst því ekki við sigri í dag en vona að strákarnir sýni samt góðan leik. Slíkur er munurinn enn milii þjóðanna þrátt fyrir frækinn sigur fótboltalandsliðsins. Enn betra væri samt ef þeir kæmu mér á óvart. Ég er alveg til í það.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Ásgeir Örn: Fantasy var farið að eyðileggja fyrir mér að horfa á NFL Margir leikmanna íslenska liðsins eru miklir NFL-aðdáendur og þeir munu líklega vaka aðeins lengur en venjulega í kvöld enda frábærir leikir í boði í úrslitakeppninni í kvöld. 13. janúar 2018 18:30 Duvnjak úr leik hjá Króötum Einn sterkasti leikmaður Króata, Domagoj Duvnjak, meiddist í leik liðsins við Serbíu í gærkvöld og er tvísýnt um þáttöku hans í þeim leikjum sem eftir eru á Evrópumótinu. 13. janúar 2018 09:01 Geir fékk þrjá íslenska þjálfara til þess að greina andstæðingana á EM Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var að vonum kátur í dag. Tvö stig í hús í gær og allir leikmenn íslenska liðsins sluppu við meiðsli í leiknum. Hann fór strax yfir leikinn með sínu liði í morgun. 13. janúar 2018 19:15 Létt yfir strákunum okkar á lúxushótelinu í Split Íslenska handboltalandsliðið er ekki á neinu slorhóteli í Split heldur á fimm stjörnu lúxushóteli þar sem Everton gisti meðal annars fyrr í vetur. 13. janúar 2018 15:28 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Ásgeir Örn: Fantasy var farið að eyðileggja fyrir mér að horfa á NFL Margir leikmanna íslenska liðsins eru miklir NFL-aðdáendur og þeir munu líklega vaka aðeins lengur en venjulega í kvöld enda frábærir leikir í boði í úrslitakeppninni í kvöld. 13. janúar 2018 18:30
Duvnjak úr leik hjá Króötum Einn sterkasti leikmaður Króata, Domagoj Duvnjak, meiddist í leik liðsins við Serbíu í gærkvöld og er tvísýnt um þáttöku hans í þeim leikjum sem eftir eru á Evrópumótinu. 13. janúar 2018 09:01
Geir fékk þrjá íslenska þjálfara til þess að greina andstæðingana á EM Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var að vonum kátur í dag. Tvö stig í hús í gær og allir leikmenn íslenska liðsins sluppu við meiðsli í leiknum. Hann fór strax yfir leikinn með sínu liði í morgun. 13. janúar 2018 19:15
Létt yfir strákunum okkar á lúxushótelinu í Split Íslenska handboltalandsliðið er ekki á neinu slorhóteli í Split heldur á fimm stjörnu lúxushóteli þar sem Everton gisti meðal annars fyrr í vetur. 13. janúar 2018 15:28