Dauðans alvara Jón Páll Hreinsson og Pétur G. Markan skrifar 18. janúar 2018 13:25 Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og Kirkjubólshlíð, hættulegasti vegur landsins, sem liggur á milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Þetta eru tvær af helstu ógnum íbúa við Ísafjarðardjúp. Þessi staða er blákaldur veruleiki íbúanna við Djúpið, ógnar mannslífum og hindrar alla framþróun, hvort sem litið er til lýðfræðilegrar þróunar eða atvinnuþróunar. Þetta lífshættulega ástand ætti aldrei að ræða af sveimhug, kraftleysi eða hálfkæringi. Þetta er dauðans alvara. Það er skýlaus krafa okkar að lausn verði fundin á ótryggum flugsamgöngum. Ef það þýðir nýtt flugvallarstæði, þá er það bara réttlátt og öruggt. Einnig krefjumst við þess að Álftafjarðargöng fái röska meðferð innan samgönguáætlunnar, og verði komin til framkvæmdar næst á eftir Dýrafjarðargöngum. Þetta þarfnast ekki frekari umræðna. Það liggur fyrir að uppbygging er hafin á Vestfjörðum með tilkomu fiskeldis. Sú uppbygging er vonlaus án þess að við fáum til okkar nýtt fólk – ungt fólk – hæft fólk – frábært fólk. Þetta fólk sættir sig ekki við þá stöðu sem við lýsum hér. Krafa Vestfirðinga er að búa við sambærilega innviði og sambærilegt öryggi og aðrir landsmenn. Við búum í landi þar sem ekki er ásættanlegt að börn búi við hættu og öryggisleysi. Þegar líf og framtíð Vestfirðinga er undir eru engar málamiðlanir, kraftleysi og afslættir í boði. Við öskrum, berjumst, tryllumst og hættum aldrei fyrr en þessum málum er siglt í örugga höfn. Slíkt er eðlilegt þegar börnin manns eru í húfi. Slíkt er skylda þegar framtíð Vestfjarða er undir. Málið er dauðans alvara. Greinin er eftir Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar, og Pétur G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur G. Markan Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og Kirkjubólshlíð, hættulegasti vegur landsins, sem liggur á milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Þetta eru tvær af helstu ógnum íbúa við Ísafjarðardjúp. Þessi staða er blákaldur veruleiki íbúanna við Djúpið, ógnar mannslífum og hindrar alla framþróun, hvort sem litið er til lýðfræðilegrar þróunar eða atvinnuþróunar. Þetta lífshættulega ástand ætti aldrei að ræða af sveimhug, kraftleysi eða hálfkæringi. Þetta er dauðans alvara. Það er skýlaus krafa okkar að lausn verði fundin á ótryggum flugsamgöngum. Ef það þýðir nýtt flugvallarstæði, þá er það bara réttlátt og öruggt. Einnig krefjumst við þess að Álftafjarðargöng fái röska meðferð innan samgönguáætlunnar, og verði komin til framkvæmdar næst á eftir Dýrafjarðargöngum. Þetta þarfnast ekki frekari umræðna. Það liggur fyrir að uppbygging er hafin á Vestfjörðum með tilkomu fiskeldis. Sú uppbygging er vonlaus án þess að við fáum til okkar nýtt fólk – ungt fólk – hæft fólk – frábært fólk. Þetta fólk sættir sig ekki við þá stöðu sem við lýsum hér. Krafa Vestfirðinga er að búa við sambærilega innviði og sambærilegt öryggi og aðrir landsmenn. Við búum í landi þar sem ekki er ásættanlegt að börn búi við hættu og öryggisleysi. Þegar líf og framtíð Vestfirðinga er undir eru engar málamiðlanir, kraftleysi og afslættir í boði. Við öskrum, berjumst, tryllumst og hættum aldrei fyrr en þessum málum er siglt í örugga höfn. Slíkt er eðlilegt þegar börnin manns eru í húfi. Slíkt er skylda þegar framtíð Vestfjarða er undir. Málið er dauðans alvara. Greinin er eftir Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar, og Pétur G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun