Heimför eftir hræðilegan lokakafla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2018 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson skorar hér eitt átta marka sinna gegn Serbum. vísir/ernir Annað Evrópumótið í röð komst íslenska karlalandsliðið í handbolta ekki upp úr sínum riðli á mótinu. Að þessu sinni voru Íslendingar í dauðafæri til að fara áfram með tvö stig í milliriðil. Eina sem þurfti var að ná í stig gegn Serbum. Og þegar 12 mínútur voru eftir benti fátt til annars enda staðan 23-20, Íslandi í vil. Þá tók við einn lélegasti kafli sem sést hefur hjá íslenska liðinu á síðustu árum. Reyndustu leikmenn þess gerðu hverja skyssuna á fætur annarri í sókninni á meðan Serbar skoruðu að vild. Þeir skoruðu níu mörk gegn þremur á síðustu 12 mínútunum og fengu tækifæri í lokasókninni til að vinna fjögurra marka sigur sem hefði fellt Íslendinga úr leik. Björgvin Páll Gústavsson hélt hins vegar lífi í vonum Íslands með því að verja skot Petars Nenadic. Íslendingar þurftu að treysta á að Króatar ynnu Svía til að komast í milliriðil. Það gerðist ekki. Sænska liðið vann öruggan sigur á heimamönnum og fór með fjögur stig inn í milliriðil. Og sendi það íslenska heim í leiðinni. Vonbrigðin eru mikil, sérstaklega eftir sigurinn góða á Svíum í fyrsta leik. Það var enginn heimsendir að tapa fyrir heimamönnum, Króötum, og þrátt fyrir það tap voru Íslendingar í góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Hann var jafn í fyrri hálfleik þar sem Guðjón Valur Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson fóru mikinn. Fyrirliðinn skoraði sex mörk og herbergisfélagi hans varði 10 skot í markinu. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði góðum tökum á leiknum, komst mest fjórum mörkum yfir og fékk tækifæri til að ná enn meiri forystu. Þrátt fyrir of marga tapaða bolta og dauðafæri sem fóru forgörðum voru Íslendingar í góðri stöðu, þremur mörkum yfir, þegar 12 mínútur voru eftir. En þessu íslenska liði virðist ekki líða vel þegar það er með forystu. Það sást á HM í fyrra og aftur núna á EM. Það er mikið áhyggjuefni. Lokakafli leiksins var átakanlega lélegur af Íslands hálfu. Vörnin var eins og vængjahurð, galopin og gisin, og ótrúlegt agaleysi einkenndi sóknarleikinn. Tapaðir boltar voru alltof margir í gær (10) eins og í hinum tveimur leikjunum á EM. Það var vandamál á HM í fyrra og er enn vandamál. Íslenska liðið klúðraði fimm af síðustu sex skotum sínum og það serbneska tryggði sér sigurinn með því að skora síðustu þrjú mörk leiksins. Lokatölur 26-29, Serbíu í vil, og þátttöku Íslands á EM er því lokið. EM 2018 í handbolta Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Sjá meira
Annað Evrópumótið í röð komst íslenska karlalandsliðið í handbolta ekki upp úr sínum riðli á mótinu. Að þessu sinni voru Íslendingar í dauðafæri til að fara áfram með tvö stig í milliriðil. Eina sem þurfti var að ná í stig gegn Serbum. Og þegar 12 mínútur voru eftir benti fátt til annars enda staðan 23-20, Íslandi í vil. Þá tók við einn lélegasti kafli sem sést hefur hjá íslenska liðinu á síðustu árum. Reyndustu leikmenn þess gerðu hverja skyssuna á fætur annarri í sókninni á meðan Serbar skoruðu að vild. Þeir skoruðu níu mörk gegn þremur á síðustu 12 mínútunum og fengu tækifæri í lokasókninni til að vinna fjögurra marka sigur sem hefði fellt Íslendinga úr leik. Björgvin Páll Gústavsson hélt hins vegar lífi í vonum Íslands með því að verja skot Petars Nenadic. Íslendingar þurftu að treysta á að Króatar ynnu Svía til að komast í milliriðil. Það gerðist ekki. Sænska liðið vann öruggan sigur á heimamönnum og fór með fjögur stig inn í milliriðil. Og sendi það íslenska heim í leiðinni. Vonbrigðin eru mikil, sérstaklega eftir sigurinn góða á Svíum í fyrsta leik. Það var enginn heimsendir að tapa fyrir heimamönnum, Króötum, og þrátt fyrir það tap voru Íslendingar í góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Hann var jafn í fyrri hálfleik þar sem Guðjón Valur Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson fóru mikinn. Fyrirliðinn skoraði sex mörk og herbergisfélagi hans varði 10 skot í markinu. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði góðum tökum á leiknum, komst mest fjórum mörkum yfir og fékk tækifæri til að ná enn meiri forystu. Þrátt fyrir of marga tapaða bolta og dauðafæri sem fóru forgörðum voru Íslendingar í góðri stöðu, þremur mörkum yfir, þegar 12 mínútur voru eftir. En þessu íslenska liði virðist ekki líða vel þegar það er með forystu. Það sást á HM í fyrra og aftur núna á EM. Það er mikið áhyggjuefni. Lokakafli leiksins var átakanlega lélegur af Íslands hálfu. Vörnin var eins og vængjahurð, galopin og gisin, og ótrúlegt agaleysi einkenndi sóknarleikinn. Tapaðir boltar voru alltof margir í gær (10) eins og í hinum tveimur leikjunum á EM. Það var vandamál á HM í fyrra og er enn vandamál. Íslenska liðið klúðraði fimm af síðustu sex skotum sínum og það serbneska tryggði sér sigurinn með því að skora síðustu þrjú mörk leiksins. Lokatölur 26-29, Serbíu í vil, og þátttöku Íslands á EM er því lokið.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn