Snúa sér að Kína og Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2018 17:00 Bandarískir hermenn við æfingar í Eistlandi. Vísir/Getty Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. Elbrigde Colby, aðstoðarvarnarmálaráðherra, sagði blaðamönnum í dag að Bandaríkin myndu ekki leggja minni áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi. Hins vegar segir í skjalinu að keppni ríkja um áhrif, ekki hryðjuverkastarfsemi, væri nú í forgangi í varnarstefnu Bandaríkjanna. Þar að auki gaf Hvíta húsið út sambærilegt skjal í síðasta mánuði, með yfirlýsingu frá Donald Trump, þar sem hvergi var minnst á Kína eða Rússland.Dregið úr yfirburðum Colby sagði að verulega hefði dregið úr hernaðaryfirburði Bandaríkjanna gagnvart Kína og Rússlandi og það þyrfti að breytast. Hann vildi þó ekki svara spurningum blaðamanna um tiltekin dæmi þar sem dregið hefði úr forskoti Bandaríkjanna og sagði þess í stað að bæði Kína og Rússland hefðu náð framförum á öllum sviðum hernaðar. Þar á meðal í lofti og á hafinu.Þá sagði Colby að Rússar hefðu brotið á fullveldi nágranna sinna og breytt landamærum. Vísaði hann þar til innlimunar Rússa á Krímskaga og aðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu. Sömuleiðis sagði hann Rússa reyna að öðlast neitunarvald yfir ákvörðunum stjórnvalda nágranna sinna. Varðandi Kína sagði Colby þá hafa staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og þá sérstaklega í Suður-Kínahafi. Þar hafa Kínverjar gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta hafsins og byggt upp varnir og herstöðvar á rifum sem þeir hafa gert að eyjum. Þá sagði hann Kína beita nágranna sína efnahagslegum bolabrögðum. Nauðsynlegt væri fyrir Bandaríkin að beita sér gegn báðum ríkjum. Hann sagði herafla Bandaríkjanna þurfa að vera kláran í mögulegt stríð við annað stórveldi. Hin nýja stefna tæki mið af því. Þá er einnig lagt til í skjalinu að Bandaríkin styrki bandalög sín og leiti nýrri bandamanna.Dræm fjárútlát skæð Í skjalinu er einnig meðal annars kallað eftir því að Bandaríkin nútímavæði kjarnorkuvopn sín. Verji meira fé til varna gegn tölvuárásum og auki getu sína í árásum. Einnig er lagt til að eldflaugavarnir ríkisins verði betrumbættar. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við opinberun stefnuskjalsins að síðustu 16 ár hefðu verið erfið fyrir herafla Bandaríkjanna. Hins vegar hefði ekkert reynst hernum erfiðara en takmörkuð fjárútlát.Samkvæmt frétt Reuters eyða Bandaríkin 587,8 milljörðum dala til varnarmála. Kína eyðir 161,7 milljörðum og Rússar 44,6.Hér að neðan má horfa á ræðu Mattis. Bandaríkin Eistland Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. Elbrigde Colby, aðstoðarvarnarmálaráðherra, sagði blaðamönnum í dag að Bandaríkin myndu ekki leggja minni áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi. Hins vegar segir í skjalinu að keppni ríkja um áhrif, ekki hryðjuverkastarfsemi, væri nú í forgangi í varnarstefnu Bandaríkjanna. Þar að auki gaf Hvíta húsið út sambærilegt skjal í síðasta mánuði, með yfirlýsingu frá Donald Trump, þar sem hvergi var minnst á Kína eða Rússland.Dregið úr yfirburðum Colby sagði að verulega hefði dregið úr hernaðaryfirburði Bandaríkjanna gagnvart Kína og Rússlandi og það þyrfti að breytast. Hann vildi þó ekki svara spurningum blaðamanna um tiltekin dæmi þar sem dregið hefði úr forskoti Bandaríkjanna og sagði þess í stað að bæði Kína og Rússland hefðu náð framförum á öllum sviðum hernaðar. Þar á meðal í lofti og á hafinu.Þá sagði Colby að Rússar hefðu brotið á fullveldi nágranna sinna og breytt landamærum. Vísaði hann þar til innlimunar Rússa á Krímskaga og aðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu. Sömuleiðis sagði hann Rússa reyna að öðlast neitunarvald yfir ákvörðunum stjórnvalda nágranna sinna. Varðandi Kína sagði Colby þá hafa staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og þá sérstaklega í Suður-Kínahafi. Þar hafa Kínverjar gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta hafsins og byggt upp varnir og herstöðvar á rifum sem þeir hafa gert að eyjum. Þá sagði hann Kína beita nágranna sína efnahagslegum bolabrögðum. Nauðsynlegt væri fyrir Bandaríkin að beita sér gegn báðum ríkjum. Hann sagði herafla Bandaríkjanna þurfa að vera kláran í mögulegt stríð við annað stórveldi. Hin nýja stefna tæki mið af því. Þá er einnig lagt til í skjalinu að Bandaríkin styrki bandalög sín og leiti nýrri bandamanna.Dræm fjárútlát skæð Í skjalinu er einnig meðal annars kallað eftir því að Bandaríkin nútímavæði kjarnorkuvopn sín. Verji meira fé til varna gegn tölvuárásum og auki getu sína í árásum. Einnig er lagt til að eldflaugavarnir ríkisins verði betrumbættar. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við opinberun stefnuskjalsins að síðustu 16 ár hefðu verið erfið fyrir herafla Bandaríkjanna. Hins vegar hefði ekkert reynst hernum erfiðara en takmörkuð fjárútlát.Samkvæmt frétt Reuters eyða Bandaríkin 587,8 milljörðum dala til varnarmála. Kína eyðir 161,7 milljörðum og Rússar 44,6.Hér að neðan má horfa á ræðu Mattis.
Bandaríkin Eistland Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira