Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2017 18:43 Trump hjólaði í ríki sem taka við fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum en ætla að greiða atkvæði gegn þeim í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun. Vísir/AFP Kjósi aðildarríki Sameinuðu þjóðanna gegn Bandaríkjunum í atkvæðagreiðslu í allsherjarþingi þeirra á morgun eiga þau á hættu að missa þróunaraðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði þessu í tengslum við atkvæðagreiðslu um stöðu Jerúsalem sem verður haldin á morgun. Ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels hefur vakið miklar deilur. Egyptar lögðu fram tillögu í öryggisráði SÞ á mánudag um að ákvörðunin yrði afturkölluð. Í henni voru Bandaríkin þó ekki sérstaklega nefnd á nafn. Fjórtán af fimmtán ríkjum sem eiga sæti í ráðinu samþykktu tillöguna en Bandaríkin beittu neitunarvaldi. Boðað hefur verið til sérstaks aukafundar í allsherjarþinginu að beiðni araba- og múslimaríkja. Þar stendur til að greiða atkvæði um sambærilega tillögu. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við SÞ, sagði í dag að Trump hefði skipað henni að fylgjast með hvernig ríkin greiða atkvæði á morgun. Hún sendi íslenskum stjórnvöldum bréf þessa efnis í dag. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna hafa fengið sambærilegt bréf, að því er kom fram í frétt Vísis í dag. Trump hefur nú sjálfur hótað aðildarríkjum SÞ með því að hætta að veita þeim fjárstuðning. „Þau taka við hundruð milljónum dollara og jafnvel milljörðum dollara og svo greiða þau atkvæði gegn okkur. Við fylgjumst með þessum atkvæðum. Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ sagði Trump við fréttamenn í Hvíta húsinu í dag. Í frétt Reuters kemur fram að svo opinskáar hótanir séu sjaldgæfar í allsherjarþinginu. Nokkrir erindrekar hafi sagt að hótanir Bandaríkjastjórnar væru ólíklegar til að hafa áhrif á mörg ríki. Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Kjósi aðildarríki Sameinuðu þjóðanna gegn Bandaríkjunum í atkvæðagreiðslu í allsherjarþingi þeirra á morgun eiga þau á hættu að missa þróunaraðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði þessu í tengslum við atkvæðagreiðslu um stöðu Jerúsalem sem verður haldin á morgun. Ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels hefur vakið miklar deilur. Egyptar lögðu fram tillögu í öryggisráði SÞ á mánudag um að ákvörðunin yrði afturkölluð. Í henni voru Bandaríkin þó ekki sérstaklega nefnd á nafn. Fjórtán af fimmtán ríkjum sem eiga sæti í ráðinu samþykktu tillöguna en Bandaríkin beittu neitunarvaldi. Boðað hefur verið til sérstaks aukafundar í allsherjarþinginu að beiðni araba- og múslimaríkja. Þar stendur til að greiða atkvæði um sambærilega tillögu. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við SÞ, sagði í dag að Trump hefði skipað henni að fylgjast með hvernig ríkin greiða atkvæði á morgun. Hún sendi íslenskum stjórnvöldum bréf þessa efnis í dag. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna hafa fengið sambærilegt bréf, að því er kom fram í frétt Vísis í dag. Trump hefur nú sjálfur hótað aðildarríkjum SÞ með því að hætta að veita þeim fjárstuðning. „Þau taka við hundruð milljónum dollara og jafnvel milljörðum dollara og svo greiða þau atkvæði gegn okkur. Við fylgjumst með þessum atkvæðum. Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ sagði Trump við fréttamenn í Hvíta húsinu í dag. Í frétt Reuters kemur fram að svo opinskáar hótanir séu sjaldgæfar í allsherjarþinginu. Nokkrir erindrekar hafi sagt að hótanir Bandaríkjastjórnar væru ólíklegar til að hafa áhrif á mörg ríki.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19
Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50
Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30
Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent