Kjarnorkustríð við Norður-Kóreu „aldrei verið líklegra“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2018 11:57 Frá æfingum í Suður-Kóreu. Vísir/AFP Aðmírállinn Mike Mullen, fyrrverandi formaður bandaríska herráðsins, segir kjarnorkustríð við Norður-Kóreu aldrei hafa verið líklegra. Þá sjái hann ekki leiðir til að leysa Kóreudeiluna með viðræðum, á þessum tímapunkti. Mullen var formaður herráðsins undir bæði George W. Bush og Barack Obama og á þeim tíma var hann æðsti herforingi Bandaríkjanna. Í nýlegu viðtali sagði Mullen að ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, gæfu til kynna að forsetinn aðhyllist árásargjarnari nálgun varðandi Norður-Kóreu. Hann sagði James Mattis, varnarmálaráðherra, H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafa, og John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hafa tekist að koma í veg fyrir að Trump stæði við hótanir sínar um „eld og heift“.Sjá einnig: Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar„Ég hef áhyggjur af því hve lengi það mun vara,“ sagði Mullen og segist telja að á einhverjum tímapunkti gæti Trump hætt að hlusta á ráðgjafa sína og fylgja eigin hug. Þingmaðurinn Lindsey Graham sló á svipaða strengi á dögunum og sagðist telja um 30 prósent líkur á því að Trump myndi fyrirskipa árásir á Norður-Kóreu til að stöðva kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir þeirra svo þeir gætu ekki þróað áreiðanlegar langdrægar eldflaugar og kjarnorkuvopn sem hægt væri að skjóta að Bandaríkjunum.Hann sagði einnig að ef Norður-Kóreumenn myndu framkvæma aðra kjarnorkuvopnatilraun, þá sjöundu, myndu líkurnar fara upp í 70 prósent. „Hann tók þá ákvörðun snemma að koma í veg fyrir að Norður-Kóreumenn gætu þróað kjarnorkuflaugar sem hægt væri að skjóta að Bandaríkjunum,“ sagði Graham. Aðspurður hvort að árásir kæmu til greina sagði Graham að þvinganir og refsiaðgerðir myndu aldrei virka án hernaðarógnar. „Hvernig færðu mann sem er tilbúinn til að myrða fjölskyldumeðlimi sína og pynta eigin þjóð til að halda völdum, til þess að breyta hegðun sinni. Eina leiðin er að hann trúi því að Donald Trump myndi beita afli til að gereyða ríkisstjórn hans.“ Norður-Kórea Tengdar fréttir Útgjöld Japana til hermála aldrei verið meiri Ástandið á Kóreuskaga skýrir aukinn vígbúnað landsins. 22. desember 2017 08:27 Rússar gagnrýna auknar eldflaugavarnir Japana Japanar ákváðu að auka varnargetu sína vegna aukinnar ógnar frá Norður-Kóreu. 28. desember 2017 14:31 Segja kjarnorkustríð óumflýjanlegt Aðeins spurning um hvenær ekki hvort, samkvæmt yfirvöld Norður-Kóreu. 7. desember 2017 11:43 Segja 70 prósent íbúa þjást af næringarskorti Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi. 11. desember 2017 20:12 Kim Jong-un segist ávallt vera með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu Stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja fjöldaframleiða kjarnorkuvopn og opna á viðræður við nágrannana í suðri. 1. janúar 2018 09:59 Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38 Hafa tekið yfir annað olíuflutningaskip Suður-Kóreumenn segja skipið hafa verið notað til að flytja olíu til Norður-Kóreu. 31. desember 2017 10:33 Bandaríkjamenn heita því að tortíma stjórn Norður Kóreu komi til stríðs Þetta sagði fulltrúi Bandaríkjamanna á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. 29. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Aðmírállinn Mike Mullen, fyrrverandi formaður bandaríska herráðsins, segir kjarnorkustríð við Norður-Kóreu aldrei hafa verið líklegra. Þá sjái hann ekki leiðir til að leysa Kóreudeiluna með viðræðum, á þessum tímapunkti. Mullen var formaður herráðsins undir bæði George W. Bush og Barack Obama og á þeim tíma var hann æðsti herforingi Bandaríkjanna. Í nýlegu viðtali sagði Mullen að ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, gæfu til kynna að forsetinn aðhyllist árásargjarnari nálgun varðandi Norður-Kóreu. Hann sagði James Mattis, varnarmálaráðherra, H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafa, og John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hafa tekist að koma í veg fyrir að Trump stæði við hótanir sínar um „eld og heift“.Sjá einnig: Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar„Ég hef áhyggjur af því hve lengi það mun vara,“ sagði Mullen og segist telja að á einhverjum tímapunkti gæti Trump hætt að hlusta á ráðgjafa sína og fylgja eigin hug. Þingmaðurinn Lindsey Graham sló á svipaða strengi á dögunum og sagðist telja um 30 prósent líkur á því að Trump myndi fyrirskipa árásir á Norður-Kóreu til að stöðva kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir þeirra svo þeir gætu ekki þróað áreiðanlegar langdrægar eldflaugar og kjarnorkuvopn sem hægt væri að skjóta að Bandaríkjunum.Hann sagði einnig að ef Norður-Kóreumenn myndu framkvæma aðra kjarnorkuvopnatilraun, þá sjöundu, myndu líkurnar fara upp í 70 prósent. „Hann tók þá ákvörðun snemma að koma í veg fyrir að Norður-Kóreumenn gætu þróað kjarnorkuflaugar sem hægt væri að skjóta að Bandaríkjunum,“ sagði Graham. Aðspurður hvort að árásir kæmu til greina sagði Graham að þvinganir og refsiaðgerðir myndu aldrei virka án hernaðarógnar. „Hvernig færðu mann sem er tilbúinn til að myrða fjölskyldumeðlimi sína og pynta eigin þjóð til að halda völdum, til þess að breyta hegðun sinni. Eina leiðin er að hann trúi því að Donald Trump myndi beita afli til að gereyða ríkisstjórn hans.“
Norður-Kórea Tengdar fréttir Útgjöld Japana til hermála aldrei verið meiri Ástandið á Kóreuskaga skýrir aukinn vígbúnað landsins. 22. desember 2017 08:27 Rússar gagnrýna auknar eldflaugavarnir Japana Japanar ákváðu að auka varnargetu sína vegna aukinnar ógnar frá Norður-Kóreu. 28. desember 2017 14:31 Segja kjarnorkustríð óumflýjanlegt Aðeins spurning um hvenær ekki hvort, samkvæmt yfirvöld Norður-Kóreu. 7. desember 2017 11:43 Segja 70 prósent íbúa þjást af næringarskorti Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi. 11. desember 2017 20:12 Kim Jong-un segist ávallt vera með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu Stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja fjöldaframleiða kjarnorkuvopn og opna á viðræður við nágrannana í suðri. 1. janúar 2018 09:59 Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38 Hafa tekið yfir annað olíuflutningaskip Suður-Kóreumenn segja skipið hafa verið notað til að flytja olíu til Norður-Kóreu. 31. desember 2017 10:33 Bandaríkjamenn heita því að tortíma stjórn Norður Kóreu komi til stríðs Þetta sagði fulltrúi Bandaríkjamanna á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. 29. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Útgjöld Japana til hermála aldrei verið meiri Ástandið á Kóreuskaga skýrir aukinn vígbúnað landsins. 22. desember 2017 08:27
Rússar gagnrýna auknar eldflaugavarnir Japana Japanar ákváðu að auka varnargetu sína vegna aukinnar ógnar frá Norður-Kóreu. 28. desember 2017 14:31
Segja kjarnorkustríð óumflýjanlegt Aðeins spurning um hvenær ekki hvort, samkvæmt yfirvöld Norður-Kóreu. 7. desember 2017 11:43
Segja 70 prósent íbúa þjást af næringarskorti Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi. 11. desember 2017 20:12
Kim Jong-un segist ávallt vera með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu Stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja fjöldaframleiða kjarnorkuvopn og opna á viðræður við nágrannana í suðri. 1. janúar 2018 09:59
Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38
Hafa tekið yfir annað olíuflutningaskip Suður-Kóreumenn segja skipið hafa verið notað til að flytja olíu til Norður-Kóreu. 31. desember 2017 10:33
Bandaríkjamenn heita því að tortíma stjórn Norður Kóreu komi til stríðs Þetta sagði fulltrúi Bandaríkjamanna á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. 29. nóvember 2017 23:30