Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 17:00 Viðvarandi þurrkur í methita síðustu ára hefur þurrkað upp vatnsból Höfðaborgar í Suður-Afríku. Síðustu þrjú árin eru þau hlýjustu frá upphafi mælinga. Vísir/AFP Lækkun meðalhita jarðar í fyrra sem var viðbúin eftir metárin á undan sem voru knúin af El niño var verulega minni en sérfræðingur Veðurstofu Íslands gerði ráð fyrir. Áratugshlýnun hefur orðið frá síðasta metári sem naut ekki aðstoðar El niño-sveiflunnar. Tvær bandarískar vísindastofnanir kynntu tölur sínar um meðalhita jarðar fyrir árið 2017 í gær. Samkvæmt bandarísku geimvísindastofnunni NASA var árið það annað hlýjasta frá upphafi en það þriðja samkvæmt aðferð Haf- og loftslagsstofnunarinnar NOAA. Eins og búist var við var árið 2017 um 0,1°C svalara en metárin 2015 og 2016. Þau ár var veðurfyrirbrigðið El niño í fullum gangi í Kyrrahafi og jók á undirliggjandi hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. El niño er fasi ENSO-sveiflunnar svonefndu í vindafari og sjávarhita í austanverðu Kyrrahafinu í hitabeltinu. Hann getur keyrt upp meðalhita á jörðinni, jafnvel um allt að hálfa gráðu frá svalasta punkti á undan til þess hlýjasta á hápunkti sveiflunnar. El niño-viðburðurinn sem lauk árið 2016 var talinn sérlega öflugur.Aðeins um helmingur af kólnun sem búast hefði mátt við Árin 1997 til 1998 var El niño-hlýnun í Kyrrahafi sérstaklega öflug og skilaði það sér í hnattrænum methita þessi ár. Eftir þau tók það hnattræna hlýnun af völdum manna um áratug að jafna hitametið sem var sett þá. Þeir sem þræta fyrir vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga hafa reglulega notað þau ár sem viðmið til þess að fullyrða ranglega að hlé hafi orðið á hlýnun jarðar. Á milli 1998 og 1999 lækkaði meðalhiti jarðar um hér um bil 0,2°C. Kólnunin eftir El niño-árin nú er hins vegar aðeins um 0,1°C. „Það kemur helst á óvart að hún sé ekki meiri. Þetta er svona helmingurinn af því sem ég hefði búist við,“ segir Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.Halldór Björnsson segir að það kæmi honum ekki á óvart að áfram kólnaði á jörðinni miðað við metárin 2015 og 2016 í takt við fyrri niðursveiflur eftir El niño.VísirÞetta gefur honum tilefni til að ætla að kólnun miðað við árin 2015 og 2016 haldi áfram í ár. Ómögulegt sé hins vegar að segja til um hvort að það verði í eitt ár eða fleiri. Hnattræn hlýnun af völdum manna geri það að verkum að sífellt verði ólíklegra að slík hlutfallsleg kólnun haldi áfram lengi.Miklu hlýrra en síðasta metár án El niño Tölurnar um meðalhita jarðar nú eru ekki síst merkilegar þegar þær eru bornar saman við árið 2014, síðasta árið þar sem áhrifa El niño gætti ekki. Það ár var það hlýjasta frá upphafi mælinga á sínum tíma. „Það ár var metár á sínum tíma. Við erum núna miklu hlýrri á hnattræna vísu en þá. Við erum alveg 0,17°C heitari í NASA-tölunum en árið 2014 og 0,17°C eru um það bil sú hlýnun sem þú býst við á áratug vegna aukinna gróðurhúsalofttegunda,“ segir Halldór. La niña, svalari fasi ENSO-sveiflunnar, fylgir gjarnan í kjölfarið á El niño. Halldór segir hins vegar að enn bóli ekkert á henni þó að ýmsar væringar hafi verið í Kyrrahafinu. „Spágeta okkar fyrir El niño/La niña er mjög takmörkuð. Ár fram í tímann er það eiginlega alveg gagnslaust,“ segir hann. Fréttaskýringar Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Drykkjarvatn að klárast í Höfðaborg eftir áralangan þurrk Þurrkur hefur þjakað Höfðaborg í þrjú ár og eru vatnsbirgðir borgarinnar að þrotum komnar. 