Læknar eiga erfitt með að leita sér lækninga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2018 20:30 Það er fremur óvenjulegt fyrir lækna að ræða sína eigin heilsu á Læknadögum, sem haldnir eru árlega, því þar er heilsa annarra yfirleitt til umfjöllunar. „Læknar eru upp til hópa mjög heilsuhraust fólk,“ segir Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir. „Þeir hafa áhuga á heilsu og vita mikið um heilsuna. En þeir geta veikst eins og aðrir - og streitan var til umræðu í morgun því við erum undir mjög miklu álagi og því geta fylgt sjúkdómar.“ Vaktavinna, mikil yfirvinna, mikil ábyrgð, hraði og flókið skipulag er meðal álagsþátta í starfi lækna. „Læknar eru mjög hátt á blaði hvað varðar streitu. Eins og annað framsækið, vel gefið fólk, sem hlífir sér ekki. Þar sem er löngun til að gera vel og mikið um samskipti í starfinu.“ En eins og Jón Eyjólfur Jónsson, yfirlæknir á Landspítalanum bendir á þá skera læknar sig úr hvað varðar það að leita sér lækninga. „Við eigum ekkert erfiðara með að veikjast, við gerum það með sama hraða og aðrir og af sömu tíðni, en við eigum oft erfiðara með að fara með það til kollega og reynum því sjálfir að lækna okkur.“ En þróunin er þó í rétta átt og virðast læknar farnir að huga betur að eigin heilsu. Ólafur segir lækninn kominn af stallinum. „Læknar eru orðnir mannlegri og þjoðin upplýst. Nú gengur læknum betur að upplýsa ef álagið er of mikið og leitar sér frekar hjálpar," segir hann. Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira
Það er fremur óvenjulegt fyrir lækna að ræða sína eigin heilsu á Læknadögum, sem haldnir eru árlega, því þar er heilsa annarra yfirleitt til umfjöllunar. „Læknar eru upp til hópa mjög heilsuhraust fólk,“ segir Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir. „Þeir hafa áhuga á heilsu og vita mikið um heilsuna. En þeir geta veikst eins og aðrir - og streitan var til umræðu í morgun því við erum undir mjög miklu álagi og því geta fylgt sjúkdómar.“ Vaktavinna, mikil yfirvinna, mikil ábyrgð, hraði og flókið skipulag er meðal álagsþátta í starfi lækna. „Læknar eru mjög hátt á blaði hvað varðar streitu. Eins og annað framsækið, vel gefið fólk, sem hlífir sér ekki. Þar sem er löngun til að gera vel og mikið um samskipti í starfinu.“ En eins og Jón Eyjólfur Jónsson, yfirlæknir á Landspítalanum bendir á þá skera læknar sig úr hvað varðar það að leita sér lækninga. „Við eigum ekkert erfiðara með að veikjast, við gerum það með sama hraða og aðrir og af sömu tíðni, en við eigum oft erfiðara með að fara með það til kollega og reynum því sjálfir að lækna okkur.“ En þróunin er þó í rétta átt og virðast læknar farnir að huga betur að eigin heilsu. Ólafur segir lækninn kominn af stallinum. „Læknar eru orðnir mannlegri og þjoðin upplýst. Nú gengur læknum betur að upplýsa ef álagið er of mikið og leitar sér frekar hjálpar," segir hann.
Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira