Mikil mannekla í lögreglunni en einungis 41 komast í starfsnám Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 21:57 Færri nemendur í lögreglufræðum komast að en vilja í starfsnám á sama tíma og mannekla ríkir í lögreglunni. Ætla má að tugir lögreglumanna fari á eftirlaun á næstu árum, á meðan nýliðun gengur hægar. Aftur á móti virðast kynjahlutföll innan lögreglunnar fara batnandi. Ríflega tvö hundruð nemendur í lögreglufræðum sóttu um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar í ár. 96 þeirra þreyttu þrekpróf og stóðust 79 þeirra prófið. Af þeim voru alls 69 nemendur sem stóðust allar aðrar kröfur til að hefja starfsnám en aðeins 41 komst að. „Þetta er auðvitað nemendur sem eru búnir að ljúka einni önn í námi og búnir að standast allar aðrar kröfur þannig að við hefðum gjarnan viljað taka inn fleiri nemendur,“ segir Ólafur Örn Bragason forstöðumaður mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar. „Það kemur til með að vanta í hið minnsta 170 lögreglumenn á næstu árum til að halda í horfið, hvað þá aukningu. Það er þörf á fleiri lögreglumönnum,“ segir Ólafur.Kynjahlutföllin verða æ jafnari Lögreglunám var flutt á háskólastig árið 2016 og er kennt í fjarnámi fá Háskólanum á Akureyri. Af þeim 41 sem komust að í starfsnámi eru 21 karl og 20 konur. Ólafur ætlar að hlutfall kvenna í lögregluskóla ríkisins þegar hann var og hét hafi aðeins verið á bilinu 25 til 30 prósent. Nú er kynjahlutfallið öllu jafnara. „Við höfum lítið náð að hreyfa við þessu kynjahlutfalli innan lögreglunnar. Það hefur verið í kringum 15 prósent konur og 85 prósent karlar í nokkurn tíma.“ Aðspurður hvort hann telji þetta vera að breytast segir Ólafur að svo geti verið og að hann voni það. Skóla - og menntamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Færri nemendur í lögreglufræðum komast að en vilja í starfsnám á sama tíma og mannekla ríkir í lögreglunni. Ætla má að tugir lögreglumanna fari á eftirlaun á næstu árum, á meðan nýliðun gengur hægar. Aftur á móti virðast kynjahlutföll innan lögreglunnar fara batnandi. Ríflega tvö hundruð nemendur í lögreglufræðum sóttu um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar í ár. 96 þeirra þreyttu þrekpróf og stóðust 79 þeirra prófið. Af þeim voru alls 69 nemendur sem stóðust allar aðrar kröfur til að hefja starfsnám en aðeins 41 komst að. „Þetta er auðvitað nemendur sem eru búnir að ljúka einni önn í námi og búnir að standast allar aðrar kröfur þannig að við hefðum gjarnan viljað taka inn fleiri nemendur,“ segir Ólafur Örn Bragason forstöðumaður mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar. „Það kemur til með að vanta í hið minnsta 170 lögreglumenn á næstu árum til að halda í horfið, hvað þá aukningu. Það er þörf á fleiri lögreglumönnum,“ segir Ólafur.Kynjahlutföllin verða æ jafnari Lögreglunám var flutt á háskólastig árið 2016 og er kennt í fjarnámi fá Háskólanum á Akureyri. Af þeim 41 sem komust að í starfsnámi eru 21 karl og 20 konur. Ólafur ætlar að hlutfall kvenna í lögregluskóla ríkisins þegar hann var og hét hafi aðeins verið á bilinu 25 til 30 prósent. Nú er kynjahlutfallið öllu jafnara. „Við höfum lítið náð að hreyfa við þessu kynjahlutfalli innan lögreglunnar. Það hefur verið í kringum 15 prósent konur og 85 prósent karlar í nokkurn tíma.“ Aðspurður hvort hann telji þetta vera að breytast segir Ólafur að svo geti verið og að hann voni það.
Skóla - og menntamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira