Ekkert gengur hjá Lakers Magnús Ellert Bjarnason skrifar 6. janúar 2018 10:25 Endurkoma Lonzo Ball í nótt dugði Lakers ekki til. Vísir // Getty Images Tíu leikir voru spilaðir í NBA- deildinni í nótt. Vandræði L.A. Lakers héldu áfram þegar að liðið tapaði á heimavelli gegn Charlotte Hornets, 108-94. Var þetta níundi tapleikur Lakers í röð sem situr á botni vesturdeildar NBA með aðeins 11 unna leiki af 38 spiluðum. Stuðningsmenn Lakers púuðu á liðið þegar það gekk af velli og hafa þeir greinilega fengið nóg af spilamennsku liðsins á tímabilinu. Þeir gátu hins vegar fagnað endurkomu Lonzo Ball, sem spilaði nokkrar mínútur í fyrsta leik sínum fyrir liðið síðan 23. desember. Hafði hann fyrir leikinn í nótt misst af sex leikjum vegna axlarmeiðsla. Hornets hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum, þar á meðal unnu þeir óvæntan sigur á meisturum Golden State Warriors fyrr í vikunni. Efsta lið austurdeildar, Boston Celtics, vann torsóttan sigur á heimavelli gegn Minnesota Timberwolves, 91-84. Lið Celtics hitti aðeins úr 38 af 94 skotum sínum í nótt, þar af úr 6 af 36 þriggja stiga skotum. Það kom hins vegar ekki að sök og skóp frábær varnarleikur þeirra sigurinn. Marcus Smart kom af bekknum og var stigahæstur í liði Celtics með 18 stig. Miðherjinn stæðilegi, Karl-Anthony Towns fór hins vegar fyrir gestunum frá Minnesota, skoraði 25 stig og tók 23 fráköst sem er persónulegt met hjá honum.Öll úrslit: L.A. Lakers - Charlotte Hornets: 94-108 Boston Celtics - Minnesota Timbervolwes: 91-84 Philadelphia 76ers - Detroit Pistons: 114-78 Miami Heat - New York Knicks: 107-103 (Framlengdur leikur) Milwaukee Bucks - Toronto Raptors: 110-129 Dallas Mavericks - Chicago Bulls: 124-127 San Antonio Spurs - Phoenix Suns: 103-89 Denver Nuggets - Utah Jazz: 99-91 Memphis Grizzlies - Washington Wizards: 100-102 Portland Trailblaizers - Atlanta Hawks: 110-89 NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Tíu leikir voru spilaðir í NBA- deildinni í nótt. Vandræði L.A. Lakers héldu áfram þegar að liðið tapaði á heimavelli gegn Charlotte Hornets, 108-94. Var þetta níundi tapleikur Lakers í röð sem situr á botni vesturdeildar NBA með aðeins 11 unna leiki af 38 spiluðum. Stuðningsmenn Lakers púuðu á liðið þegar það gekk af velli og hafa þeir greinilega fengið nóg af spilamennsku liðsins á tímabilinu. Þeir gátu hins vegar fagnað endurkomu Lonzo Ball, sem spilaði nokkrar mínútur í fyrsta leik sínum fyrir liðið síðan 23. desember. Hafði hann fyrir leikinn í nótt misst af sex leikjum vegna axlarmeiðsla. Hornets hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum, þar á meðal unnu þeir óvæntan sigur á meisturum Golden State Warriors fyrr í vikunni. Efsta lið austurdeildar, Boston Celtics, vann torsóttan sigur á heimavelli gegn Minnesota Timberwolves, 91-84. Lið Celtics hitti aðeins úr 38 af 94 skotum sínum í nótt, þar af úr 6 af 36 þriggja stiga skotum. Það kom hins vegar ekki að sök og skóp frábær varnarleikur þeirra sigurinn. Marcus Smart kom af bekknum og var stigahæstur í liði Celtics með 18 stig. Miðherjinn stæðilegi, Karl-Anthony Towns fór hins vegar fyrir gestunum frá Minnesota, skoraði 25 stig og tók 23 fráköst sem er persónulegt met hjá honum.Öll úrslit: L.A. Lakers - Charlotte Hornets: 94-108 Boston Celtics - Minnesota Timbervolwes: 91-84 Philadelphia 76ers - Detroit Pistons: 114-78 Miami Heat - New York Knicks: 107-103 (Framlengdur leikur) Milwaukee Bucks - Toronto Raptors: 110-129 Dallas Mavericks - Chicago Bulls: 124-127 San Antonio Spurs - Phoenix Suns: 103-89 Denver Nuggets - Utah Jazz: 99-91 Memphis Grizzlies - Washington Wizards: 100-102 Portland Trailblaizers - Atlanta Hawks: 110-89
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira