Badmintoníþróttin er frábrugðin mörgum öðrum þegar kemur að því hvort karlar eða konur þéna meira sem atvinnumenn í íþróttinni.
Vanalega eru það karlkyns atvinnumenn sem hafa mest upp úr krafsinu en svo er ekki þegar kemur að badminton.
Badmintonsíðan badzine.net hefur nú tekið saman fimmtíu tekjuhæstu spilara á árinu 2017 og þar eru konur í efstu þremur sætunum.
Hin japanska Akane Yamaguchi var sú tekjuhæsta á síðasta ári en hún vann sér inn rúma 261 þúsund Bandaríkjadali eða rúmar 27 milljónir íslenskra króna.
Chen Qingchen frá Kína varð í öðru sæti listans annað árið í röð og þriðja er Tai Tzu Ying frá Taívan sem var í efsta sæti þessa sama lista fyrir ári síðan.
Akane Yamaguchi og Chen Qingchen eru báðar aðeins tvítugar og eiga því framtíðina fyrir sér.
Indverjinn Srikanth Kidambi er í fjórða sæti og efstur meðal karla. Hann þénaði 236 þúsund Bandaríkjadala.
Daninn Viktor Axelsen er efstur Evrópubúa en hann skipar níunda sæti listans. Fyrir ofan hann eru spilarar frá Japan, Kína, Taívan, Indlandi og Indónesíu.
Topp fimmtíu listann má finna hér.
Konurnar þéna mest í badmintonheiminum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn


Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti


„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

