NFL: Sjáðu lokasókn Vikinganna sem tókst að tryggja sér sigur á ótrúlegan hátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2018 11:00 Stefon Diggs er hér fagnað af félaga sínum eftir að hann tryggði Minnesota Vikings sigurinn. Vísir/Getty Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum deildanna í úrslitakeppni ameríska fótboltans en undanúrslit Þjóðar- og Ameríkudeildarinnar í NFL-deildinni fóru fram um helgina og þrír af fjórum voru mikil skemmtun. Dramatíkin í lokaleiknum í nótt var slík að margir leikmenn sigurliðsins trúðu því varla að þeim hefði tekist að skora sigursnertimarkið um leið og leiktíminn rann út.Minnesota Vikings liðið komst þar einu skrefi nær því að verða fyrsta liðið sem nær því að spila Super Bowl leikinn á heimavelli en leikmenn Vikings komst í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar eftir 29-24 sigur á New Orleans Saints í nótt. Óvæntustu úrslit gærdagsins voru þá kannski sigur Jacksonville Jaguars á útivelli á móti Pittsburgh Steelers en flestir bjuggust við því að Pittsburgh Steelers myndi tryggja sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar á móti New England Patriots. Þess í stað verða það Patriots og Jaguars sem keppa um sæti í Super Bowl. Dramatíkin var rosaleg í lokin á leik Minnesota Vikings og New Orleans Saints. Það leit allt út fyrir að Saints liðið væri búið að „stela“ sigrinum eftir frábæra endurkomu í seinni hálfleik en heimamenn fengu eina lokasókn. Þegar öll sund virtust lokuð og leiktíminn var að renna út þá náði leikstjórnandinn Case Keenum að finna útherjann Stefon Diggs og framhaldið var ótrúlegt. Varnarmönnum New Orleans Saints mistókst á einhvern ótrúlegan hátt að tækla Diggs sem fór alla leið og skoraði. Keenum átti erfitt með að trúa því sem hafði gerst en áhorfendur á leiknum gjörsamlega trylltust.Since there are no words to describe this feeling, we'll just leave you with this.#BringItHomepic.twitter.com/8KCq3xnfAB — Minnesota Vikings (@Vikings) January 15, 2018 Leikmenn Vikings fögnuðu líka gríðarlega enda flestir eflaust búnir að afkskrifa sigurinn. Minnesota Vikings var 17-0 yfir í hálfleik en gestirnir frá Saints áttu frábæran seinni hálfleik og þá sérstaklega frábæran fjórða leikhluta. Það dugði næstum því til sigurs. Saints komst í 24-23 þegar aðeins 25 sekúndur voru eftir. Minnesota Vikings þurfti því að fara upp allan völlinn á innan við hálfri mínútu en það tókst. Leikmenn Vikings gerðu þar vel en fengu góða hjálpa frá einum varnarmanni Saints sem mistókst hræðilega að tækla hetju Vikings..@stefondiggs said GAME OVER! #SKOL Check out his Top 5 catches from #NOvsMIN! #NFLPlayoffspic.twitter.com/3pAdQnH3j4 — NFL (@NFL) January 15, 2018Jacksonville Jaguars vann Pittsburgh Steelers 45-42 þar sem mikið var skorað en fyrir leikinn héldu menn að það væri aðeins góður varnarleikur sem kæmi Jaguars áfram. Þegar á hólminn var komið var það þó sóknarleikurinn, með hlauparann Leonard Fournette og leikstjórnandann Blake Bortles í fararbroddi, sem skilaði Jaguars-liðinu sigri. Hlauparinn Leonard Fournette, sem er nýliði, skoraði þrjú snertimörk fyrir Jacksonville Jaguars í leiknum og hljóp alls 109 jarda með boltann. Blake Bortles er þekktur fyrir að gera mörg mistök en hann kastaði boltanum ekki frá sér í gær sem voru frábær tíðindi fyrir Jaguars. Jacksonville Jaguars var eina liðið sem vann á útivelli um helgina því Philadelphia Eagles, New England Patriots og Minnesota Vikings fögnuðu öll sigri á heimavöllum sínum.Úrslitaleikirnir í deildunum fara báðir fram á sunnudaginn kemur en sigurvegarinn í þeim leikjum kemst í Super Bowl. New England Patriots tekur á móti Jacksonville Jaguars í fyrri leiknum en í þeim síoðari mætast Philadelphia Eagles og Minnesota Vikings. NFL Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum deildanna í úrslitakeppni ameríska fótboltans en undanúrslit Þjóðar- og Ameríkudeildarinnar í NFL-deildinni fóru fram um helgina og þrír af fjórum voru mikil skemmtun. Dramatíkin í lokaleiknum í nótt var slík að margir leikmenn sigurliðsins trúðu því varla að þeim hefði tekist að skora sigursnertimarkið um leið og leiktíminn rann út.Minnesota Vikings liðið komst þar einu skrefi nær því að verða fyrsta liðið sem nær því að spila Super Bowl leikinn á heimavelli en leikmenn Vikings komst í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar eftir 29-24 sigur á New Orleans Saints í nótt. Óvæntustu úrslit gærdagsins voru þá kannski sigur Jacksonville Jaguars á útivelli á móti Pittsburgh Steelers en flestir bjuggust við því að Pittsburgh Steelers myndi tryggja sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar á móti New England Patriots. Þess í stað verða það Patriots og Jaguars sem keppa um sæti í Super Bowl. Dramatíkin var rosaleg í lokin á leik Minnesota Vikings og New Orleans Saints. Það leit allt út fyrir að Saints liðið væri búið að „stela“ sigrinum eftir frábæra endurkomu í seinni hálfleik en heimamenn fengu eina lokasókn. Þegar öll sund virtust lokuð og leiktíminn var að renna út þá náði leikstjórnandinn Case Keenum að finna útherjann Stefon Diggs og framhaldið var ótrúlegt. Varnarmönnum New Orleans Saints mistókst á einhvern ótrúlegan hátt að tækla Diggs sem fór alla leið og skoraði. Keenum átti erfitt með að trúa því sem hafði gerst en áhorfendur á leiknum gjörsamlega trylltust.Since there are no words to describe this feeling, we'll just leave you with this.#BringItHomepic.twitter.com/8KCq3xnfAB — Minnesota Vikings (@Vikings) January 15, 2018 Leikmenn Vikings fögnuðu líka gríðarlega enda flestir eflaust búnir að afkskrifa sigurinn. Minnesota Vikings var 17-0 yfir í hálfleik en gestirnir frá Saints áttu frábæran seinni hálfleik og þá sérstaklega frábæran fjórða leikhluta. Það dugði næstum því til sigurs. Saints komst í 24-23 þegar aðeins 25 sekúndur voru eftir. Minnesota Vikings þurfti því að fara upp allan völlinn á innan við hálfri mínútu en það tókst. Leikmenn Vikings gerðu þar vel en fengu góða hjálpa frá einum varnarmanni Saints sem mistókst hræðilega að tækla hetju Vikings..@stefondiggs said GAME OVER! #SKOL Check out his Top 5 catches from #NOvsMIN! #NFLPlayoffspic.twitter.com/3pAdQnH3j4 — NFL (@NFL) January 15, 2018Jacksonville Jaguars vann Pittsburgh Steelers 45-42 þar sem mikið var skorað en fyrir leikinn héldu menn að það væri aðeins góður varnarleikur sem kæmi Jaguars áfram. Þegar á hólminn var komið var það þó sóknarleikurinn, með hlauparann Leonard Fournette og leikstjórnandann Blake Bortles í fararbroddi, sem skilaði Jaguars-liðinu sigri. Hlauparinn Leonard Fournette, sem er nýliði, skoraði þrjú snertimörk fyrir Jacksonville Jaguars í leiknum og hljóp alls 109 jarda með boltann. Blake Bortles er þekktur fyrir að gera mörg mistök en hann kastaði boltanum ekki frá sér í gær sem voru frábær tíðindi fyrir Jaguars. Jacksonville Jaguars var eina liðið sem vann á útivelli um helgina því Philadelphia Eagles, New England Patriots og Minnesota Vikings fögnuðu öll sigri á heimavöllum sínum.Úrslitaleikirnir í deildunum fara báðir fram á sunnudaginn kemur en sigurvegarinn í þeim leikjum kemst í Super Bowl. New England Patriots tekur á móti Jacksonville Jaguars í fyrri leiknum en í þeim síoðari mætast Philadelphia Eagles og Minnesota Vikings.
NFL Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira