Dæmi um sex þúsund króna verðmun á borðspilum Daníel Freyr Birkisson skrifar 21. desember 2017 17:00 Heimkaup lækkaði verð sitt töluvert til þess að mæta samkeppni. vísir Vefverslunin Heimkaup hefur lækkað verð sitt á spilinu Teninga Alias eftir að bent var á verðmun þeirra í samanburði við Elko. Munurinn var um það bil sjöfaldur, en hjá Heimkaup kostaði spilið 6.990 kr. samanborið við 995 kr. hjá Elko. Markaðsstjóri Heimkaupa segir lækkunina til þess fallna að viðskiptavinir geti notið góðs af samkeppni. Upphaflega vakti árvökull neytandi athygli á verðmuninum á Facebook. Spilið kostar nú 990 kr. hjá Heimkaup en Jóhann Þórsson, markaðsstjóri fyrirtækisins, segir að í raun sé verið að greiða spilið niður fyrir fólk. „Spilið kostar í innkaupum nálægt 3.500 kr. Í þessu tilviki er ELKO held ég að fá spilið á rosalegum afslætti frá birgja,“ segir Jóhann og bætir við að nú tapi fyrirtækið á því að selja spilið. „Við töpum á því að selja þessa vöru.“ Hann segir það vissulega koma fyrir að önnur fyrirtæki selji vörur á ódýrara verði en Heimkaup. Sé munurinn mikill er lítið annað í stöðunni en að lækka verðið og mæta samkeppninni. Teninga Alias er allavega tveggja ára gamalt. Losa sig við þriggja ára gamlan lagerÍ samtali við Vísi segir Örn Ægir Barkarson, vörustjóri afþreyfingardeildar Elko, að ástæðan fyrir lágu verði sé sú að verið sé að reyna að losa sig við gamlan lager af spilinu. „Þetta er þriggja ára gamalt spil og það kostar okkur að geyma vörur,“ segir hann og bendir á að fyrirtækið sé yfirleitt með eldri borðspil til sölu á lágu verði. Segir hann að fá eintök séu eftir af umræddu teningaspili. Það verði að öllum líkindum uppselt fyrir helgi. Ekki bara Heimkaup með hærra verðHalldór S. Guðjónsson, sölustjóri hjá Myndform, umboðsaðila Alias hér á landi, staðfestir í samtali við Vísi að spilið sé annaðhvort tveggja eða þriggja ára gamalt. Það virðist þó vera algengara en ekki að verslanir selji spilið töluvert hærra en í tilviki Elko. Til að mynda kostar það 6.999 kr. hjá Pennanum Eymundsson og 6.480 kr. hjá Spilavinum samkvæmt upplýsingum sem fram koma á heimasíðum verslananna. Jól Neytendur Borðspil Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Vefverslunin Heimkaup hefur lækkað verð sitt á spilinu Teninga Alias eftir að bent var á verðmun þeirra í samanburði við Elko. Munurinn var um það bil sjöfaldur, en hjá Heimkaup kostaði spilið 6.990 kr. samanborið við 995 kr. hjá Elko. Markaðsstjóri Heimkaupa segir lækkunina til þess fallna að viðskiptavinir geti notið góðs af samkeppni. Upphaflega vakti árvökull neytandi athygli á verðmuninum á Facebook. Spilið kostar nú 990 kr. hjá Heimkaup en Jóhann Þórsson, markaðsstjóri fyrirtækisins, segir að í raun sé verið að greiða spilið niður fyrir fólk. „Spilið kostar í innkaupum nálægt 3.500 kr. Í þessu tilviki er ELKO held ég að fá spilið á rosalegum afslætti frá birgja,“ segir Jóhann og bætir við að nú tapi fyrirtækið á því að selja spilið. „Við töpum á því að selja þessa vöru.“ Hann segir það vissulega koma fyrir að önnur fyrirtæki selji vörur á ódýrara verði en Heimkaup. Sé munurinn mikill er lítið annað í stöðunni en að lækka verðið og mæta samkeppninni. Teninga Alias er allavega tveggja ára gamalt. Losa sig við þriggja ára gamlan lagerÍ samtali við Vísi segir Örn Ægir Barkarson, vörustjóri afþreyfingardeildar Elko, að ástæðan fyrir lágu verði sé sú að verið sé að reyna að losa sig við gamlan lager af spilinu. „Þetta er þriggja ára gamalt spil og það kostar okkur að geyma vörur,“ segir hann og bendir á að fyrirtækið sé yfirleitt með eldri borðspil til sölu á lágu verði. Segir hann að fá eintök séu eftir af umræddu teningaspili. Það verði að öllum líkindum uppselt fyrir helgi. Ekki bara Heimkaup með hærra verðHalldór S. Guðjónsson, sölustjóri hjá Myndform, umboðsaðila Alias hér á landi, staðfestir í samtali við Vísi að spilið sé annaðhvort tveggja eða þriggja ára gamalt. Það virðist þó vera algengara en ekki að verslanir selji spilið töluvert hærra en í tilviki Elko. Til að mynda kostar það 6.999 kr. hjá Pennanum Eymundsson og 6.480 kr. hjá Spilavinum samkvæmt upplýsingum sem fram koma á heimasíðum verslananna.
Jól Neytendur Borðspil Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira