Grímur Grímsson svaraði fyrir hleranir í Glitnismáli Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2018 15:57 Grímur Grímsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar Glitnis, hafi ekki fengið niðurfellingu sakarefnis í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Grímur fór með rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara. Athygli vakti þegar ákæran var gefin út að Magnús Pálmi var ekki ákærður en Jóhannes Baldursson, einn ákærðu, var næsti yfirmaður hans. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu. Magnús Pálmi samdi sig frá ákæru í Stím-málinu svokallaða þar sem bæði Lárus Welding og Jóhannes Baldursson voru dæmdir til fangelsisvistar. Var hann lykilvitni í málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. Var á það fallist af hálfu ríkissaksóknara og naut Magnús því réttarverndar í málinu en hann hafði upphaflega stöðu sakbornings. Var það gert á grundvelli 5. greinar laga um embætti sérstaks saksóknara. Við aðalmeðferðina í dag sagðist Grímur kannast við að hafa átt fundi með Magnúsi Pálma um að hann fengi niðurfelld sakarefni í málum hjá embætti sérstaks saksóknara, en að það hafi fyrst og fremst átt við um Stím-málið. Eftir þann fund hafi Magnús Pálmi gefið skýrslu á nýjan leik og breytt framburði sínum.Ekki hlustað á símtöl verjenda og sakborninga Magnús Pálmi gaf einnig skýrslu við rannsókn markaðsmisnotkunarmálsins og spurði Björn Þorvaldsson saksóknari hvort að framburður Magnúsar Pálma gæti hafa verið litaður af möguleikanum um niðurfellingu sakarefna en dómari leit svo á að Magnús Pálmi þyrfti að svara fyrir það sjálfur. Hann sagðist hyggja að ákvörðun sé tekin við lok rannsóknar um hverjir séu ákærðir í málinu og að í markaðsmisnotkunarmálinu hafi einfaldlega verið tekin ákvörðun um að Magnús Pálmi yrði ekki ákærður. Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar, spurði Grím einnig út í símhleranir sem notaðast var við við rannsókn málsins, þá sérstaklega símtöl milli hans og Jóhannesar. Sagðist grímur ekki vita til þess að hlustað hafi verið á símtöl milli verjenda og sakborninga í neinum málum hjá sérstökum saksóknara og hafði þeim iðulega verið eytt strax. Nokkur símtöl fundust sem hafi ekki verið eytt á réttum tíma en að þá hafi verið tekin ákvörðun um að upplýsa hvaða símtöl ætti að nota og að öðrum yrði eytt. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. 19. janúar 2018 14:35 Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er alveg sammála því að þetta sé óheppilegt“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að hann hafi reynt eftir bestu getu að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði í tíð sinni sem forstjóri bankans. 18. janúar 2018 10:42 Markaðsmisnotkun í Glitni: Segir stjórn bankans hafa samþykkt lánveitingarnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að frágangur lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna glitnis hafi ekki verið til fyrirmyndar. 18. janúar 2018 12:08 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar Glitnis, hafi ekki fengið niðurfellingu sakarefnis í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Grímur fór með rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara. Athygli vakti þegar ákæran var gefin út að Magnús Pálmi var ekki ákærður en Jóhannes Baldursson, einn ákærðu, var næsti yfirmaður hans. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu. Magnús Pálmi samdi sig frá ákæru í Stím-málinu svokallaða þar sem bæði Lárus Welding og Jóhannes Baldursson voru dæmdir til fangelsisvistar. Var hann lykilvitni í málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. Var á það fallist af hálfu ríkissaksóknara og naut Magnús því réttarverndar í málinu en hann hafði upphaflega stöðu sakbornings. Var það gert á grundvelli 5. greinar laga um embætti sérstaks saksóknara. Við aðalmeðferðina í dag sagðist Grímur kannast við að hafa átt fundi með Magnúsi Pálma um að hann fengi niðurfelld sakarefni í málum hjá embætti sérstaks saksóknara, en að það hafi fyrst og fremst átt við um Stím-málið. Eftir þann fund hafi Magnús Pálmi gefið skýrslu á nýjan leik og breytt framburði sínum.Ekki hlustað á símtöl verjenda og sakborninga Magnús Pálmi gaf einnig skýrslu við rannsókn markaðsmisnotkunarmálsins og spurði Björn Þorvaldsson saksóknari hvort að framburður Magnúsar Pálma gæti hafa verið litaður af möguleikanum um niðurfellingu sakarefna en dómari leit svo á að Magnús Pálmi þyrfti að svara fyrir það sjálfur. Hann sagðist hyggja að ákvörðun sé tekin við lok rannsóknar um hverjir séu ákærðir í málinu og að í markaðsmisnotkunarmálinu hafi einfaldlega verið tekin ákvörðun um að Magnús Pálmi yrði ekki ákærður. Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar, spurði Grím einnig út í símhleranir sem notaðast var við við rannsókn málsins, þá sérstaklega símtöl milli hans og Jóhannesar. Sagðist grímur ekki vita til þess að hlustað hafi verið á símtöl milli verjenda og sakborninga í neinum málum hjá sérstökum saksóknara og hafði þeim iðulega verið eytt strax. Nokkur símtöl fundust sem hafi ekki verið eytt á réttum tíma en að þá hafi verið tekin ákvörðun um að upplýsa hvaða símtöl ætti að nota og að öðrum yrði eytt.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. 19. janúar 2018 14:35 Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er alveg sammála því að þetta sé óheppilegt“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að hann hafi reynt eftir bestu getu að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði í tíð sinni sem forstjóri bankans. 18. janúar 2018 10:42 Markaðsmisnotkun í Glitni: Segir stjórn bankans hafa samþykkt lánveitingarnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að frágangur lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna glitnis hafi ekki verið til fyrirmyndar. 18. janúar 2018 12:08 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Sjá meira
Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. 19. janúar 2018 14:35
Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er alveg sammála því að þetta sé óheppilegt“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að hann hafi reynt eftir bestu getu að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði í tíð sinni sem forstjóri bankans. 18. janúar 2018 10:42
Markaðsmisnotkun í Glitni: Segir stjórn bankans hafa samþykkt lánveitingarnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að frágangur lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna glitnis hafi ekki verið til fyrirmyndar. 18. janúar 2018 12:08