Mjölnismaður og lögreglumenn opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð Daníel Freyr Birkisson skrifar 3. janúar 2018 11:41 Jón Viðar Arnþórsson og félagar stefna að opnun síðar í mánuðinum. vísir Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi formaður og einn af stofnendum íþróttafélagsins Mjölnis, mun í þessum mánuði opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð við Stórhöfða 17 ásamt félögum sínum úr lögreglunni. Stöðin hefur fengið heitið TÝR eftir hinum norræna hernaðarguði. Þetta staðfestir hann á Facebook-síðu sinni og í samtali við Vísi. Í samtali við Vísi segir hann stöðina ekki vera aðra útgáfu af Mjölni og að áherslan verði önnur. Þá verði einkum notast við svokallað ISR Matrix-kerfi sem er angi út úr lifandi baradagaíþróttum og hefur verið í stanslausri þróun í yfir tuttugu ár hjá sérsveitarmönnum, hermönnum, BJJ-svartbeltingum og hnefaleikamönnum.Kennslan tekur mið af raunverulegum hættuaðstæðumJón segir að tekið verði mið af raunverulegum aðstæðum á námskeiðum stöðvarinnar því oft þurfi að notast við neyðarvörn í erfiðu umhverfi. Þannig verði boðið upp á kennslu í sérútbúnum herbergjum og jafnvel bifreiðum fyrir utan stöðina til þess að hafa kennsluna sem raunverulegasta. Lögreglumönnum, öryggisvörðum, dyravörðum og öðrum sem starfa við hættulegar aðstæður býðst því að sækja námskeið hjá Tý en einnig verður í boði grunnnámskeið í neyðarvörn fyrir fólk utan þess geira. Til þess að veita fagmannlega og persónulega þjónustu mun TÝR takmarka fjölda viðskiptavina að sögn Jóns Viðars. Hann segir að nú sé unnið dag og nótt að undirbúningi opnunarinnar og að grunnnámskeið muni hefjast um miðjan mánuð. Mikil aðsókn hafi nú þegar myndast og finnur hann fyrir miklum áhuga. Í færslunni greinir hann einnig frá þrekæfinganámskeiði sem fer af stað í febrúar og ber nafnið „Hermóður“. Meira komi í ljós um það þegar fram líða stundir og hvetur hann fólk til þess að fylgjast með.Munu leika eftir átök í bifreið fyrir utan stöðina Inni í stöðinni verður hægt að finna bardagaíþróttasal, lyftingasvæði, gerviíbúð fyrir kennslu í neyðarvörn, öryggisherbergi með veggdýnum og fyrir utan stöðina bifreið sem verður sérstaklega útbúin fyrir æfingar og átök. Jón Viðar er, sem fyrr segir, einn af stofnendum Mjölnis en hann gegndi einnig stöðu formanns íþróttafélagsins um tíma. Eftir deilur innan félagsins ákvað hann þó að segja starfi sínu lausu og snúa sér að nýjum verkefnum.Lesa má Facebook-færslu Jóns Viðars í heild hér fyrir neðan. Neytendur Tengdar fréttir Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi formaður og einn af stofnendum íþróttafélagsins Mjölnis, mun í þessum mánuði opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð við Stórhöfða 17 ásamt félögum sínum úr lögreglunni. Stöðin hefur fengið heitið TÝR eftir hinum norræna hernaðarguði. Þetta staðfestir hann á Facebook-síðu sinni og í samtali við Vísi. Í samtali við Vísi segir hann stöðina ekki vera aðra útgáfu af Mjölni og að áherslan verði önnur. Þá verði einkum notast við svokallað ISR Matrix-kerfi sem er angi út úr lifandi baradagaíþróttum og hefur verið í stanslausri þróun í yfir tuttugu ár hjá sérsveitarmönnum, hermönnum, BJJ-svartbeltingum og hnefaleikamönnum.Kennslan tekur mið af raunverulegum hættuaðstæðumJón segir að tekið verði mið af raunverulegum aðstæðum á námskeiðum stöðvarinnar því oft þurfi að notast við neyðarvörn í erfiðu umhverfi. Þannig verði boðið upp á kennslu í sérútbúnum herbergjum og jafnvel bifreiðum fyrir utan stöðina til þess að hafa kennsluna sem raunverulegasta. Lögreglumönnum, öryggisvörðum, dyravörðum og öðrum sem starfa við hættulegar aðstæður býðst því að sækja námskeið hjá Tý en einnig verður í boði grunnnámskeið í neyðarvörn fyrir fólk utan þess geira. Til þess að veita fagmannlega og persónulega þjónustu mun TÝR takmarka fjölda viðskiptavina að sögn Jóns Viðars. Hann segir að nú sé unnið dag og nótt að undirbúningi opnunarinnar og að grunnnámskeið muni hefjast um miðjan mánuð. Mikil aðsókn hafi nú þegar myndast og finnur hann fyrir miklum áhuga. Í færslunni greinir hann einnig frá þrekæfinganámskeiði sem fer af stað í febrúar og ber nafnið „Hermóður“. Meira komi í ljós um það þegar fram líða stundir og hvetur hann fólk til þess að fylgjast með.Munu leika eftir átök í bifreið fyrir utan stöðina Inni í stöðinni verður hægt að finna bardagaíþróttasal, lyftingasvæði, gerviíbúð fyrir kennslu í neyðarvörn, öryggisherbergi með veggdýnum og fyrir utan stöðina bifreið sem verður sérstaklega útbúin fyrir æfingar og átök. Jón Viðar er, sem fyrr segir, einn af stofnendum Mjölnis en hann gegndi einnig stöðu formanns íþróttafélagsins um tíma. Eftir deilur innan félagsins ákvað hann þó að segja starfi sínu lausu og snúa sér að nýjum verkefnum.Lesa má Facebook-færslu Jóns Viðars í heild hér fyrir neðan.
Neytendur Tengdar fréttir Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Sjá meira
Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58