Óli Guðmunds: Draumur að spila svona leik Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 16. janúar 2018 14:30 Óli klínir vonandi nokkrum í vinkilinn á eftir. vísir/ernir Ólafur Andrés Guðmundsson er spenntur fyrir Serbaleiknum og segir gott að íslenska liðið sé með örlög sín í eigin höndum. „Serbaleikurinn er nýr leikur og verður ekki síður erfiður eins og Króataleikurinn. Úrslitaleikur um að komast í milliriðilinn. Þetta verður drulluerfitt,“ segir Ólafur Andrés en hann veit manna best hversu mikið er undir í þessum leik. „Það er mikið í boði. Að komast í milliriðil með tvö stig væri nokkuð fínn árangur úr riðlinum. Það er erfitt að mæta Króötum á heimavelli og kannski enginn að ætlast til þess að við myndum vinna þann leik.“ Íslenska liðið hefur leikið vel lengstum á mótinu en slæmu kaflarnir eru ansi langir hjá liðinu. „Handboltinn er kaflaskiptur. Þetta snýst um að stjórna slæmu köflunum og reyna að minnka þá. Reyna að stoppa þegar það kemur flæði á hitt liðið. Það var synd að kasta þessum Króataleik frá okkur,“ segir Ólafur en hann hefur leikið vel á mótinu á báðum endum vallarins. „Ég er nokkuð sáttur en maður vill alltaf meira og sér að maður getur betur. Heilt yfir nokkuð sáttur. Það hefur verið róterað mikið og ég finn að ég er léttari á mér er ég spila ekki allan leikinn. Þetta er langt mót og við þurfum að nota alla leikmenn. Það mun skila okkur síðar á mótinu ef við förum í milliriðla. Það er draumur að spila svona leik eins og gegn Serbíu þar sem við erum með þetta í okkar höndum. Þannig viljum við hafa þetta.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Ólafur Andrés Guðmundsson er spenntur fyrir Serbaleiknum og segir gott að íslenska liðið sé með örlög sín í eigin höndum. „Serbaleikurinn er nýr leikur og verður ekki síður erfiður eins og Króataleikurinn. Úrslitaleikur um að komast í milliriðilinn. Þetta verður drulluerfitt,“ segir Ólafur Andrés en hann veit manna best hversu mikið er undir í þessum leik. „Það er mikið í boði. Að komast í milliriðil með tvö stig væri nokkuð fínn árangur úr riðlinum. Það er erfitt að mæta Króötum á heimavelli og kannski enginn að ætlast til þess að við myndum vinna þann leik.“ Íslenska liðið hefur leikið vel lengstum á mótinu en slæmu kaflarnir eru ansi langir hjá liðinu. „Handboltinn er kaflaskiptur. Þetta snýst um að stjórna slæmu köflunum og reyna að minnka þá. Reyna að stoppa þegar það kemur flæði á hitt liðið. Það var synd að kasta þessum Króataleik frá okkur,“ segir Ólafur en hann hefur leikið vel á mótinu á báðum endum vallarins. „Ég er nokkuð sáttur en maður vill alltaf meira og sér að maður getur betur. Heilt yfir nokkuð sáttur. Það hefur verið róterað mikið og ég finn að ég er léttari á mér er ég spila ekki allan leikinn. Þetta er langt mót og við þurfum að nota alla leikmenn. Það mun skila okkur síðar á mótinu ef við förum í milliriðla. Það er draumur að spila svona leik eins og gegn Serbíu þar sem við erum með þetta í okkar höndum. Þannig viljum við hafa þetta.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni