Íþróttamenn verða ekkert mikið harðari en ástralski rúgbý-leikmaðurinn Angus Crichton sem spilar með South Sydney í heimalandinu.
Þessi 21 árs gamli leikmaður fór í aðgerð fyrir jólin þar sem hann lét taka af sér löngutöng á vinstri hendinni. Með því að fara í aðgerðina þá verður hann klár í fyrsta leik á næsta ári en tímabilið byrjar í mars.
Þessi putti hefur verið mikið til trafala hjá stráknum og hefur hann farið í nokkrar aðgerðir vegna meiðslanna á puttanum. Nú fékk hann nóg og lét bara taka fingurinn af. Málið leyst.
„Þetta voru orðnar sex aðgerðir og puttinn var svo gott sem ónýtur. Þetta var bara orðið vesen og því var langbest að losna bara við hann,“ sagði hinn grjótharði Crichton.
Lét taka puttann af svo hann verði klár í fyrsta leik á nýju ári
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1



„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
