Mueller vill ræða við Trump Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2018 21:33 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Umræður um að sérstaki saksóknarinn Robert Mueller muni ræða við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa átt sér stað að undanförnu á milli starfsmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna og lögmanna Trump. Lögmenn forsetans hafa rætt það hvernig þeir gætu komið í veg fyrir eða takmarkað slíkt samtal. Mueller rannsakar afskipti yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim afskiptum. Hann var skipaður í embætti sérstaks saksóknara eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, vegna rannsóknar stofnunarinnar á afskiptum Rússa af kosningunum sem Comey leiddi. Rannsókn Mueller snýr meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísarinnar með því að reka Comey.Sjá einnig: Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Viðræður á milli rannsakenda Mueller og lögmanna Trump hófust í desember, samkvæmt fjölmiðlum ytra, og munu þær enn standa yfir.Heimildarmaður Washington Post segir að forsetinn sé tilbúinn í slíkt samtal og hann telji að með því gæti hann stöðvað umræðu og vangaveltur um mögulegt samstarf framboðsins með Rússum.Lögmenn Trump hafa þó áhyggjur og eru ekki tilbúnir til að láta hann setjast niður með Mueller og rannsakendum hans. Meðal þess sem þeir hafa verið að skoða er að hvort Trump gæti mögulega svarað spurningum rannsakenda skriflega. Annar möguleiki er að Trump sendi frá sér eiðsvarna yfirlýsingu í stað þess að setjast niður með rannsakendum. Lögmenn Trump hafa ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en að þeir hafi og ætli sér að starfa að fullu með rannsakendum Mueller. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30 Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. 24. desember 2017 12:42 Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbert George Papadopoulos virðist hafa vitað af tölvuárásum Rússa gegn Demókrataflokknum minnst tveimur mánuðum áður en það varð opinbert. 31. desember 2017 09:31 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. 18. desember 2017 13:15 Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, 17. desember 2017 08:19 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Umræður um að sérstaki saksóknarinn Robert Mueller muni ræða við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa átt sér stað að undanförnu á milli starfsmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna og lögmanna Trump. Lögmenn forsetans hafa rætt það hvernig þeir gætu komið í veg fyrir eða takmarkað slíkt samtal. Mueller rannsakar afskipti yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim afskiptum. Hann var skipaður í embætti sérstaks saksóknara eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, vegna rannsóknar stofnunarinnar á afskiptum Rússa af kosningunum sem Comey leiddi. Rannsókn Mueller snýr meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísarinnar með því að reka Comey.Sjá einnig: Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Viðræður á milli rannsakenda Mueller og lögmanna Trump hófust í desember, samkvæmt fjölmiðlum ytra, og munu þær enn standa yfir.Heimildarmaður Washington Post segir að forsetinn sé tilbúinn í slíkt samtal og hann telji að með því gæti hann stöðvað umræðu og vangaveltur um mögulegt samstarf framboðsins með Rússum.Lögmenn Trump hafa þó áhyggjur og eru ekki tilbúnir til að láta hann setjast niður með Mueller og rannsakendum hans. Meðal þess sem þeir hafa verið að skoða er að hvort Trump gæti mögulega svarað spurningum rannsakenda skriflega. Annar möguleiki er að Trump sendi frá sér eiðsvarna yfirlýsingu í stað þess að setjast niður með rannsakendum. Lögmenn Trump hafa ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en að þeir hafi og ætli sér að starfa að fullu með rannsakendum Mueller.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30 Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. 24. desember 2017 12:42 Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbert George Papadopoulos virðist hafa vitað af tölvuárásum Rússa gegn Demókrataflokknum minnst tveimur mánuðum áður en það varð opinbert. 31. desember 2017 09:31 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. 18. desember 2017 13:15 Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, 17. desember 2017 08:19 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27
Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42
Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. 24. desember 2017 12:42
Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbert George Papadopoulos virðist hafa vitað af tölvuárásum Rússa gegn Demókrataflokknum minnst tveimur mánuðum áður en það varð opinbert. 31. desember 2017 09:31
Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23
Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. 18. desember 2017 13:15
Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, 17. desember 2017 08:19