Kofi Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu til útleigu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. desember 2017 08:00 Víkingaskjöldur er fyrir ofan innganginn að kofanum sem Hrafn leigir út á Airbnb. Airbnb/Hrafn Jökulsson „Yndislegur staður“, „einstök hönnun“ og „geggjaðir gestgjafar“. Á þennan veg hljóma umsagnir gesta sem hafa leigt víkingakofa kvikmyndaleikstjórans Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu undanfarna mánuði. Hrafn er með kofann til leigu í gegnum leigusíðuna Airbnb sem nokkur þúsund Íslendingar nýta sér, ýmist endrum og sinnum eða hafa meginþorra tekna sinna af viðskiptum í gegnum síðuna. Verðið er 22 þúsund krónur nóttin. Gestir virðast kunna vel að meta nuddpottinn. Nuddpotturinn slær í gegn Í lýsingu á kofanum kemur fram að hann sé 39 fermetrar og þar geti allt að fjórir gist. Þar er stærðarinnar sturta, nuddpottur, hiti í gólfi, þvottavél og eldhús. Þá sé stutt að fara út að strönd og staðsetningin sé frábær til að skima um eftir norðurljósum. Engar veislur eða viðburðir eru þó leyfðar á lóðinni, reykingar bannaðar og vera gæludýra afþökkuð. Sjö hafa veit Hrafni umsögn og hafa þær verið á einn veg, fimm og aftur fimm stjörnur, frá því útleiga hófst í sumar. Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/Daníel „Ég naut þess sérstaklega að geta slakað á í nuddpottinum eftir langt flug,“ segir einn gestur. „Hlýtur að vera eftirsóttasta gistingin í Reykjavík!“ segir annar. Þá er Hrafni og konu hans Yairu endurtekið þökkuð gestrisnin.Rúmið í víkingakofanum hans Hrafns.Airbnb/Hrafn GunnlaugssonUmboðsmaður borgarbúa ósátturKofinn er á lóð Hrafns í Laugarnesinu þar sem Hrafn býr ásamt konu sinni. Óhætt er að segja að lóðin sé einstök að því leyti að Hrafn hefur komið upp ýmsum skúlptúr í anda víkinganna sem verið hafa honum innblástur fjölda kvikmynda í gegnum árin.Töluverður styr hefur staðið um lóðina og hefur Hrafn staðið í stappi við Reykjavíkurborg um árabil vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni. Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði meðal annars Myrkrahöfðingjanum og Hrafninn flýgur.visir/gvaUmboðsmaður borgarbúa hefur verið mjög harðorður í garð borgarinnar og sagt borgina bera að framfylgja ákvörðunum sínum um að fjarlægja byggingar sem reistar hafi verið í óleyfi.Íbúð Hrafns á Airbnb. Airbnb Hús og heimili Húsnæðismál Tengdar fréttir „Það mega margir verða voða hneykslaðir á mér, ég hef bara gaman af því“ Hrafn Gunnlaugsson rifjaði upp umræðu um kynferðislega áreitni í útvarpsráði og viðbrögð frægrar leikkonu við þeirri henni. 26. nóvember 2017 14:00 „Maður veltir því fyrir sér hvort garðyrkjustjóri hafi ekkert betra að gera“ Hrafn Gunnlaugsson var ósáttur við að verið væri að rífa upp tröllahvönnina. 21. júlí 2017 20:29 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
„Yndislegur staður“, „einstök hönnun“ og „geggjaðir gestgjafar“. Á þennan veg hljóma umsagnir gesta sem hafa leigt víkingakofa kvikmyndaleikstjórans Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu undanfarna mánuði. Hrafn er með kofann til leigu í gegnum leigusíðuna Airbnb sem nokkur þúsund Íslendingar nýta sér, ýmist endrum og sinnum eða hafa meginþorra tekna sinna af viðskiptum í gegnum síðuna. Verðið er 22 þúsund krónur nóttin. Gestir virðast kunna vel að meta nuddpottinn. Nuddpotturinn slær í gegn Í lýsingu á kofanum kemur fram að hann sé 39 fermetrar og þar geti allt að fjórir gist. Þar er stærðarinnar sturta, nuddpottur, hiti í gólfi, þvottavél og eldhús. Þá sé stutt að fara út að strönd og staðsetningin sé frábær til að skima um eftir norðurljósum. Engar veislur eða viðburðir eru þó leyfðar á lóðinni, reykingar bannaðar og vera gæludýra afþökkuð. Sjö hafa veit Hrafni umsögn og hafa þær verið á einn veg, fimm og aftur fimm stjörnur, frá því útleiga hófst í sumar. Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/Daníel „Ég naut þess sérstaklega að geta slakað á í nuddpottinum eftir langt flug,“ segir einn gestur. „Hlýtur að vera eftirsóttasta gistingin í Reykjavík!“ segir annar. Þá er Hrafni og konu hans Yairu endurtekið þökkuð gestrisnin.Rúmið í víkingakofanum hans Hrafns.Airbnb/Hrafn GunnlaugssonUmboðsmaður borgarbúa ósátturKofinn er á lóð Hrafns í Laugarnesinu þar sem Hrafn býr ásamt konu sinni. Óhætt er að segja að lóðin sé einstök að því leyti að Hrafn hefur komið upp ýmsum skúlptúr í anda víkinganna sem verið hafa honum innblástur fjölda kvikmynda í gegnum árin.Töluverður styr hefur staðið um lóðina og hefur Hrafn staðið í stappi við Reykjavíkurborg um árabil vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni. Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði meðal annars Myrkrahöfðingjanum og Hrafninn flýgur.visir/gvaUmboðsmaður borgarbúa hefur verið mjög harðorður í garð borgarinnar og sagt borgina bera að framfylgja ákvörðunum sínum um að fjarlægja byggingar sem reistar hafi verið í óleyfi.Íbúð Hrafns á Airbnb.
Airbnb Hús og heimili Húsnæðismál Tengdar fréttir „Það mega margir verða voða hneykslaðir á mér, ég hef bara gaman af því“ Hrafn Gunnlaugsson rifjaði upp umræðu um kynferðislega áreitni í útvarpsráði og viðbrögð frægrar leikkonu við þeirri henni. 26. nóvember 2017 14:00 „Maður veltir því fyrir sér hvort garðyrkjustjóri hafi ekkert betra að gera“ Hrafn Gunnlaugsson var ósáttur við að verið væri að rífa upp tröllahvönnina. 21. júlí 2017 20:29 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
„Það mega margir verða voða hneykslaðir á mér, ég hef bara gaman af því“ Hrafn Gunnlaugsson rifjaði upp umræðu um kynferðislega áreitni í útvarpsráði og viðbrögð frægrar leikkonu við þeirri henni. 26. nóvember 2017 14:00
„Maður veltir því fyrir sér hvort garðyrkjustjóri hafi ekkert betra að gera“ Hrafn Gunnlaugsson var ósáttur við að verið væri að rífa upp tröllahvönnina. 21. júlí 2017 20:29