Norskur sérfræðingur: Svíar leyfðu Serbum að skora því þeir vilja ekki að Ísland komist áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2018 10:30 Svíinn Philip Henningsson fagnar marki á móti Serbum. Vísir/EPA Í kvöld fer fram lokaumferðin í riðli Íslands á EM í Króatíu og eins og oft áður geta skapist skrýtnar kringumstæður í leikjunum þegar liðin keppast um sæti í millriðlinum. Ísland, Svíþjóð og Serbía geta öll endað með jafnmörg stig eftir leiki dagsins og aðeins tvö þeirra komast þá áfram í milliriðil. Þá munu úrslitin úr innbyrðisleikjum þessa þriggja liða ráða úrslitum. Íslenska liðið tryggir sér sigur með því að ná í stig í leiknum á móti Serbum og íslenska liðið má einnig tapa með þremur mörkum eða minna. Vinna Serbarnir hinsvegar stærri sigur þá sitja íslensku strákarnir eftir í riðlinum. Það besta fyrir sænska landsliðið væri að Serbarnir færu með þeim í stað Íslendinga og blaðamaður Dagbladet í Noregi vakti athygli á því í gær að svo virtist sem Svíar hafi leyft Serbum að skora síðustu mörkin sín í 30-25 sigri Svíþjóðar á Serbíu á sunnudaginn.Vísir/GettyJohan Flinck, sérfræðingur Dagbladet í Noregi, er nefnilega sannfærður um að Svíarnir hafi reynt að fá á sig mörk í lok leiks síns á móti Serbum til að auka líkurnar á því að íslenska landsliðið komist ekki upp úr riðlinum. Serbar skoruðu tvö mörk á síðustu 53 sekúndunum í leiknum þar af lokamarkið á síðustu sekúndu leiksins þar sem var eins og sænski markvörðurinn Mikael Appelgren leyfði Serbunum að skora. Ástæðan er að Svíarnir vilja taka stig með sér í milliriðilinn og þau fá þau ekki nema Serbía komist áfram á kostnað íslenska landsliðsins. Fyrir leikina í kvöld eru Svíar +3, Ísland er +2 en Serbarnir -5. Hefði Svíarnir haldið sjö marka forystu sinni á lokamínútum þá hefði markatalan verið: Svíar +5, Ísland er +2 en Serbarnir -7. Þá hefðu Serbar þurft að vinna íslenska liðið með fimm mörkum. Hvað svo sem satt reynist þá er það í höndum íslensku strákanna að klára dæmið í kvöld. Vinni íslenska liðið leikinn á móti Serbíu þá er öruggt að liðið fer áfram með tvö stig inn í milliriðilinn. EM 2018 í handbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira
Í kvöld fer fram lokaumferðin í riðli Íslands á EM í Króatíu og eins og oft áður geta skapist skrýtnar kringumstæður í leikjunum þegar liðin keppast um sæti í millriðlinum. Ísland, Svíþjóð og Serbía geta öll endað með jafnmörg stig eftir leiki dagsins og aðeins tvö þeirra komast þá áfram í milliriðil. Þá munu úrslitin úr innbyrðisleikjum þessa þriggja liða ráða úrslitum. Íslenska liðið tryggir sér sigur með því að ná í stig í leiknum á móti Serbum og íslenska liðið má einnig tapa með þremur mörkum eða minna. Vinna Serbarnir hinsvegar stærri sigur þá sitja íslensku strákarnir eftir í riðlinum. Það besta fyrir sænska landsliðið væri að Serbarnir færu með þeim í stað Íslendinga og blaðamaður Dagbladet í Noregi vakti athygli á því í gær að svo virtist sem Svíar hafi leyft Serbum að skora síðustu mörkin sín í 30-25 sigri Svíþjóðar á Serbíu á sunnudaginn.Vísir/GettyJohan Flinck, sérfræðingur Dagbladet í Noregi, er nefnilega sannfærður um að Svíarnir hafi reynt að fá á sig mörk í lok leiks síns á móti Serbum til að auka líkurnar á því að íslenska landsliðið komist ekki upp úr riðlinum. Serbar skoruðu tvö mörk á síðustu 53 sekúndunum í leiknum þar af lokamarkið á síðustu sekúndu leiksins þar sem var eins og sænski markvörðurinn Mikael Appelgren leyfði Serbunum að skora. Ástæðan er að Svíarnir vilja taka stig með sér í milliriðilinn og þau fá þau ekki nema Serbía komist áfram á kostnað íslenska landsliðsins. Fyrir leikina í kvöld eru Svíar +3, Ísland er +2 en Serbarnir -5. Hefði Svíarnir haldið sjö marka forystu sinni á lokamínútum þá hefði markatalan verið: Svíar +5, Ísland er +2 en Serbarnir -7. Þá hefðu Serbar þurft að vinna íslenska liðið með fimm mörkum. Hvað svo sem satt reynist þá er það í höndum íslensku strákanna að klára dæmið í kvöld. Vinni íslenska liðið leikinn á móti Serbíu þá er öruggt að liðið fer áfram með tvö stig inn í milliriðilinn.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira