NBA: Pelíkanarnir enduðu sjö leikja sigurgöngu Boston | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2018 07:30 Anthony Davis var frábær í sigrinum á Boston. Vísir/Getty Sjö leikja sigurganga Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta endaði í nótt eftir framlengdan leik. Orlando Magic tókst hinsvegar að enda sjö leikja taphrinu sína og Portland Trail Blazers vann eftir þrjá tapleiki í röð.Anthony Davis var með 45 stig og 16 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 116-113 útisigur á Boston Celtics í framlengdum leik. Pelíkanarnir unnu upp fimm stiga forystu á lokamínútum venjulegs leiktíma og tryggðu sér síðan sigur í framlengingu í annað skiptið á þremur dögum. Á sunnudaginn var skoraði Davis 48 stig í útisigri á New York Knicks en sá leikur var líka framlengdur. DeMarcus Cousins skoraði 19 stig og tók 15 fráköst en Jrue Holiday var með 23 stig og 7 stoðsendingar. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Boston liðinu með 27 stig en bætti við 14 stigum og 9 fráköstum. Marcus Smart og Jaylen Brown skoruðu báðir sextán stig en það vakti athygli að Boston liðið reyndi alls 50 þriggja stiga skot í leiknum.Evan Fournier skoraði 32 stig fyrir Orlando Magic í 108-102 sigri á Minnesota Timberwolves en Magic liðið endaði með því sjö leikja taphrinu. Orlando liðið skoraði 35 stig í lokaleikhlutanum eftir að hafa verið tveimur stigum undir eftir þrjá fyrstu leikhlutana. Jimmy Butler var stigahæstur hjá Timberwolves með 28 stig en liðið var búið að vinna fimm leiki í röð fyrir þennan leik.Nikola Jokic var með 29 stig og 18 fráköst þegar Denver Nuggets vann 105-102 sigur á Dallas Mavericks. Gary Harris bætti við 25 stigum og Will Barton var með 22 stig. Dennis Smith Jr. var stigahæstur hjá Dallas með 25 stig en Harrison Barnes skoraði 17 stig. Damian Lillard skoraði 31 stig fyrir Portland Trail Blazers í 118-111 heimasigri á Phoenix Suns en Portland-liðið var búið að tapa þremur leikjum í röð. CJ McCollum bætti við sex þristum og 27 stigum. Devin Booker var með 43 stig fyrir Phoenix liðið en það dugði ekki til og liðið tapaði sínum þriðja leik í röð. Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Phoenix Suns 118-111 Denver Nuggets - Dallas Mavericks 105-102 Boston Celtics - New Orleans Pelicans 113-116 (104-104) Orlando Magic - Minnesota Timberwolves 108-102 NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira
Sjö leikja sigurganga Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta endaði í nótt eftir framlengdan leik. Orlando Magic tókst hinsvegar að enda sjö leikja taphrinu sína og Portland Trail Blazers vann eftir þrjá tapleiki í röð.Anthony Davis var með 45 stig og 16 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 116-113 útisigur á Boston Celtics í framlengdum leik. Pelíkanarnir unnu upp fimm stiga forystu á lokamínútum venjulegs leiktíma og tryggðu sér síðan sigur í framlengingu í annað skiptið á þremur dögum. Á sunnudaginn var skoraði Davis 48 stig í útisigri á New York Knicks en sá leikur var líka framlengdur. DeMarcus Cousins skoraði 19 stig og tók 15 fráköst en Jrue Holiday var með 23 stig og 7 stoðsendingar. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Boston liðinu með 27 stig en bætti við 14 stigum og 9 fráköstum. Marcus Smart og Jaylen Brown skoruðu báðir sextán stig en það vakti athygli að Boston liðið reyndi alls 50 þriggja stiga skot í leiknum.Evan Fournier skoraði 32 stig fyrir Orlando Magic í 108-102 sigri á Minnesota Timberwolves en Magic liðið endaði með því sjö leikja taphrinu. Orlando liðið skoraði 35 stig í lokaleikhlutanum eftir að hafa verið tveimur stigum undir eftir þrjá fyrstu leikhlutana. Jimmy Butler var stigahæstur hjá Timberwolves með 28 stig en liðið var búið að vinna fimm leiki í röð fyrir þennan leik.Nikola Jokic var með 29 stig og 18 fráköst þegar Denver Nuggets vann 105-102 sigur á Dallas Mavericks. Gary Harris bætti við 25 stigum og Will Barton var með 22 stig. Dennis Smith Jr. var stigahæstur hjá Dallas með 25 stig en Harrison Barnes skoraði 17 stig. Damian Lillard skoraði 31 stig fyrir Portland Trail Blazers í 118-111 heimasigri á Phoenix Suns en Portland-liðið var búið að tapa þremur leikjum í röð. CJ McCollum bætti við sex þristum og 27 stigum. Devin Booker var með 43 stig fyrir Phoenix liðið en það dugði ekki til og liðið tapaði sínum þriðja leik í röð. Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Phoenix Suns 118-111 Denver Nuggets - Dallas Mavericks 105-102 Boston Celtics - New Orleans Pelicans 113-116 (104-104) Orlando Magic - Minnesota Timberwolves 108-102
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira