Engin banaslys í áætlunarflugi milli landa árið 2017 Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 1. janúar 2018 21:30 Engin farþegaþota í millilandaflugi fórst árið 2017. Vísir/AFP Árið 2017 er öruggasta ár í áætlunarflugi milli landa frá upphafi en samkvæmt tölum hollenska ráðgjafarfyrirtækisins To70 var ekki tilkynnt um eitt einasta banaslys á árinu. Reuters greinir frá. „2017 var öruggasta árið í flugsamgöngum til þessa,“ fullyrti Adrian Young sem starfar hjá To70. Flugöryggissamtökin the Aviation Safety Network greindu frá því að þrátt fyrir að ekkert banaslys hafi orðið í farþegaflugi milli landa hafi annars konar flugsamgöngur alls orðið 44 að bana. Hér er átt við farþegaflug innanlands þar sem ekki eru notaðar farþegaþotur til fólksflutninganna heldur farþegaflugvélar [e. airliners]. Þar af létust tólf manns í gær er flugvél flugfélagsins Nature Air, sem var af gerðinni Cessna 208 Caravan, brotlenti á Kosta Ríka. Ef tölur ársins 2017 eru bornar saman við árið 2016 má þó glöggt greina að banaslysum meðal farþegaflugvéla hefur einnig fækkað umtalsvert en 303 létust í hitteðfyrra í alls 16 slysum.Farþegum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár.vísir/afpFlugsamgöngur aukast en slysum fækkar Flugslysum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu tvo áratugina en dauðsföll voru umtalsvert fleiri árlega fyrir rúmum tíu árum en þau eru í dag. Árið 2005 létust til að mynda 1015 manns í farþegaflugi milli landa. Flugumferð hefur þrátt fyrir þetta aukist til muna síðustu ár en eftirspurn eftir farþegaflugi hefur vaxið um rúmlega sjö prósent að meðaltali á ári frá því 2015. Síðasta mannskæða flugslys þar sem farþegaþota kom við sögu varð í nóvember 2016. 71 lést í slysinu, þar á meðal 22 leikmenn brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense. Slysið varð í Kólumbíu og var það rakið til eldsneytisskorts. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Árið 2017 er öruggasta ár í áætlunarflugi milli landa frá upphafi en samkvæmt tölum hollenska ráðgjafarfyrirtækisins To70 var ekki tilkynnt um eitt einasta banaslys á árinu. Reuters greinir frá. „2017 var öruggasta árið í flugsamgöngum til þessa,“ fullyrti Adrian Young sem starfar hjá To70. Flugöryggissamtökin the Aviation Safety Network greindu frá því að þrátt fyrir að ekkert banaslys hafi orðið í farþegaflugi milli landa hafi annars konar flugsamgöngur alls orðið 44 að bana. Hér er átt við farþegaflug innanlands þar sem ekki eru notaðar farþegaþotur til fólksflutninganna heldur farþegaflugvélar [e. airliners]. Þar af létust tólf manns í gær er flugvél flugfélagsins Nature Air, sem var af gerðinni Cessna 208 Caravan, brotlenti á Kosta Ríka. Ef tölur ársins 2017 eru bornar saman við árið 2016 má þó glöggt greina að banaslysum meðal farþegaflugvéla hefur einnig fækkað umtalsvert en 303 létust í hitteðfyrra í alls 16 slysum.Farþegum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár.vísir/afpFlugsamgöngur aukast en slysum fækkar Flugslysum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu tvo áratugina en dauðsföll voru umtalsvert fleiri árlega fyrir rúmum tíu árum en þau eru í dag. Árið 2005 létust til að mynda 1015 manns í farþegaflugi milli landa. Flugumferð hefur þrátt fyrir þetta aukist til muna síðustu ár en eftirspurn eftir farþegaflugi hefur vaxið um rúmlega sjö prósent að meðaltali á ári frá því 2015. Síðasta mannskæða flugslys þar sem farþegaþota kom við sögu varð í nóvember 2016. 71 lést í slysinu, þar á meðal 22 leikmenn brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense. Slysið varð í Kólumbíu og var það rakið til eldsneytisskorts.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira