Lítil loftmengun í skamman tíma tengd við ótímabær dauðsföll Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2018 11:59 Þykk mengunarþoka lá yfir höfuðborgarsvæðinu á nýársnóttu. Ný rannsókn bendir til að lág gildi loftmengunar í skamman tíma leiði til aukinnar dánartíðni. Vísir/Egill Vísindamenn við Harvard-háskóla hafa tengt skammtíma loftmengun við ótímabær dauðsföll eldri borgara í Bandaríkjunum. Eldra fólk sem andar að sér fínum mengunarögnum og ósoni í skamman tíma, jafnvel þó að styrkurinn sé vel undir heilsumörkum, er líklegra til að deyja fyrir aldur fram. Í frétt á vef Harvard-háskóla kemur fram að fyrri rannsóknir hafi tengt aukna dánartíðni við fínt svifryk (PM 2,5) og óson. Ný rannsókn vísindamanna við Harvard er sögð sú ítarlegasta á fólki sem verður fyrir mengun í skamman tíma og áhrif þess á dánartíðni. Grein um rannsóknina birtist í Riti læknafélags Bandaríkjanna (JAMA) á öðrum degi jóla. „Við komumst að því að dánartíðni eykst nánast línulega eftir því sem loftmengun eykst. Öll loftmengun, alveg sama hversu lítil hún er, er skaðleg heilsu manna,“ segir Francesca Dominici, prófessor í líftölfræði og aðalhöfundur rannsóknarinnar. Vísindamennirnir notuðu líkan um dreifingu loftmengunar yfir Bandaríkjunum og tengdu gögnin við tölur um dánartíðni yfir þrettán ára tímabil. Niðurstaða þeirra var að dánartíðnin jókst um 1,05% fyrir hver tíu míkrógrömm fínna rykagna í rúmmetra.Leiðir til hundruð dauðsfalla aukalega á ári Þó að hlutfallshækkunin sé tiltölulega lág þýðir hún að hækkun í gildi fínnar loftmengunar um 1 míkrógramm á rúmmetra leiddi til 550 dauðsfalla til viðbótar á ári og rúmlega sjö þúsund á þrettán ára tímabili rannsóknarinnar. Dánartíðni jókst einnig með auknum styrk ósons. Qian Di, aðalhöfundur annarrar rannsóknar á langtímaáhrifum loftmengunar á dánartíðni fólks frá því í sumar, telur að niðurstöður nýju rannsóknarinnar um skammtímaáhrif ættu að vera Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tilefni til að endurmeta loftgæðaviðmið. Töluverð umræða hefur verið um loftmengun af völdum flugelda á Íslandi í kringum þessi áramót. Mikil notkun flugelda í bland við óhagstæðar veðuraðstæður olli því að hæstu sólahringsgildi svifryksmengunar frá upphafi mælinga mældust á fyrstu klukkustund ársins við Grensásveg í Reykjavík. Styrkurinn var meiri en í eldgosum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum. Flugeldar Vísindi Tengdar fréttir Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Vísindamenn við Harvard-háskóla hafa tengt skammtíma loftmengun við ótímabær dauðsföll eldri borgara í Bandaríkjunum. Eldra fólk sem andar að sér fínum mengunarögnum og ósoni í skamman tíma, jafnvel þó að styrkurinn sé vel undir heilsumörkum, er líklegra til að deyja fyrir aldur fram. Í frétt á vef Harvard-háskóla kemur fram að fyrri rannsóknir hafi tengt aukna dánartíðni við fínt svifryk (PM 2,5) og óson. Ný rannsókn vísindamanna við Harvard er sögð sú ítarlegasta á fólki sem verður fyrir mengun í skamman tíma og áhrif þess á dánartíðni. Grein um rannsóknina birtist í Riti læknafélags Bandaríkjanna (JAMA) á öðrum degi jóla. „Við komumst að því að dánartíðni eykst nánast línulega eftir því sem loftmengun eykst. Öll loftmengun, alveg sama hversu lítil hún er, er skaðleg heilsu manna,“ segir Francesca Dominici, prófessor í líftölfræði og aðalhöfundur rannsóknarinnar. Vísindamennirnir notuðu líkan um dreifingu loftmengunar yfir Bandaríkjunum og tengdu gögnin við tölur um dánartíðni yfir þrettán ára tímabil. Niðurstaða þeirra var að dánartíðnin jókst um 1,05% fyrir hver tíu míkrógrömm fínna rykagna í rúmmetra.Leiðir til hundruð dauðsfalla aukalega á ári Þó að hlutfallshækkunin sé tiltölulega lág þýðir hún að hækkun í gildi fínnar loftmengunar um 1 míkrógramm á rúmmetra leiddi til 550 dauðsfalla til viðbótar á ári og rúmlega sjö þúsund á þrettán ára tímabili rannsóknarinnar. Dánartíðni jókst einnig með auknum styrk ósons. Qian Di, aðalhöfundur annarrar rannsóknar á langtímaáhrifum loftmengunar á dánartíðni fólks frá því í sumar, telur að niðurstöður nýju rannsóknarinnar um skammtímaáhrif ættu að vera Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tilefni til að endurmeta loftgæðaviðmið. Töluverð umræða hefur verið um loftmengun af völdum flugelda á Íslandi í kringum þessi áramót. Mikil notkun flugelda í bland við óhagstæðar veðuraðstæður olli því að hæstu sólahringsgildi svifryksmengunar frá upphafi mælinga mældust á fyrstu klukkustund ársins við Grensásveg í Reykjavík. Styrkurinn var meiri en í eldgosum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum.
Flugeldar Vísindi Tengdar fréttir Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36