16. janúar 2018 11:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Lækkun meðalhita jarðar í fyrra sem var viðbúin eftir metárin á undan sem voru knúin af El niño var verulega minni en sérfræðingur Veðurstofu Íslands gerði ráð fyrir. Áratugshlýnun hefur orðið frá síðasta metári sem naut ekki aðstoðar El niño-sveiflunnar. Tvær bandarískar vísindastofnanir kynntu tölur sínar um meðalhita jarðar fyrir árið 2017 í gær. Samkvæmt bandarísku geimvísindastofnunni NASA var árið það annað hlýjasta frá upphafi en það þriðja samkvæmt aðferð Haf- og loftslagsstofnunarinnar NOAA. Eins og búist var við var árið 2017 um 0,1°C svalara en metárin 2015 og 2016. Þau ár var veðurfyrirbrigðið El niño í fullum gangi í Kyrrahafi og jók á undirliggjandi hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. El niño er fasi ENSO-sveiflunnar svonefndu í vindafari og sjávarhita í austanverðu Kyrrahafinu í hitabeltinu. Hann getur keyrt upp meðalhita á jörðinni, jafnvel um allt að hálfa gráðu frá svalasta punkti á undan til þess hlýjasta á hápunkti sveiflunnar. El niño-viðburðurinn sem lauk árið 2016 var talinn sérlega öflugur.Aðeins um helmingur af kólnun sem búast hefði mátt við Árin 1997 til 1998 var El niño-hlýnun í Kyrrahafi sérstaklega öflug og skilaði það sér í hnattrænum methita þessi ár. Eftir þau tók það hnattræna hlýnun af völdum manna um áratug að jafna hitametið sem var sett þá. Þeir sem þræta fyrir vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga hafa reglulega notað þau ár sem viðmið til þess að fullyrða ranglega að hlé hafi orðið á hlýnun jarðar. Á milli 1998 og 1999 lækkaði meðalhiti jarðar um hér um bil 0,2°C. Kólnunin eftir El niño-árin nú er hins vegar aðeins um 0,1°C. „Það kemur helst á óvart að hún sé ekki meiri. Þetta er svona helmingurinn af því sem ég hefði búist við,“ segir Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.Halldór Björnsson segir að það kæmi honum ekki á óvart að áfram kólnaði á jörðinni miðað við metárin 2015 og 2016 í takt við fyrri niðursveiflur eftir El niño.VísirÞetta gefur honum tilefni til að ætla að kólnun miðað við árin 2015 og 2016 haldi áfram í ár. Ómögulegt sé hins vegar að segja til um hvort að það verði í eitt ár eða fleiri. Hnattræn hlýnun af völdum manna geri það að verkum að sífellt verði ólíklegra að slík hlutfallsleg kólnun haldi áfram lengi.Miklu hlýrra en síðasta metár án El niño Tölurnar um meðalhita jarðar nú eru ekki síst merkilegar þegar þær eru bornar saman við árið 2014, síðasta árið þar sem áhrifa El niño gætti ekki. Það ár var það hlýjasta frá upphafi mælinga á sínum tíma. „Það ár var metár á sínum tíma. Við erum núna miklu hlýrri á hnattræna vísu en þá. Við erum alveg 0,17°C heitari í NASA-tölunum en árið 2014 og 0,17°C eru um það bil sú hlýnun sem þú býst við á áratug vegna aukinna gróðurhúsalofttegunda,“ segir Halldór. La niña, svalari fasi ENSO-sveiflunnar, fylgir gjarnan í kjölfarið á El niño. Halldór segir hins vegar að enn bóli ekkert á henni þó að ýmsar væringar hafi verið í Kyrrahafinu. „Spágeta okkar fyrir El niño/La niña er mjög takmörkuð. Ár fram í tímann er það eiginlega alveg gagnslaust,“ segir hann.
Fréttaskýringar Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Drykkjarvatn að klárast í Höfðaborg eftir áralangan þurrk Þurrkur hefur þjakað Höfðaborg í þrjú ár og eru vatnsbirgðir borgarinnar að þrotum komnar. 16. janúar 2018 11:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Drykkjarvatn að klárast í Höfðaborg eftir áralangan þurrk Þurrkur hefur þjakað Höfðaborg í þrjú ár og eru vatnsbirgðir borgarinnar að þrotum komnar. 16. janúar 2018 11:30