Betri þjónusta við ungbarnafjölskyldur Skúli Helgason skrifar 18. janúar 2018 07:00 Í leikskólum Reykjavíkur er unnið afburðastarf við að mennta og stuðla að alhliða þroska yngstu kynslóðarinnar. Á þessu kjörtímabili hefur verið unnið að því að koma meirihluta barna inn á leikskóla um 18 mánaða aldur. Það hefur þó hægt á þróuninni að erfiðar hefur gengið að manna allar stöður á leikskólunum undanfarið, eins og í fleiri sveitarfélögum, enda atvinnuleysi í sögulegu lágmarki og skortur á fagmenntuðu fólki.Vanþekking frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins Eyþór Arnalds, sem nú sækist eftir að verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, birti grein í vikunni þar sem hann leggur til að mannekla verði leyst með því að skera niður stjórnunarkostnað sem hafi vaxið til muna að undanförnu. Þetta lýsir yfirgripsmikilli vanþekkingu, því „yfirbyggingin“ á skóla- og frístundasviði hefur minnkað verulega á kjörtímabilinu, stöðugildum miðlægrar skrifstofu hefur fækkað og laun til yfirstjórnar dregist saman um nærri 12% sem hlutfall af heildarlaunum á vettvangi, eða niður í 2,4%.Betur gengur í ráðningarmálum Í ágúst sl. vantaði 132 starfsmenn til starfa á leikskóla borgarinnar. Í dag vantar 46 eða 0,7 stöðugildi að meðaltali á hvern leikskóla. Fullmannað er í meirihluta leikskóla og í 8 af hverjum 10 leikskólum vantar frá 0-2 stöðugildi. Þetta er betri staða en á sama tíma í fyrra en vissulega þarf að gera enn betur. Aðgerðir í leikskólamálum sem samþykktar voru í haust eru farnar að skila árangri, samhliða almennri kynningarherferð, markvissri notkun samfélagsmiðla, samstarfi við ráðningarstofur, frjáls félagasamstök o.s.frv.Nýjar ungbarnadeildir Leikskólagjöld eru þau lægstu á landinu í Reykjavík, fyrstu ungbarnadeildirnar tóku til starfa í haust og nú er unnið að því að fjölga þeim, með fleiri ungbarnadeildum í þeim hverfum sem eftir standa og þar sem aðstæður eru sérstaklega heppilegar fyrir slíka starfsemi. Við viljum að ungbarnadeildir verði valkostur í öllum hverfum borgarinnar og þar verði hægt að bjóða börnum yngri en 18 mánaða leikskólaþjónustu við hæfi.Öflugra dagforeldrakerfi Þjónusta dagforeldra er mikilvægur hlekkur í þjónustukeðjunni við ungbarnafjölskyldur og vilji okkar er til þess að efla það kerfi og styrkja bæði út frá faglegum þáttum, öryggi og áreiðanleika. Sérstakur starfshópur mun leggja fram tillögur um úrbætur á því kerfi fljótlega og vilji okkar stendur til þess að hvetja dagforeldra í auknum mæli til að starfa saman í pörum, til að mæta enn betur óskum foreldra um öruggari og áreiðanlegri þjónustu. Stefnan er sú að hækka endurgreiðslur til foreldra til að draga úr aðstöðumun.Brúum bilið Til framtíðar er stefnan að bjóða yngri börnum en 18 mánaða leikskólaþjónustu í áföngum. Það mun kalla á byggingu nýrra leikskóla í öllum borgarhlutum, endurbætur á núverandi húsnæði og átak í að bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Við munum vinna með nýjar tillögur starfshóps um betri aðbúnað, meira rými fyrir leik og starf og aukinn stuðning við fagstarfið. Aukin þjónusta við ungbarnafjölskyldur og bætt vinnuumhverfi starfsfólks verða forgangsverkefni í málaflokknum á þessu ári og þeim næstu. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í leikskólum Reykjavíkur er unnið afburðastarf við að mennta og stuðla að alhliða þroska yngstu kynslóðarinnar. Á þessu kjörtímabili hefur verið unnið að því að koma meirihluta barna inn á leikskóla um 18 mánaða aldur. Það hefur þó hægt á þróuninni að erfiðar hefur gengið að manna allar stöður á leikskólunum undanfarið, eins og í fleiri sveitarfélögum, enda atvinnuleysi í sögulegu lágmarki og skortur á fagmenntuðu fólki.Vanþekking frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins Eyþór Arnalds, sem nú sækist eftir að verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, birti grein í vikunni þar sem hann leggur til að mannekla verði leyst með því að skera niður stjórnunarkostnað sem hafi vaxið til muna að undanförnu. Þetta lýsir yfirgripsmikilli vanþekkingu, því „yfirbyggingin“ á skóla- og frístundasviði hefur minnkað verulega á kjörtímabilinu, stöðugildum miðlægrar skrifstofu hefur fækkað og laun til yfirstjórnar dregist saman um nærri 12% sem hlutfall af heildarlaunum á vettvangi, eða niður í 2,4%.Betur gengur í ráðningarmálum Í ágúst sl. vantaði 132 starfsmenn til starfa á leikskóla borgarinnar. Í dag vantar 46 eða 0,7 stöðugildi að meðaltali á hvern leikskóla. Fullmannað er í meirihluta leikskóla og í 8 af hverjum 10 leikskólum vantar frá 0-2 stöðugildi. Þetta er betri staða en á sama tíma í fyrra en vissulega þarf að gera enn betur. Aðgerðir í leikskólamálum sem samþykktar voru í haust eru farnar að skila árangri, samhliða almennri kynningarherferð, markvissri notkun samfélagsmiðla, samstarfi við ráðningarstofur, frjáls félagasamstök o.s.frv.Nýjar ungbarnadeildir Leikskólagjöld eru þau lægstu á landinu í Reykjavík, fyrstu ungbarnadeildirnar tóku til starfa í haust og nú er unnið að því að fjölga þeim, með fleiri ungbarnadeildum í þeim hverfum sem eftir standa og þar sem aðstæður eru sérstaklega heppilegar fyrir slíka starfsemi. Við viljum að ungbarnadeildir verði valkostur í öllum hverfum borgarinnar og þar verði hægt að bjóða börnum yngri en 18 mánaða leikskólaþjónustu við hæfi.Öflugra dagforeldrakerfi Þjónusta dagforeldra er mikilvægur hlekkur í þjónustukeðjunni við ungbarnafjölskyldur og vilji okkar er til þess að efla það kerfi og styrkja bæði út frá faglegum þáttum, öryggi og áreiðanleika. Sérstakur starfshópur mun leggja fram tillögur um úrbætur á því kerfi fljótlega og vilji okkar stendur til þess að hvetja dagforeldra í auknum mæli til að starfa saman í pörum, til að mæta enn betur óskum foreldra um öruggari og áreiðanlegri þjónustu. Stefnan er sú að hækka endurgreiðslur til foreldra til að draga úr aðstöðumun.Brúum bilið Til framtíðar er stefnan að bjóða yngri börnum en 18 mánaða leikskólaþjónustu í áföngum. Það mun kalla á byggingu nýrra leikskóla í öllum borgarhlutum, endurbætur á núverandi húsnæði og átak í að bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Við munum vinna með nýjar tillögur starfshóps um betri aðbúnað, meira rými fyrir leik og starf og aukinn stuðning við fagstarfið. Aukin þjónusta við ungbarnafjölskyldur og bætt vinnuumhverfi starfsfólks verða forgangsverkefni í málaflokknum á þessu ári og þeim næstu. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar