Vantar þrjá milljarða í rekstur Landspítalans Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2017 17:58 Stjórnendur Landsspítalans telja spítalann þurfa þrjá milljarða króna til viðbótar við það sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar til að ná að halda sjó á næsta ári. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir stjórnarflokkana á harðahlaupum frá sjö vikna gömlum kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í síðustu viku. Þar kom meðal annars fram að áætlað væri að auka framlög til heilbrigðismála á næsta ári um tuttugu og einn milljarð. Fjárlaganefnd Alþingis fer nú yfir frumvarpið og er áætlað að nefndin ljúki afgreiði það til annarrar umræðu á morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir að flokkur hans muni leggja fram margar breytingar á frumvarpinu. „Já, sérstaklega í ljósi þess að við erum að fá mjög neikvæðar umsagnir frá hagsmunaaðilum hvað þetta frumvarp varðar. Bara í morgun vorum við að fá forstjóra Landspítalans sem er að kalla eftir verulegu fjármagni bara til að halda sjó.“Hvað telur spítalinn að hann þurfi til viðbótar?„Hann þarf tæpa þrjá milljarða bara til að halda sjó. Þannig að allt tal um að hér sé hafin einhver stórsókn í innviðauppbyggingu er bara blekkingarleikur. Þjóðin hefur verið að kalla eftir auknum fjármunum ekki síst í heilbrigðismálum og við í Samfylkingunni viljum standa við þau loforð sem nú ekki eldri en sjö vikna gömul. En stjórnarflokkarnir eru á harðahlaupum frá sínum eigin loforðum,“ segir Ágúst Ólafur. Forstöðumenn annarra heilbrigðisstofnana hafa tekið í sama streng á fundum fjárlaganefndar. „Við fáum sömuleiðis skilaboð um að öryrkjar eru óánægðir, eldri borgarar eru óánægðir. Það er engin viðbót í barnabætur, engin viðbót í vaxtabætur, engar viðbætur í íbúðamálin. Svona mætti lengi telja. Þannig að þetta frumvarp kallar að okkar mati á talsverðar breytingatillögur vegna þess að þetta eru ekkert nema vinstrisvik,“ segir Ágúst Ólafur. Þess vegna hafi hann óskað eftir því að fulltrúar eldri borgara og öryrkja kæmi á fund fjárlaganefndar seinnipartinn í dag en nefndin hefur fundað frá því klukkan hálf níu í morgun. Í hádeginu fundaði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis síðan með þingflokksformönnum til að reyna að leggja línurnar um þingstörfin fram að áramótum. Ágúst Ólafur vonast til að verulegar breytingar náist fram á fjárlagafrumvarpinu. Hægt sé að fjármagna aukin útgjöld með því að styrkja tekjustofna ríkissjóðs. „Í fyrsta lagi væri hægt að fá auknar tekjur af erlendum ferðamönnum. Í öðru lagi væri hægt að hækka kolefnisgjald eins og til stóð. Tekjutengdur auðlegðarskattur er hugmynd sem við viljum hafa á borðinu. Það væri hægt að hækka fjármagnstekjuskattinn. Allir flokkar voru sammála um að hægt væri að fá auknar arðgreiðslur úr bönkunum. Auðlindagjöld er eitthvað sem alltaf þyrfti að koma til skoðunar; að auka arð þjóðarinnar af hennar eigin auðlind. Þannig að það eru margar leiðir til að tryggja hér traustan tekjugrunn fyrir ríkissjóð án þess að skattar á venjulegt fólk séu hækkaðir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson. Fjárlög Heilbrigðismál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Stjórnendur Landsspítalans telja spítalann þurfa þrjá milljarða króna til viðbótar við það sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar til að ná að halda sjó á næsta ári. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir stjórnarflokkana á harðahlaupum frá sjö vikna gömlum kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í síðustu viku. Þar kom meðal annars fram að áætlað væri að auka framlög til heilbrigðismála á næsta ári um tuttugu og einn milljarð. Fjárlaganefnd Alþingis fer nú yfir frumvarpið og er áætlað að nefndin ljúki afgreiði það til annarrar umræðu á morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir að flokkur hans muni leggja fram margar breytingar á frumvarpinu. „Já, sérstaklega í ljósi þess að við erum að fá mjög neikvæðar umsagnir frá hagsmunaaðilum hvað þetta frumvarp varðar. Bara í morgun vorum við að fá forstjóra Landspítalans sem er að kalla eftir verulegu fjármagni bara til að halda sjó.“Hvað telur spítalinn að hann þurfi til viðbótar?„Hann þarf tæpa þrjá milljarða bara til að halda sjó. Þannig að allt tal um að hér sé hafin einhver stórsókn í innviðauppbyggingu er bara blekkingarleikur. Þjóðin hefur verið að kalla eftir auknum fjármunum ekki síst í heilbrigðismálum og við í Samfylkingunni viljum standa við þau loforð sem nú ekki eldri en sjö vikna gömul. En stjórnarflokkarnir eru á harðahlaupum frá sínum eigin loforðum,“ segir Ágúst Ólafur. Forstöðumenn annarra heilbrigðisstofnana hafa tekið í sama streng á fundum fjárlaganefndar. „Við fáum sömuleiðis skilaboð um að öryrkjar eru óánægðir, eldri borgarar eru óánægðir. Það er engin viðbót í barnabætur, engin viðbót í vaxtabætur, engar viðbætur í íbúðamálin. Svona mætti lengi telja. Þannig að þetta frumvarp kallar að okkar mati á talsverðar breytingatillögur vegna þess að þetta eru ekkert nema vinstrisvik,“ segir Ágúst Ólafur. Þess vegna hafi hann óskað eftir því að fulltrúar eldri borgara og öryrkja kæmi á fund fjárlaganefndar seinnipartinn í dag en nefndin hefur fundað frá því klukkan hálf níu í morgun. Í hádeginu fundaði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis síðan með þingflokksformönnum til að reyna að leggja línurnar um þingstörfin fram að áramótum. Ágúst Ólafur vonast til að verulegar breytingar náist fram á fjárlagafrumvarpinu. Hægt sé að fjármagna aukin útgjöld með því að styrkja tekjustofna ríkissjóðs. „Í fyrsta lagi væri hægt að fá auknar tekjur af erlendum ferðamönnum. Í öðru lagi væri hægt að hækka kolefnisgjald eins og til stóð. Tekjutengdur auðlegðarskattur er hugmynd sem við viljum hafa á borðinu. Það væri hægt að hækka fjármagnstekjuskattinn. Allir flokkar voru sammála um að hægt væri að fá auknar arðgreiðslur úr bönkunum. Auðlindagjöld er eitthvað sem alltaf þyrfti að koma til skoðunar; að auka arð þjóðarinnar af hennar eigin auðlind. Þannig að það eru margar leiðir til að tryggja hér traustan tekjugrunn fyrir ríkissjóð án þess að skattar á venjulegt fólk séu hækkaðir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson.
Fjárlög Heilbrigðismál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira