Gengið með Gnarr Guðmundur Brynjólfsson skrifar 8. janúar 2018 07:00 Heyrst hefur að nú sé í boði að fá að ganga með Jóni Gnarr um Reykjavíkurborg. Eitthvað á það víst að kosta – en um slíkt er ekki spurt í bullandi velmegun; góðæri sem birtist meðal annars í því að allir gátu hlegið að áramótaskaupinu, og svo hinu að Alþingi var að störfum á milli jóla og nýárs. Hið fyrrnefnda bendir til sefjunar og forheimsku – sem alltaf fylgir peningum, hið síðara bendir til myrkraverka, sem ávallt eru skammt undan þegar lýðurinn heldur sig eiga peninga. Skeptískir karlar eins og ég ganga aldrei neitt nema eiga erindi og því er ekki úr vegi að spyrja: Til hvers í ósköpunum ættu menn að trítla, erindislaust, með Jóni Gnarr um alla borg? Ekki stendur til að leita kinda – svo mikið er víst – en það er í raun eina sanna erindið sem menn geta átt í göngur. Annað er hjóm. Öllum má vera ljóst að Jón Gnarr veit fátt um höfuðborgina. Hann var á Hlemmi sem barn, miðaldra við Tjörnina, en á Núpi og í Svíþjóð þar á milli. Aldraður dvaldi hann í Texas (auðvitað er þetta lauslegt yfirlit um húsmennsku hans, byggt á áreiðanlegum skáldævisögum, ágætum). Því er spurt: Er það tilgangslaust ráp að labba um Reykjavík með Jóni Gnarr? Nei, ekki alveg – því erindið mun vera göfugt, eða fast að því. Jón Gnarr hefur víst tekið að sér að ganga um borgarlandið með mennska spreðandi sporhunda í þeim tilgangi að finna – ef mögulegt er – sæmilegan oddvita fyrir Sjálfstæðisflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum. Margir töldu víst að eftir setu Jóns á borgarstjórastóli yrði auðvelt fyrir Sjálfstæðismenn að vinna borgina. Það mistókst. Því finnst Jóni hann eiginlega skulda, Íhaldinu. En, þeir kaupa sér far. Undarlegt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Heyrst hefur að nú sé í boði að fá að ganga með Jóni Gnarr um Reykjavíkurborg. Eitthvað á það víst að kosta – en um slíkt er ekki spurt í bullandi velmegun; góðæri sem birtist meðal annars í því að allir gátu hlegið að áramótaskaupinu, og svo hinu að Alþingi var að störfum á milli jóla og nýárs. Hið fyrrnefnda bendir til sefjunar og forheimsku – sem alltaf fylgir peningum, hið síðara bendir til myrkraverka, sem ávallt eru skammt undan þegar lýðurinn heldur sig eiga peninga. Skeptískir karlar eins og ég ganga aldrei neitt nema eiga erindi og því er ekki úr vegi að spyrja: Til hvers í ósköpunum ættu menn að trítla, erindislaust, með Jóni Gnarr um alla borg? Ekki stendur til að leita kinda – svo mikið er víst – en það er í raun eina sanna erindið sem menn geta átt í göngur. Annað er hjóm. Öllum má vera ljóst að Jón Gnarr veit fátt um höfuðborgina. Hann var á Hlemmi sem barn, miðaldra við Tjörnina, en á Núpi og í Svíþjóð þar á milli. Aldraður dvaldi hann í Texas (auðvitað er þetta lauslegt yfirlit um húsmennsku hans, byggt á áreiðanlegum skáldævisögum, ágætum). Því er spurt: Er það tilgangslaust ráp að labba um Reykjavík með Jóni Gnarr? Nei, ekki alveg – því erindið mun vera göfugt, eða fast að því. Jón Gnarr hefur víst tekið að sér að ganga um borgarlandið með mennska spreðandi sporhunda í þeim tilgangi að finna – ef mögulegt er – sæmilegan oddvita fyrir Sjálfstæðisflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum. Margir töldu víst að eftir setu Jóns á borgarstjórastóli yrði auðvelt fyrir Sjálfstæðismenn að vinna borgina. Það mistókst. Því finnst Jóni hann eiginlega skulda, Íhaldinu. En, þeir kaupa sér far. Undarlegt!
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun