Nýársáskorun Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 30. desember 2017 06:00 Við erum ekki öll eins. Lífið leikur okkur misjafnlega og þjóðlífið er margbrotið einmitt vegna þessa, við erum öll einstök. Samt sem áður hópumst við saman, sumir styðja KR og aðrir Val, sumir eru í Lions og aðrir í Rotary, eins og gengur. Og við skipum okkur í stjórnmálaflokka en Íslendingar taka slíka skiptingu mjög alvarlega. Að undanförnu hafa birst skoðanakannanir um lífsviðhorf fólks eftir stjórnmálaskoðunum. Þær niðurstöður eru áhugaverðar. Svo virðist vera sem fólk á hægri væng stjórnmálanna sé almennt hamingjusamara og bjartsýnna en t.d. Píratar. Reyndar skera Píratarnir sig úr í þessum könnunum. Þeir mælast óhamingjusamir, svartsýnir og þeir upplifa sig óheppna á sama tíma og hægri menn telja sig heppna. Jafnframt sýna kannanir að Píratar eru óánægðir með nágranna sína á meðan borgaralega þenkjandi fólk virðist ánægt með sína granna. Allar þessar kannanir, líka sú sem sýnir að Píratar eru líklegastir til að borða pitsur á jólunum í stað hefðbundins jólamatar, draga upp mynd af þessum hópi einstaklinga sem kallar sig Pírata. Og nú má skilja þörf þeirra fyrir að bylta þjóðfélaginu, henda stjórnarskránni og búa bara til eitthvað nýtt, eitthvað sem losar þá undan óhamingjunni, óheppninni, svartsýninni og pitsuátinu. Ég vil leggja til nýársheit fyrir okkur öll og alveg sérstaklega Pírata. Hættum að skrattast í stjórnarskránni, hún er ágæt í öllum meginatriðum. Byrjum á okkur sjálfum. Byrjum á að vera bjartsýn, látum okkur líka vel við nágrannana og leyfum hamingjunni að koma. Smám saman öðlumst við gleði og hamingju, umburðarlyndi og víðsýni og þannig færir nýja árið okkur betri tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun
Við erum ekki öll eins. Lífið leikur okkur misjafnlega og þjóðlífið er margbrotið einmitt vegna þessa, við erum öll einstök. Samt sem áður hópumst við saman, sumir styðja KR og aðrir Val, sumir eru í Lions og aðrir í Rotary, eins og gengur. Og við skipum okkur í stjórnmálaflokka en Íslendingar taka slíka skiptingu mjög alvarlega. Að undanförnu hafa birst skoðanakannanir um lífsviðhorf fólks eftir stjórnmálaskoðunum. Þær niðurstöður eru áhugaverðar. Svo virðist vera sem fólk á hægri væng stjórnmálanna sé almennt hamingjusamara og bjartsýnna en t.d. Píratar. Reyndar skera Píratarnir sig úr í þessum könnunum. Þeir mælast óhamingjusamir, svartsýnir og þeir upplifa sig óheppna á sama tíma og hægri menn telja sig heppna. Jafnframt sýna kannanir að Píratar eru óánægðir með nágranna sína á meðan borgaralega þenkjandi fólk virðist ánægt með sína granna. Allar þessar kannanir, líka sú sem sýnir að Píratar eru líklegastir til að borða pitsur á jólunum í stað hefðbundins jólamatar, draga upp mynd af þessum hópi einstaklinga sem kallar sig Pírata. Og nú má skilja þörf þeirra fyrir að bylta þjóðfélaginu, henda stjórnarskránni og búa bara til eitthvað nýtt, eitthvað sem losar þá undan óhamingjunni, óheppninni, svartsýninni og pitsuátinu. Ég vil leggja til nýársheit fyrir okkur öll og alveg sérstaklega Pírata. Hættum að skrattast í stjórnarskránni, hún er ágæt í öllum meginatriðum. Byrjum á okkur sjálfum. Byrjum á að vera bjartsýn, látum okkur líka vel við nágrannana og leyfum hamingjunni að koma. Smám saman öðlumst við gleði og hamingju, umburðarlyndi og víðsýni og þannig færir nýja árið okkur betri tíð.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun