Lobov er Rússi en hefur alið manninn í Írlandi þar sem hann hefur æft í áraraðir undir handleiðslu John Kavanagh. Hann fékk skilaboð frá heimalandinu um að koma og þjálfa sérsveitarmenn Rússa sem meðal annars sinna starfi lífvarða Vladimir Pútin, forseta Rússlands.
Lobov varð að sjálfsögðu við kallinu en æfingarnar fóru fram á leynilegum stað í hjarta Kremlin.
Conor McGregor team member Artem Lobov puts federal guards through paces inside Kremlin https://t.co/cHs4pzsTqP@RusHammerMMA@TheNotoriousMMA@RTSportNewspic.twitter.com/nPOtkmJOwL
— RT (@RT_com) December 21, 2017
Stórvinur hans, Conor McGregor, mætti á Instagram til að lýsa því yfir hversu stoltur hann væri af vini sínum.