Mjölnismaður og lögreglumenn opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð Daníel Freyr Birkisson skrifar 3. janúar 2018 11:41 Jón Viðar Arnþórsson og félagar stefna að opnun síðar í mánuðinum. vísir Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi formaður og einn af stofnendum íþróttafélagsins Mjölnis, mun í þessum mánuði opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð við Stórhöfða 17 ásamt félögum sínum úr lögreglunni. Stöðin hefur fengið heitið TÝR eftir hinum norræna hernaðarguði. Þetta staðfestir hann á Facebook-síðu sinni og í samtali við Vísi. Í samtali við Vísi segir hann stöðina ekki vera aðra útgáfu af Mjölni og að áherslan verði önnur. Þá verði einkum notast við svokallað ISR Matrix-kerfi sem er angi út úr lifandi baradagaíþróttum og hefur verið í stanslausri þróun í yfir tuttugu ár hjá sérsveitarmönnum, hermönnum, BJJ-svartbeltingum og hnefaleikamönnum.Kennslan tekur mið af raunverulegum hættuaðstæðumJón segir að tekið verði mið af raunverulegum aðstæðum á námskeiðum stöðvarinnar því oft þurfi að notast við neyðarvörn í erfiðu umhverfi. Þannig verði boðið upp á kennslu í sérútbúnum herbergjum og jafnvel bifreiðum fyrir utan stöðina til þess að hafa kennsluna sem raunverulegasta. Lögreglumönnum, öryggisvörðum, dyravörðum og öðrum sem starfa við hættulegar aðstæður býðst því að sækja námskeið hjá Tý en einnig verður í boði grunnnámskeið í neyðarvörn fyrir fólk utan þess geira. Til þess að veita fagmannlega og persónulega þjónustu mun TÝR takmarka fjölda viðskiptavina að sögn Jóns Viðars. Hann segir að nú sé unnið dag og nótt að undirbúningi opnunarinnar og að grunnnámskeið muni hefjast um miðjan mánuð. Mikil aðsókn hafi nú þegar myndast og finnur hann fyrir miklum áhuga. Í færslunni greinir hann einnig frá þrekæfinganámskeiði sem fer af stað í febrúar og ber nafnið „Hermóður“. Meira komi í ljós um það þegar fram líða stundir og hvetur hann fólk til þess að fylgjast með.Munu leika eftir átök í bifreið fyrir utan stöðina Inni í stöðinni verður hægt að finna bardagaíþróttasal, lyftingasvæði, gerviíbúð fyrir kennslu í neyðarvörn, öryggisherbergi með veggdýnum og fyrir utan stöðina bifreið sem verður sérstaklega útbúin fyrir æfingar og átök. Jón Viðar er, sem fyrr segir, einn af stofnendum Mjölnis en hann gegndi einnig stöðu formanns íþróttafélagsins um tíma. Eftir deilur innan félagsins ákvað hann þó að segja starfi sínu lausu og snúa sér að nýjum verkefnum.Lesa má Facebook-færslu Jóns Viðars í heild hér fyrir neðan. Neytendur Tengdar fréttir Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi formaður og einn af stofnendum íþróttafélagsins Mjölnis, mun í þessum mánuði opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð við Stórhöfða 17 ásamt félögum sínum úr lögreglunni. Stöðin hefur fengið heitið TÝR eftir hinum norræna hernaðarguði. Þetta staðfestir hann á Facebook-síðu sinni og í samtali við Vísi. Í samtali við Vísi segir hann stöðina ekki vera aðra útgáfu af Mjölni og að áherslan verði önnur. Þá verði einkum notast við svokallað ISR Matrix-kerfi sem er angi út úr lifandi baradagaíþróttum og hefur verið í stanslausri þróun í yfir tuttugu ár hjá sérsveitarmönnum, hermönnum, BJJ-svartbeltingum og hnefaleikamönnum.Kennslan tekur mið af raunverulegum hættuaðstæðumJón segir að tekið verði mið af raunverulegum aðstæðum á námskeiðum stöðvarinnar því oft þurfi að notast við neyðarvörn í erfiðu umhverfi. Þannig verði boðið upp á kennslu í sérútbúnum herbergjum og jafnvel bifreiðum fyrir utan stöðina til þess að hafa kennsluna sem raunverulegasta. Lögreglumönnum, öryggisvörðum, dyravörðum og öðrum sem starfa við hættulegar aðstæður býðst því að sækja námskeið hjá Tý en einnig verður í boði grunnnámskeið í neyðarvörn fyrir fólk utan þess geira. Til þess að veita fagmannlega og persónulega þjónustu mun TÝR takmarka fjölda viðskiptavina að sögn Jóns Viðars. Hann segir að nú sé unnið dag og nótt að undirbúningi opnunarinnar og að grunnnámskeið muni hefjast um miðjan mánuð. Mikil aðsókn hafi nú þegar myndast og finnur hann fyrir miklum áhuga. Í færslunni greinir hann einnig frá þrekæfinganámskeiði sem fer af stað í febrúar og ber nafnið „Hermóður“. Meira komi í ljós um það þegar fram líða stundir og hvetur hann fólk til þess að fylgjast með.Munu leika eftir átök í bifreið fyrir utan stöðina Inni í stöðinni verður hægt að finna bardagaíþróttasal, lyftingasvæði, gerviíbúð fyrir kennslu í neyðarvörn, öryggisherbergi með veggdýnum og fyrir utan stöðina bifreið sem verður sérstaklega útbúin fyrir æfingar og átök. Jón Viðar er, sem fyrr segir, einn af stofnendum Mjölnis en hann gegndi einnig stöðu formanns íþróttafélagsins um tíma. Eftir deilur innan félagsins ákvað hann þó að segja starfi sínu lausu og snúa sér að nýjum verkefnum.Lesa má Facebook-færslu Jóns Viðars í heild hér fyrir neðan.
Neytendur Tengdar fréttir Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58