Innlent

Sektuð vegna flettinga í LÖKE

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Konan starfaði sem landamæravörður hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Konan starfaði sem landamæravörður hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Vísir/Eyþór
Kona á fertugsaldri var á síðasta degi nóvembermánaðar dæmd til greiðslu sektar fyrir brot í opinberu starfi. Konan hafði, í starfi sínu sem landamæravörður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, flett upp upplýsingum um tvo einstaklinga í LÖKE-kerfinu.

Konan fletti bæði upp upplýsingum um fyrrverandi unnusta sinn og um konu sem hún hafði átt í samskiptum við vegna lögreglumáls. Flettingarnar tengdust hins vegar ekki starfi hennar sem landamæraverði.

Fyrir dómi játaði konan háttsemi sína en neitaði sök þar sem hún hefði ekki notfært sért upplýsingarnar sem hún fékk úr LÖKE. Dómari málsins féllst ekki á það. Var konan dæmd til greiðslu 100 þúsund króna sektar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×