Strembið í Stuttgart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2018 06:00 Patrick Wiencek skorar annað tveggja marka sinna í leiknum gegn Íslandi. vísir/getty Strákarnir okkar máttu sín lítils gegn Evrópumeisturum Þýskalands í vináttulandsleik í Stuttgart í gær. Lokatölur 36-29, Þjóðverjum í vil. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel, sérstaklega í sókninni þar sem Ólafur Guðmundsson var í aðalhlutverki. Hann skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Íslands sem komst í 6-8 eftir 11 mínútna leik. Þá seig á ógæfuhliðina, götin í vörninni stækkuðu og sóknin varð stirðari með hverri mínútunni. Ísland skoraði átta mörk á fyrstu 11 mínútunum en aðeins fjögur á síðustu 19 mínútunum í fyrri hálfleik. Á meðan raðaði Þýskaland inn mörkum og leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 19-12. Því forskoti ógnuðu Íslendingar aldrei. Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikur íslenska liðsins ekki burðugur, hvort sem um var að ræða 6-0 eða 5-1 varnarafbrigði. Markvarslan var heldur ekki viðunandi. Björgvin Páll Gústavsson varði þrjú skot í fyrri hálfleik og Ágúst Elí Björgvinsson fimm í þeim seinni. Sóknarleikurinn gekk misvel en það verður þó að teljast ágætt að skora 29 mörk gegn einni sterkustu vörn í heimi. Ólafur var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu fimm mörk hvor. Þann síðarnefnda vantar nú aðeins eitt mark til að jafna heimsmet Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk í sögunni. Það jákvæðasta við leikinn í gær var samt frammistaða Arnars Freys Arnarssonar í sókninni. Línumaðurinn öflugi spilaði ekki vel í leikjunum gegn Svíþjóð í október en hefur greinilega tekið sig taki og hefur litið vel út í leikjunum gegn Japan og Þýskalandi. Í gær skoraði hann fjögur mörk og fiskaði nokkur víti. Ísland og Þýskaland mætast öðru sinni í Ulm klukkan 13.00 á morgun. Það er síðasti leikur íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu og það er vonandi að ljósu punktarnir verði fleiri þá. EM 2018 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Strákarnir okkar máttu sín lítils gegn Evrópumeisturum Þýskalands í vináttulandsleik í Stuttgart í gær. Lokatölur 36-29, Þjóðverjum í vil. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel, sérstaklega í sókninni þar sem Ólafur Guðmundsson var í aðalhlutverki. Hann skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Íslands sem komst í 6-8 eftir 11 mínútna leik. Þá seig á ógæfuhliðina, götin í vörninni stækkuðu og sóknin varð stirðari með hverri mínútunni. Ísland skoraði átta mörk á fyrstu 11 mínútunum en aðeins fjögur á síðustu 19 mínútunum í fyrri hálfleik. Á meðan raðaði Þýskaland inn mörkum og leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 19-12. Því forskoti ógnuðu Íslendingar aldrei. Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikur íslenska liðsins ekki burðugur, hvort sem um var að ræða 6-0 eða 5-1 varnarafbrigði. Markvarslan var heldur ekki viðunandi. Björgvin Páll Gústavsson varði þrjú skot í fyrri hálfleik og Ágúst Elí Björgvinsson fimm í þeim seinni. Sóknarleikurinn gekk misvel en það verður þó að teljast ágætt að skora 29 mörk gegn einni sterkustu vörn í heimi. Ólafur var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu fimm mörk hvor. Þann síðarnefnda vantar nú aðeins eitt mark til að jafna heimsmet Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk í sögunni. Það jákvæðasta við leikinn í gær var samt frammistaða Arnars Freys Arnarssonar í sókninni. Línumaðurinn öflugi spilaði ekki vel í leikjunum gegn Svíþjóð í október en hefur greinilega tekið sig taki og hefur litið vel út í leikjunum gegn Japan og Þýskalandi. Í gær skoraði hann fjögur mörk og fiskaði nokkur víti. Ísland og Þýskaland mætast öðru sinni í Ulm klukkan 13.00 á morgun. Það er síðasti leikur íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu og það er vonandi að ljósu punktarnir verði fleiri þá.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira