Betri þjónusta við ungbarnafjölskyldur Skúli Helgason skrifar 18. janúar 2018 07:00 Í leikskólum Reykjavíkur er unnið afburðastarf við að mennta og stuðla að alhliða þroska yngstu kynslóðarinnar. Á þessu kjörtímabili hefur verið unnið að því að koma meirihluta barna inn á leikskóla um 18 mánaða aldur. Það hefur þó hægt á þróuninni að erfiðar hefur gengið að manna allar stöður á leikskólunum undanfarið, eins og í fleiri sveitarfélögum, enda atvinnuleysi í sögulegu lágmarki og skortur á fagmenntuðu fólki.Vanþekking frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins Eyþór Arnalds, sem nú sækist eftir að verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, birti grein í vikunni þar sem hann leggur til að mannekla verði leyst með því að skera niður stjórnunarkostnað sem hafi vaxið til muna að undanförnu. Þetta lýsir yfirgripsmikilli vanþekkingu, því „yfirbyggingin“ á skóla- og frístundasviði hefur minnkað verulega á kjörtímabilinu, stöðugildum miðlægrar skrifstofu hefur fækkað og laun til yfirstjórnar dregist saman um nærri 12% sem hlutfall af heildarlaunum á vettvangi, eða niður í 2,4%.Betur gengur í ráðningarmálum Í ágúst sl. vantaði 132 starfsmenn til starfa á leikskóla borgarinnar. Í dag vantar 46 eða 0,7 stöðugildi að meðaltali á hvern leikskóla. Fullmannað er í meirihluta leikskóla og í 8 af hverjum 10 leikskólum vantar frá 0-2 stöðugildi. Þetta er betri staða en á sama tíma í fyrra en vissulega þarf að gera enn betur. Aðgerðir í leikskólamálum sem samþykktar voru í haust eru farnar að skila árangri, samhliða almennri kynningarherferð, markvissri notkun samfélagsmiðla, samstarfi við ráðningarstofur, frjáls félagasamstök o.s.frv.Nýjar ungbarnadeildir Leikskólagjöld eru þau lægstu á landinu í Reykjavík, fyrstu ungbarnadeildirnar tóku til starfa í haust og nú er unnið að því að fjölga þeim, með fleiri ungbarnadeildum í þeim hverfum sem eftir standa og þar sem aðstæður eru sérstaklega heppilegar fyrir slíka starfsemi. Við viljum að ungbarnadeildir verði valkostur í öllum hverfum borgarinnar og þar verði hægt að bjóða börnum yngri en 18 mánaða leikskólaþjónustu við hæfi.Öflugra dagforeldrakerfi Þjónusta dagforeldra er mikilvægur hlekkur í þjónustukeðjunni við ungbarnafjölskyldur og vilji okkar er til þess að efla það kerfi og styrkja bæði út frá faglegum þáttum, öryggi og áreiðanleika. Sérstakur starfshópur mun leggja fram tillögur um úrbætur á því kerfi fljótlega og vilji okkar stendur til þess að hvetja dagforeldra í auknum mæli til að starfa saman í pörum, til að mæta enn betur óskum foreldra um öruggari og áreiðanlegri þjónustu. Stefnan er sú að hækka endurgreiðslur til foreldra til að draga úr aðstöðumun.Brúum bilið Til framtíðar er stefnan að bjóða yngri börnum en 18 mánaða leikskólaþjónustu í áföngum. Það mun kalla á byggingu nýrra leikskóla í öllum borgarhlutum, endurbætur á núverandi húsnæði og átak í að bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Við munum vinna með nýjar tillögur starfshóps um betri aðbúnað, meira rými fyrir leik og starf og aukinn stuðning við fagstarfið. Aukin þjónusta við ungbarnafjölskyldur og bætt vinnuumhverfi starfsfólks verða forgangsverkefni í málaflokknum á þessu ári og þeim næstu. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Í leikskólum Reykjavíkur er unnið afburðastarf við að mennta og stuðla að alhliða þroska yngstu kynslóðarinnar. Á þessu kjörtímabili hefur verið unnið að því að koma meirihluta barna inn á leikskóla um 18 mánaða aldur. Það hefur þó hægt á þróuninni að erfiðar hefur gengið að manna allar stöður á leikskólunum undanfarið, eins og í fleiri sveitarfélögum, enda atvinnuleysi í sögulegu lágmarki og skortur á fagmenntuðu fólki.Vanþekking frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins Eyþór Arnalds, sem nú sækist eftir að verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, birti grein í vikunni þar sem hann leggur til að mannekla verði leyst með því að skera niður stjórnunarkostnað sem hafi vaxið til muna að undanförnu. Þetta lýsir yfirgripsmikilli vanþekkingu, því „yfirbyggingin“ á skóla- og frístundasviði hefur minnkað verulega á kjörtímabilinu, stöðugildum miðlægrar skrifstofu hefur fækkað og laun til yfirstjórnar dregist saman um nærri 12% sem hlutfall af heildarlaunum á vettvangi, eða niður í 2,4%.Betur gengur í ráðningarmálum Í ágúst sl. vantaði 132 starfsmenn til starfa á leikskóla borgarinnar. Í dag vantar 46 eða 0,7 stöðugildi að meðaltali á hvern leikskóla. Fullmannað er í meirihluta leikskóla og í 8 af hverjum 10 leikskólum vantar frá 0-2 stöðugildi. Þetta er betri staða en á sama tíma í fyrra en vissulega þarf að gera enn betur. Aðgerðir í leikskólamálum sem samþykktar voru í haust eru farnar að skila árangri, samhliða almennri kynningarherferð, markvissri notkun samfélagsmiðla, samstarfi við ráðningarstofur, frjáls félagasamstök o.s.frv.Nýjar ungbarnadeildir Leikskólagjöld eru þau lægstu á landinu í Reykjavík, fyrstu ungbarnadeildirnar tóku til starfa í haust og nú er unnið að því að fjölga þeim, með fleiri ungbarnadeildum í þeim hverfum sem eftir standa og þar sem aðstæður eru sérstaklega heppilegar fyrir slíka starfsemi. Við viljum að ungbarnadeildir verði valkostur í öllum hverfum borgarinnar og þar verði hægt að bjóða börnum yngri en 18 mánaða leikskólaþjónustu við hæfi.Öflugra dagforeldrakerfi Þjónusta dagforeldra er mikilvægur hlekkur í þjónustukeðjunni við ungbarnafjölskyldur og vilji okkar er til þess að efla það kerfi og styrkja bæði út frá faglegum þáttum, öryggi og áreiðanleika. Sérstakur starfshópur mun leggja fram tillögur um úrbætur á því kerfi fljótlega og vilji okkar stendur til þess að hvetja dagforeldra í auknum mæli til að starfa saman í pörum, til að mæta enn betur óskum foreldra um öruggari og áreiðanlegri þjónustu. Stefnan er sú að hækka endurgreiðslur til foreldra til að draga úr aðstöðumun.Brúum bilið Til framtíðar er stefnan að bjóða yngri börnum en 18 mánaða leikskólaþjónustu í áföngum. Það mun kalla á byggingu nýrra leikskóla í öllum borgarhlutum, endurbætur á núverandi húsnæði og átak í að bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Við munum vinna með nýjar tillögur starfshóps um betri aðbúnað, meira rými fyrir leik og starf og aukinn stuðning við fagstarfið. Aukin þjónusta við ungbarnafjölskyldur og bætt vinnuumhverfi starfsfólks verða forgangsverkefni í málaflokknum á þessu ári og þeim næstu. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun