NBA: Golden State vann LeBron og félaga aftur og núna í Cleveland | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2018 07:30 Kevin Durant treður yfir LeBron James í nótt. Vísir/Getty Sigurganga NBA-meistara Golden State hélt áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Warriors liðið heimsótti erkifjendur sína í Cleveland Cavaliers í uppgjöri liðanna sem hafa mæst í lokaúrslitunum undanfarin þrjú ár. Golden State Warriors vann leikinn með tíu stigunm, 118-108, en þetta var þrettándi útisigur liðsins í röð og um leið endaði liðið þrettán leikja sigurgöngu Cleveland á heimavelli. Golden State liðið hefur nú ekki tapað útileik síðan 22. nóvember og er aðeins þriðja liðið í sögu NBA sem nær að vinna 20 af fyrstu 23 útileikjum sínum á tímabili en hin eru lið Los Angeles Lakers frá 1971-72 og lið Boston Celtics frá 1964-65. Þetta var líka annar sigur Golden State á Cleveland á stuttum tíma en Golden State vann einnig leik liðanna á Jóladag. Frá og með því tapi hefur Cavaliers liðið tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum og nokkrum þeirra stórt. Golden State var aðeins 93-91 yfir í upphafi fjórða leikhluta en þá lokaðist hreinlega karfan fyrir leikmenn Cleveland sem klikkuðu á sautján af næstu nítján skotum sem gaf gestunum tækifæri til að gera út um leikinn á sama tíma. Kevin Durant skoraði 32 stig og 8 stoðsendingar fyrir Golden State og Stephen Curry var með 23 stig og 8 stoðsendingar. Draymond Green vantaði bara eina stoðsendingu til að ná þrennunni en hann endaði með 11 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar. LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 32 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar, Isiah Thomas skoraði 19 stig úr 21 skoti og Kevin Love var með 17 stig og 7 fráköst.Lou Williams skoraði 31 stig og Blake Griffin bætti við 29 stigum áður en hann var rekinn út úr húsi í 113-102 sigri Los Angeles Clippers á Houston Rockets. Chris Paul snéri þarna aftur á heimavöll síns gamla liðs og var með 19 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Þetta var þrettándi leikurinn í röð sem Lou Williams skorar 20 stig eða meira.Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 20 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 104-95 útisigur á Washington Wizards.Russell Westbrook var með 19 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar í 95-88 sigri Oklahoma City Thunder á Sacramento Kings en Westbrook var einnig rekinn út úr húsi.Joel Embiid skoraði 34 stig og tók 11 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 117-111 sigur á Toronto Raptors. Fimmti sigur 76ers í síðustu sex leikjum.Justin Holiday skoraði 25 stig þegar Chicago Bulls endaði sjö leikja sigurgöngu Miami Heat en Zach LaVine var með 18 stig fyrir Chicago í sínum öðrum leik á leiktíðinni. LaVine sleit krossband í fyrra en er að koma sterkur til baka.Úrslit úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Los Angeles Clippers - Houston Rockets 113-102 Utah Jazz - Indiana Pacers 94-109 Cleveland Cavaliers - Golden State Warriors 108-118 Oklahoma City Thunder - Sacramento Kings 95-88 Memphis Grizzlies - Los Angeles Lakers 123-114 Chicago Bulls - Miami Heat 119-111 Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 102-99 Brooklyn Nets - New York Knicks 104-119 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 95-104 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 117-111 Detroit Pistons - Charlotte Hornets 107-118 NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Sigurganga NBA-meistara Golden State hélt áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Warriors liðið heimsótti erkifjendur sína í Cleveland Cavaliers í uppgjöri liðanna sem hafa mæst í lokaúrslitunum undanfarin þrjú ár. Golden State Warriors vann leikinn með tíu stigunm, 118-108, en þetta var þrettándi útisigur liðsins í röð og um leið endaði liðið þrettán leikja sigurgöngu Cleveland á heimavelli. Golden State liðið hefur nú ekki tapað útileik síðan 22. nóvember og er aðeins þriðja liðið í sögu NBA sem nær að vinna 20 af fyrstu 23 útileikjum sínum á tímabili en hin eru lið Los Angeles Lakers frá 1971-72 og lið Boston Celtics frá 1964-65. Þetta var líka annar sigur Golden State á Cleveland á stuttum tíma en Golden State vann einnig leik liðanna á Jóladag. Frá og með því tapi hefur Cavaliers liðið tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum og nokkrum þeirra stórt. Golden State var aðeins 93-91 yfir í upphafi fjórða leikhluta en þá lokaðist hreinlega karfan fyrir leikmenn Cleveland sem klikkuðu á sautján af næstu nítján skotum sem gaf gestunum tækifæri til að gera út um leikinn á sama tíma. Kevin Durant skoraði 32 stig og 8 stoðsendingar fyrir Golden State og Stephen Curry var með 23 stig og 8 stoðsendingar. Draymond Green vantaði bara eina stoðsendingu til að ná þrennunni en hann endaði með 11 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar. LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 32 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar, Isiah Thomas skoraði 19 stig úr 21 skoti og Kevin Love var með 17 stig og 7 fráköst.Lou Williams skoraði 31 stig og Blake Griffin bætti við 29 stigum áður en hann var rekinn út úr húsi í 113-102 sigri Los Angeles Clippers á Houston Rockets. Chris Paul snéri þarna aftur á heimavöll síns gamla liðs og var með 19 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Þetta var þrettándi leikurinn í röð sem Lou Williams skorar 20 stig eða meira.Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 20 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 104-95 útisigur á Washington Wizards.Russell Westbrook var með 19 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar í 95-88 sigri Oklahoma City Thunder á Sacramento Kings en Westbrook var einnig rekinn út úr húsi.Joel Embiid skoraði 34 stig og tók 11 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 117-111 sigur á Toronto Raptors. Fimmti sigur 76ers í síðustu sex leikjum.Justin Holiday skoraði 25 stig þegar Chicago Bulls endaði sjö leikja sigurgöngu Miami Heat en Zach LaVine var með 18 stig fyrir Chicago í sínum öðrum leik á leiktíðinni. LaVine sleit krossband í fyrra en er að koma sterkur til baka.Úrslit úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Los Angeles Clippers - Houston Rockets 113-102 Utah Jazz - Indiana Pacers 94-109 Cleveland Cavaliers - Golden State Warriors 108-118 Oklahoma City Thunder - Sacramento Kings 95-88 Memphis Grizzlies - Los Angeles Lakers 123-114 Chicago Bulls - Miami Heat 119-111 Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 102-99 Brooklyn Nets - New York Knicks 104-119 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 95-104 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 117-111 Detroit Pistons - Charlotte Hornets 107-118
NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira