Lentu á króatískum varnarvegg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2018 06:00 Ómar Ingi Magnússon var í byrjunarliðinu í gær og skoraði þrjú mörk. vísir/ernir Eins og svo oft áður reyndist Króatía of stór hindrun fyrir strákana okkar á stórmóti. Króatar unnu leik liðanna í gær, 22-29, og eru með fullt hús stiga í A-riðli og komnir áfram í milliriðil. Íslendingar eru aftur á móti með tvö stig og mega ekki tapa fyrir Serbum í lokaleik sínum í riðlakeppninni á morgun. Með sigri á Serbíu fer Ísland með tvö stig inn í milliriðil. Serbar hafa tapað báðum leikjum sínum á EM og engin leið að segja í hvaða hugarástandi þeir mæta til leiks á morgun. Íslenska liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik en í þeim seinni sýndu Króatar mátt sinn og megin og keyrðu yfir Íslendinga. Domagoj Duvnjak lék ekki með Króatíu í gær en það breytti engu. Fyrri hálfleikurinn var einkar vel spilaður af Íslands hálfu. Aron Pálmarsson byrjaði leikinn af miklum krafti og hann kom Íslandi yfir, 7-8, á 17. mínútu. Króatía svaraði með 5-1 kafla en Íslendingar neituðu að gefa sig og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hlé, 13-14. Skotnýting Íslands í fyrri hálfleik var frábær, 87%, en töpuðu boltarnir voru alltof margir, eða átta. Þá var varnarleikurinn ekki nógu sterkur en Íslendingar áttu í miklum vandræðum með leikstjórnanda Króata, Luka Cindric, sem skoraði sjö mörk og gaf fimm stoðsendingar í leiknum. Janus Daði Smárason jafnaði metin í 14-14 í upphafi seinni hálfleiks en Króatar skoraði næstu fimm mörk og náðu heljartaki á Íslendingum sem þeir slepptu ekki. Sóknarleikur íslenska liðsins var afar óskilvirkur og vörnin ekki nógu þétt. Til að bæta gráu ofan á svart byrjaði Ivan Stevanovic að verja eins og óður maður í króatíska markinu. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í seinni hálfleik. Töpuðu boltunum fækkaði reyndar en skotnýting versnaði. Íslendingar klesstu einfaldlega á króatískan varnarvegg. Þá var varnarleikur íslenska liðsins aldrei nógu sterkur í leiknum og markvarslan í seinni hálfleik var engin. Íslendingar hafa sýnt á sér ýmsar hliðar á þessu móti. Góðu kaflarnir hafa verið frábærir en slæmu kaflarnir hafa verið full langir og full margir. Framundan er úrslitaleikur gegn Serbíu og Ísland er með örlögin í eigin höndum. Sigur og Íslendingar fara með tvö stig í milliriðli. Það væri frábær niðurstaða. EM 2018 í handbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Sjá meira
Eins og svo oft áður reyndist Króatía of stór hindrun fyrir strákana okkar á stórmóti. Króatar unnu leik liðanna í gær, 22-29, og eru með fullt hús stiga í A-riðli og komnir áfram í milliriðil. Íslendingar eru aftur á móti með tvö stig og mega ekki tapa fyrir Serbum í lokaleik sínum í riðlakeppninni á morgun. Með sigri á Serbíu fer Ísland með tvö stig inn í milliriðil. Serbar hafa tapað báðum leikjum sínum á EM og engin leið að segja í hvaða hugarástandi þeir mæta til leiks á morgun. Íslenska liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik en í þeim seinni sýndu Króatar mátt sinn og megin og keyrðu yfir Íslendinga. Domagoj Duvnjak lék ekki með Króatíu í gær en það breytti engu. Fyrri hálfleikurinn var einkar vel spilaður af Íslands hálfu. Aron Pálmarsson byrjaði leikinn af miklum krafti og hann kom Íslandi yfir, 7-8, á 17. mínútu. Króatía svaraði með 5-1 kafla en Íslendingar neituðu að gefa sig og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hlé, 13-14. Skotnýting Íslands í fyrri hálfleik var frábær, 87%, en töpuðu boltarnir voru alltof margir, eða átta. Þá var varnarleikurinn ekki nógu sterkur en Íslendingar áttu í miklum vandræðum með leikstjórnanda Króata, Luka Cindric, sem skoraði sjö mörk og gaf fimm stoðsendingar í leiknum. Janus Daði Smárason jafnaði metin í 14-14 í upphafi seinni hálfleiks en Króatar skoraði næstu fimm mörk og náðu heljartaki á Íslendingum sem þeir slepptu ekki. Sóknarleikur íslenska liðsins var afar óskilvirkur og vörnin ekki nógu þétt. Til að bæta gráu ofan á svart byrjaði Ivan Stevanovic að verja eins og óður maður í króatíska markinu. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í seinni hálfleik. Töpuðu boltunum fækkaði reyndar en skotnýting versnaði. Íslendingar klesstu einfaldlega á króatískan varnarvegg. Þá var varnarleikur íslenska liðsins aldrei nógu sterkur í leiknum og markvarslan í seinni hálfleik var engin. Íslendingar hafa sýnt á sér ýmsar hliðar á þessu móti. Góðu kaflarnir hafa verið frábærir en slæmu kaflarnir hafa verið full langir og full margir. Framundan er úrslitaleikur gegn Serbíu og Ísland er með örlögin í eigin höndum. Sigur og Íslendingar fara með tvö stig í milliriðli. Það væri frábær niðurstaða.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Sjá meira