Nítján milljarða greiðsla ríkissjóðs inn á lífeyrisskuldbindingar Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. janúar 2018 16:15 Framsalið er gert á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2017 sem Alþingi samþykkti á síðasta starfsdegi ársins 2017. Vísir/E.ól. Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti í dag samkomulag við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) um framsal eigna fyrir 19 milljarða króna, sem voru hluti af svonefndum stöðugleikaframlögum fallinna fjármálafyrirtækja. Framsalið er gert á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2017 sem Alþingi samþykkti á síðasta starfsdegi ársins 2017. Frá þessu er greint á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Stöðugleikaframlög slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja, sem innt voru af hendi í tengslum við undanþágu frá fjármagnshöftum, fólust í eignarhlutum í viðskiptabönkum, skuldabréfum, skráðum og óskráðum hlutabréfum, lánaeignum og ýmsum öðrum eignum. Var sérstöku félagi í eigu ríkisins, Lindarhvoli ehf., falin umsýsla og innlausn eignanna að frátöldum framlögum vegna viðskiptabanka. Verkefni félagsins hafa verið leyst á grundvelli sérstaks samnings sem það gerði við fjármála- og efnahagsráðuneytið. Mestur hluti þeirra eigna sem Lindarhvoli ehf. var falið að koma í verð hefur þegar verið seldur og hefur andvirðið runnið í ríkissjóð. Þá er talið að hluti þeirra eigna sem eftir standa séu ekki vel fallnar til almennrar sölu með sama hætti og aðrar eignir í umsýslu félagsins sem seldar hafa verið á undanförnum misserum.Framselja eignirnar sem innborgun inn á skuldbindingar ríkissjóðsSegir í tilkynningu ráðuneytisins að af ofangreindum ástæðum sé skynsamlegt að LSR yfirtaki umræddar eignir, en sjóðurinn er ekki háður sérstökum tímatakmörkunum í eignaumsýslu sinni og býr yfir sérhæfðri þekkingu sem þarf til þess að hámarka virði eignanna. Eignirnar eru framseldar til sjóðsins sem innborgun inn á skuldbindingar ríkissjóðs gagnvart B-deild LSR. Með þeirri ráðstöfun náist að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð með lágmarks tilkostnaði. Þá kemur einnig fram að ríkissjóður beri áfram ábyrgð á skuldbindingum B-deildar sjóðsins og umrædd ráðstöfun hafi engin áhrif þar á. Standi eignirnar ekki undir því verðmati sem sett er á þær í dag leiðir það að öðru óbreyttu til hækkunar á skuldbindingum ríkissjóðs í framtíðinni, en skili eignirnar meiri verðmætum í framtíðinni hefur það jákvæð áhrif á skuldbindingarnar. Efnahagsmál Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti í dag samkomulag við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) um framsal eigna fyrir 19 milljarða króna, sem voru hluti af svonefndum stöðugleikaframlögum fallinna fjármálafyrirtækja. Framsalið er gert á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2017 sem Alþingi samþykkti á síðasta starfsdegi ársins 2017. Frá þessu er greint á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Stöðugleikaframlög slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja, sem innt voru af hendi í tengslum við undanþágu frá fjármagnshöftum, fólust í eignarhlutum í viðskiptabönkum, skuldabréfum, skráðum og óskráðum hlutabréfum, lánaeignum og ýmsum öðrum eignum. Var sérstöku félagi í eigu ríkisins, Lindarhvoli ehf., falin umsýsla og innlausn eignanna að frátöldum framlögum vegna viðskiptabanka. Verkefni félagsins hafa verið leyst á grundvelli sérstaks samnings sem það gerði við fjármála- og efnahagsráðuneytið. Mestur hluti þeirra eigna sem Lindarhvoli ehf. var falið að koma í verð hefur þegar verið seldur og hefur andvirðið runnið í ríkissjóð. Þá er talið að hluti þeirra eigna sem eftir standa séu ekki vel fallnar til almennrar sölu með sama hætti og aðrar eignir í umsýslu félagsins sem seldar hafa verið á undanförnum misserum.Framselja eignirnar sem innborgun inn á skuldbindingar ríkissjóðsSegir í tilkynningu ráðuneytisins að af ofangreindum ástæðum sé skynsamlegt að LSR yfirtaki umræddar eignir, en sjóðurinn er ekki háður sérstökum tímatakmörkunum í eignaumsýslu sinni og býr yfir sérhæfðri þekkingu sem þarf til þess að hámarka virði eignanna. Eignirnar eru framseldar til sjóðsins sem innborgun inn á skuldbindingar ríkissjóðs gagnvart B-deild LSR. Með þeirri ráðstöfun náist að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð með lágmarks tilkostnaði. Þá kemur einnig fram að ríkissjóður beri áfram ábyrgð á skuldbindingum B-deildar sjóðsins og umrædd ráðstöfun hafi engin áhrif þar á. Standi eignirnar ekki undir því verðmati sem sett er á þær í dag leiðir það að öðru óbreyttu til hækkunar á skuldbindingum ríkissjóðs í framtíðinni, en skili eignirnar meiri verðmætum í framtíðinni hefur það jákvæð áhrif á skuldbindingarnar.
Efnahagsmál Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira