Hætt að synda erlendis en fer samt fyrir hönd Íslands til Buenos Aires Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 16:00 Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Mynd/Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Ísland mun eiga fulltrúa í hópi ungra áhrifavalda á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í október í ár. Ísland er ein af 120 löndum sem fá að tilnefna slíkan aðila. Fulltrúi Íslands í ár verður sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sem á dögunum tilkynnti það ásamt Hrafnhildur Lúthersdóttur, kollega sínum úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, að hún væri hætt keppni á stórmótum erlendis. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Ingibjörg Kristín er margreynd keppniskona í sundi og á meðal annars ríkjandi Íslandsmet í 50 metra baksundi. Ingibjörg Kristín hefur keppt á fjölmörgum stórmótum, meðal annars keppti hún á fyrstu Ólympíuleikum Ungmenna sem fram fóru í Singapore árið 2010. Ungu áhrifavaldarnir þurfa að vera á aldrinum 18 til 25 ára og þeirra hlutverk á leikunum verður m.a. að halda utan um fræðslu og félagslega þætti í kringum keppendur. Eiga þeir að miðla af reynslu sinni og skila jákvæðum áhrifum áfram til næstu kynslóðar íþróttamanna. Ungu áhrifavaldarnir tilheyra þátttakendahóp síns lands og búa í Ólympíuþorpinu. Þeir sem sinna hlutverkinu taka þátt í störfum fararstjórnar og aðstoða hópinn eftir föngum. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna. Hugmyndina á Jacues Rogge forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og var hún kynnt til sögunnar árið 2001. Árið 2007 var ákveðið að koma á fót Ólympíuleikum ungmenna og fóru fyrstu sumarleikarnir fram árið 2010 í Singapore og 2014 fóru sumarleikarnir fram í Nanjing í Kína. Ólympíuleikar Sund Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Ísland mun eiga fulltrúa í hópi ungra áhrifavalda á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í október í ár. Ísland er ein af 120 löndum sem fá að tilnefna slíkan aðila. Fulltrúi Íslands í ár verður sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sem á dögunum tilkynnti það ásamt Hrafnhildur Lúthersdóttur, kollega sínum úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, að hún væri hætt keppni á stórmótum erlendis. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Ingibjörg Kristín er margreynd keppniskona í sundi og á meðal annars ríkjandi Íslandsmet í 50 metra baksundi. Ingibjörg Kristín hefur keppt á fjölmörgum stórmótum, meðal annars keppti hún á fyrstu Ólympíuleikum Ungmenna sem fram fóru í Singapore árið 2010. Ungu áhrifavaldarnir þurfa að vera á aldrinum 18 til 25 ára og þeirra hlutverk á leikunum verður m.a. að halda utan um fræðslu og félagslega þætti í kringum keppendur. Eiga þeir að miðla af reynslu sinni og skila jákvæðum áhrifum áfram til næstu kynslóðar íþróttamanna. Ungu áhrifavaldarnir tilheyra þátttakendahóp síns lands og búa í Ólympíuþorpinu. Þeir sem sinna hlutverkinu taka þátt í störfum fararstjórnar og aðstoða hópinn eftir föngum. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna. Hugmyndina á Jacues Rogge forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og var hún kynnt til sögunnar árið 2001. Árið 2007 var ákveðið að koma á fót Ólympíuleikum ungmenna og fóru fyrstu sumarleikarnir fram árið 2010 í Singapore og 2014 fóru sumarleikarnir fram í Nanjing í Kína.
Ólympíuleikar Sund Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira