Skrúðganga til heiðurs lélegasta liðs NFL-deildarinnar | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. janúar 2018 12:00 Það hlæja allir að Cleveland Browns. vísir/getty Stuðningsmenn NFL-liðsins Cleveland Browns eru afar uppátækjasamir og leggja ekki árar í bát þó liðið þeirra sé ömurlegt. Enn eitt árið gat Browns ekkert í NFL-deildinni og tókst að tapa öllum sextán leikjum sínum í deildinni í vetur. Sá árangur kallaði á einhvers konar viðbrögð. Sigurlið fá skrúðgöngur og stuðningsmenn Browns ákváðu að halda sína eigin skrúðgöngu til þess að „fagna“ ömurlegu gengi sinna manna. Í stað flottrar rútu var kominn ruslabíll og fólk ældi í klósett svo fátt eitt sé nefnt. Nokkur þúsund manns tóku þátt í göngunni eða horfðu á hana en hún gekk út á að gera grín að liðinu. Farinn var hringur í kringum völl liðsins sem myndaði eitt risastórt núll. Það fór fyrir brjóstið á sumum leikmönnum liðsins sem brjáluðust af reiði. Stærsta íþróttastjarnan borgarinnar, LeBron James, sagði að þetta væri hlægilegt. „Ég verð að viðurkenna að ég hafði aðeins gaman af þessu. Þetta var samt slíkur viðburður að maður trúði því varla að þetta væri að gerast,“ sagði LeBron sem skildi þó ekkert í reiði leikmanna Browns. „Ég væri reiður að hafa tapað öllum þessum leikjum en hvernig er hægt að vera reiður út í stuðningsmennina? Þetta er fáranlegt en það er leikmannanna að laga þetta ástand. Þetta væri verra ef áhorfendur myndu ekki mæta fyrr en þeir hafa unnið tvo leiki í röð.“ NFL Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Stuðningsmenn NFL-liðsins Cleveland Browns eru afar uppátækjasamir og leggja ekki árar í bát þó liðið þeirra sé ömurlegt. Enn eitt árið gat Browns ekkert í NFL-deildinni og tókst að tapa öllum sextán leikjum sínum í deildinni í vetur. Sá árangur kallaði á einhvers konar viðbrögð. Sigurlið fá skrúðgöngur og stuðningsmenn Browns ákváðu að halda sína eigin skrúðgöngu til þess að „fagna“ ömurlegu gengi sinna manna. Í stað flottrar rútu var kominn ruslabíll og fólk ældi í klósett svo fátt eitt sé nefnt. Nokkur þúsund manns tóku þátt í göngunni eða horfðu á hana en hún gekk út á að gera grín að liðinu. Farinn var hringur í kringum völl liðsins sem myndaði eitt risastórt núll. Það fór fyrir brjóstið á sumum leikmönnum liðsins sem brjáluðust af reiði. Stærsta íþróttastjarnan borgarinnar, LeBron James, sagði að þetta væri hlægilegt. „Ég verð að viðurkenna að ég hafði aðeins gaman af þessu. Þetta var samt slíkur viðburður að maður trúði því varla að þetta væri að gerast,“ sagði LeBron sem skildi þó ekkert í reiði leikmanna Browns. „Ég væri reiður að hafa tapað öllum þessum leikjum en hvernig er hægt að vera reiður út í stuðningsmennina? Þetta er fáranlegt en það er leikmannanna að laga þetta ástand. Þetta væri verra ef áhorfendur myndu ekki mæta fyrr en þeir hafa unnið tvo leiki í röð.“
NFL Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira