Markaðsmisnotkun í Glitni: Ekki nógu fínn fyrir samskipti við Lárus um verðbréfaviðskipti Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2018 17:06 Elmar er hér fyrir miðri mynd, sem er tekin þegar BK-44 málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Til vinstri er Jóhannes Baldursson Vísir/GVA Elmar Svavarsson, fyrrverandi hlutabréfamiðlari í Glitni, segist hafa litið svo á að lán frá Glitni upp á 174 milljónir króna til félagsins Geirmundartinds sem sé í hans eigu, til kaupa á hlutum í Glitni hafi verið hluti af hvatakerfi til lykilstarfsmanna bankans. Elmar bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en Elmar hefur áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir aðild sína að BK-44 málinu svokallaða. Fyrir dómi sagði Elmar að Jóhannes Baldursson, sem var þá forstöðumaður markaðsviðskipta bankans, hafi komið á máli við sig og boðið sér lánið sem lið í hvatakerfi. Hann hafi þá sett sig í samband við Rósant Má Torfason, fyrrverandi yfirmann fjárfestingarnefndar bankans og þá hafi vinna verið hafin við að stofna félög fyrir þá fjórtán starfsmenn sem hlutu slík lán.Ekki hefðbundnar samningaviðræður Aðspurður um hvort einhverskonar samningaviðræður um lánin hafi átt sér stað sagði Elmar að svo væri ekki. Fram hafi komið um hvaða fjármagn væri að ræða í samtölum við Jóhannes. Ekki hafi verið um hefðbundnar samningaviðræður um kaup og kjör. Þá sagðist hann ekki kannast við umræður um hvers vegna væri notast við þessi lán sem hvatakerfi fyrir starfsmenn en ekki kauprétti eins og tíðkast hafði áður. Elmar var einnig spurður um samskipti sín í starfi við starfsmenn deildar eigin viðskipta. Sagði Elmar þau hafa verið nokkuð mikil.Ekki nógu fínn fyrir Lárus Meðal gagna málsins er tölvupóstur sem Elmar sendi þar sem talað er um að bankinn sé að nálgast 10 prósenta þak í viðskiptum. Í skýrslu hjá lögreglu sagði Elmar að hann hefði sent umræddan tölvupóst að beiðni Jóhannesar Baldurssonar en fyrir dómi í dag sagði Elmar að það væri útilokað, líklega hefði hann verið undir töluverðum þrýstingi í kjölfar handtöku. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er í málinu meðal annars gefið að sök að hafa lagt línurnar fyrir markaðsmisnotkun. Aðspurður hvort hann hafi átt í einhverjum samskiptum við Lárus um hvernig hann ætti að haga samskiptum sínum við deild eigin viðskipta sagði Elmar að svo væri ekki. „Ég man ekki eftir því að hafa verið svo fínn að hafa rætt við Lárus um verðbréfaviðskipti,“ sagði Elmar. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram á mánudag. Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Elmar Svavarsson, fyrrverandi hlutabréfamiðlari í Glitni, segist hafa litið svo á að lán frá Glitni upp á 174 milljónir króna til félagsins Geirmundartinds sem sé í hans eigu, til kaupa á hlutum í Glitni hafi verið hluti af hvatakerfi til lykilstarfsmanna bankans. Elmar bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en Elmar hefur áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir aðild sína að BK-44 málinu svokallaða. Fyrir dómi sagði Elmar að Jóhannes Baldursson, sem var þá forstöðumaður markaðsviðskipta bankans, hafi komið á máli við sig og boðið sér lánið sem lið í hvatakerfi. Hann hafi þá sett sig í samband við Rósant Má Torfason, fyrrverandi yfirmann fjárfestingarnefndar bankans og þá hafi vinna verið hafin við að stofna félög fyrir þá fjórtán starfsmenn sem hlutu slík lán.Ekki hefðbundnar samningaviðræður Aðspurður um hvort einhverskonar samningaviðræður um lánin hafi átt sér stað sagði Elmar að svo væri ekki. Fram hafi komið um hvaða fjármagn væri að ræða í samtölum við Jóhannes. Ekki hafi verið um hefðbundnar samningaviðræður um kaup og kjör. Þá sagðist hann ekki kannast við umræður um hvers vegna væri notast við þessi lán sem hvatakerfi fyrir starfsmenn en ekki kauprétti eins og tíðkast hafði áður. Elmar var einnig spurður um samskipti sín í starfi við starfsmenn deildar eigin viðskipta. Sagði Elmar þau hafa verið nokkuð mikil.Ekki nógu fínn fyrir Lárus Meðal gagna málsins er tölvupóstur sem Elmar sendi þar sem talað er um að bankinn sé að nálgast 10 prósenta þak í viðskiptum. Í skýrslu hjá lögreglu sagði Elmar að hann hefði sent umræddan tölvupóst að beiðni Jóhannesar Baldurssonar en fyrir dómi í dag sagði Elmar að það væri útilokað, líklega hefði hann verið undir töluverðum þrýstingi í kjölfar handtöku. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er í málinu meðal annars gefið að sök að hafa lagt línurnar fyrir markaðsmisnotkun. Aðspurður hvort hann hafi átt í einhverjum samskiptum við Lárus um hvernig hann ætti að haga samskiptum sínum við deild eigin viðskipta sagði Elmar að svo væri ekki. „Ég man ekki eftir því að hafa verið svo fínn að hafa rætt við Lárus um verðbréfaviðskipti,“ sagði Elmar. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram á mánudag.
Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira