Engin banaslys í áætlunarflugi milli landa árið 2017 Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 1. janúar 2018 21:30 Engin farþegaþota í millilandaflugi fórst árið 2017. Vísir/AFP Árið 2017 er öruggasta ár í áætlunarflugi milli landa frá upphafi en samkvæmt tölum hollenska ráðgjafarfyrirtækisins To70 var ekki tilkynnt um eitt einasta banaslys á árinu. Reuters greinir frá. „2017 var öruggasta árið í flugsamgöngum til þessa,“ fullyrti Adrian Young sem starfar hjá To70. Flugöryggissamtökin the Aviation Safety Network greindu frá því að þrátt fyrir að ekkert banaslys hafi orðið í farþegaflugi milli landa hafi annars konar flugsamgöngur alls orðið 44 að bana. Hér er átt við farþegaflug innanlands þar sem ekki eru notaðar farþegaþotur til fólksflutninganna heldur farþegaflugvélar [e. airliners]. Þar af létust tólf manns í gær er flugvél flugfélagsins Nature Air, sem var af gerðinni Cessna 208 Caravan, brotlenti á Kosta Ríka. Ef tölur ársins 2017 eru bornar saman við árið 2016 má þó glöggt greina að banaslysum meðal farþegaflugvéla hefur einnig fækkað umtalsvert en 303 létust í hitteðfyrra í alls 16 slysum.Farþegum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár.vísir/afpFlugsamgöngur aukast en slysum fækkar Flugslysum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu tvo áratugina en dauðsföll voru umtalsvert fleiri árlega fyrir rúmum tíu árum en þau eru í dag. Árið 2005 létust til að mynda 1015 manns í farþegaflugi milli landa. Flugumferð hefur þrátt fyrir þetta aukist til muna síðustu ár en eftirspurn eftir farþegaflugi hefur vaxið um rúmlega sjö prósent að meðaltali á ári frá því 2015. Síðasta mannskæða flugslys þar sem farþegaþota kom við sögu varð í nóvember 2016. 71 lést í slysinu, þar á meðal 22 leikmenn brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense. Slysið varð í Kólumbíu og var það rakið til eldsneytisskorts. Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Árið 2017 er öruggasta ár í áætlunarflugi milli landa frá upphafi en samkvæmt tölum hollenska ráðgjafarfyrirtækisins To70 var ekki tilkynnt um eitt einasta banaslys á árinu. Reuters greinir frá. „2017 var öruggasta árið í flugsamgöngum til þessa,“ fullyrti Adrian Young sem starfar hjá To70. Flugöryggissamtökin the Aviation Safety Network greindu frá því að þrátt fyrir að ekkert banaslys hafi orðið í farþegaflugi milli landa hafi annars konar flugsamgöngur alls orðið 44 að bana. Hér er átt við farþegaflug innanlands þar sem ekki eru notaðar farþegaþotur til fólksflutninganna heldur farþegaflugvélar [e. airliners]. Þar af létust tólf manns í gær er flugvél flugfélagsins Nature Air, sem var af gerðinni Cessna 208 Caravan, brotlenti á Kosta Ríka. Ef tölur ársins 2017 eru bornar saman við árið 2016 má þó glöggt greina að banaslysum meðal farþegaflugvéla hefur einnig fækkað umtalsvert en 303 létust í hitteðfyrra í alls 16 slysum.Farþegum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár.vísir/afpFlugsamgöngur aukast en slysum fækkar Flugslysum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu tvo áratugina en dauðsföll voru umtalsvert fleiri árlega fyrir rúmum tíu árum en þau eru í dag. Árið 2005 létust til að mynda 1015 manns í farþegaflugi milli landa. Flugumferð hefur þrátt fyrir þetta aukist til muna síðustu ár en eftirspurn eftir farþegaflugi hefur vaxið um rúmlega sjö prósent að meðaltali á ári frá því 2015. Síðasta mannskæða flugslys þar sem farþegaþota kom við sögu varð í nóvember 2016. 71 lést í slysinu, þar á meðal 22 leikmenn brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense. Slysið varð í Kólumbíu og var það rakið til eldsneytisskorts.
Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira