Þetta sagði Guðjón Valur í viðtalinu sem stuðaði svo marga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2018 08:00 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/EPA Guðjón Valur Sigurðsson var besti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Serbíu í gær en úrslitin þýða að íslenska liðið er á leiðinni heim. Viðtalið við landsliðsfyrirliðann á RÚV eftir leik vakti mikla athygli enda virtist Guðjón Valur vera kátur og glaður þrátt fyrir skelfilegan lokakafla og tap. Hann vissi það ekki þá en seinna um kvöldið kom í ljós að tapið kostaði íslenska landsliðið sæti í milliriðlinum. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttamaður hjá RÚV, tók viðtalið við Guðjón Val og spurði hann fyrst um fyrstu hugsanir hans eftir þennan leik. „Alltaf skal þetta enda svona maður. Ha. Þegar þú mátt tapa með þremur þá tapar þú með þremur. Þetta er eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell talaði þá um að strákarnir ætluðu að bjóða þjóðinni upp á spennu fram á kvöld. „Já, okkur sjálfum og áhorfendum og öllum. Við vonum það besta, að Króatarnir vinni og þá erum við áfram með tvö stig. Þá er eins og þetta hafi aldrei gerst,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell spurði Guðjón þá út í leikinn og hvernig landsliðsfyrirliðinn upplifði hann. „Ofboðslega skemmtilegur. Fullt af fjöri og fullt af færum. Við að spila ágætlega en vorum kannski aðeins á handbremsunni. Mér fannst eins og við værum að verja sætið í milliriðli í staðinn fyrir að ná í það og taka það með okkur heim. Við áttum að vera búnir að klára þennan leik ef ég skora úr mínu hraðaupphlaupi og Malli (Arnór) úr sínu. Þá hefðum við verið komnir fimm mörkum yfir og værum að sigla lygnan sjó,“ sagði Guðjón Valur en skipti þá aftur í furðulega tóninn sem einkenndi þetta sérstaka viðtal. „Þetta skal alltaf að vera svona. Þetta er sportið maður. Ótrúlega gaman,“ sagði Guðjón Valur en Þorkell spurði hann síðan út í lokaskotið sem Björgvin Páll varði og hélt lífi í vonum íslenska liðsins. „Hann á skilið eitt gott nudd í kvöld. Herbergisfélaginn. Það verður eitthvað gott sem ég plana fyrir hann og geri fyrir hann,“ sagði Guðjón Valur. Logi Geirsson, handboltasérfræðingur RÚV talað um viðtalið þegar var skipt aftur á þá í myndverinu eftir viðtalið við Guðjón Val. „Þetta var mjög einkennilegt viðtal, verða ég að segja,“ sagði Logi og Snorri Steinn Guðjónsson hló við hlið hans. „Þetta var dass af geðshræringu og þetta er eitthvað tilfinningaviðtal,“ sagði Logi en það má sjá viðtalið við Guðjón Val Sigurðsson hér fyrir neðan.Alltaf skal þetta enda svona - Viðtal við Guðjón Val eftir leik Íslands og Serbíu fyrr í dag.https://t.co/0X8ghpLDBq — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 16, 2018 EM 2018 í handbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson var besti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Serbíu í gær en úrslitin þýða að íslenska liðið er á leiðinni heim. Viðtalið við landsliðsfyrirliðann á RÚV eftir leik vakti mikla athygli enda virtist Guðjón Valur vera kátur og glaður þrátt fyrir skelfilegan lokakafla og tap. Hann vissi það ekki þá en seinna um kvöldið kom í ljós að tapið kostaði íslenska landsliðið sæti í milliriðlinum. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttamaður hjá RÚV, tók viðtalið við Guðjón Val og spurði hann fyrst um fyrstu hugsanir hans eftir þennan leik. „Alltaf skal þetta enda svona maður. Ha. Þegar þú mátt tapa með þremur þá tapar þú með þremur. Þetta er eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell talaði þá um að strákarnir ætluðu að bjóða þjóðinni upp á spennu fram á kvöld. „Já, okkur sjálfum og áhorfendum og öllum. Við vonum það besta, að Króatarnir vinni og þá erum við áfram með tvö stig. Þá er eins og þetta hafi aldrei gerst,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell spurði Guðjón þá út í leikinn og hvernig landsliðsfyrirliðinn upplifði hann. „Ofboðslega skemmtilegur. Fullt af fjöri og fullt af færum. Við að spila ágætlega en vorum kannski aðeins á handbremsunni. Mér fannst eins og við værum að verja sætið í milliriðli í staðinn fyrir að ná í það og taka það með okkur heim. Við áttum að vera búnir að klára þennan leik ef ég skora úr mínu hraðaupphlaupi og Malli (Arnór) úr sínu. Þá hefðum við verið komnir fimm mörkum yfir og værum að sigla lygnan sjó,“ sagði Guðjón Valur en skipti þá aftur í furðulega tóninn sem einkenndi þetta sérstaka viðtal. „Þetta skal alltaf að vera svona. Þetta er sportið maður. Ótrúlega gaman,“ sagði Guðjón Valur en Þorkell spurði hann síðan út í lokaskotið sem Björgvin Páll varði og hélt lífi í vonum íslenska liðsins. „Hann á skilið eitt gott nudd í kvöld. Herbergisfélaginn. Það verður eitthvað gott sem ég plana fyrir hann og geri fyrir hann,“ sagði Guðjón Valur. Logi Geirsson, handboltasérfræðingur RÚV talað um viðtalið þegar var skipt aftur á þá í myndverinu eftir viðtalið við Guðjón Val. „Þetta var mjög einkennilegt viðtal, verða ég að segja,“ sagði Logi og Snorri Steinn Guðjónsson hló við hlið hans. „Þetta var dass af geðshræringu og þetta er eitthvað tilfinningaviðtal,“ sagði Logi en það má sjá viðtalið við Guðjón Val Sigurðsson hér fyrir neðan.Alltaf skal þetta enda svona - Viðtal við Guðjón Val eftir leik Íslands og Serbíu fyrr í dag.https://t.co/0X8ghpLDBq — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 16, 2018
EM 2018 í handbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Sjá meira