Fjárfestar búa sig undir vaxtahækkanir beggja vegna Atlantsála Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. desember 2017 11:00 Miðlarar í kauphöllinni í New York hafa haft fyllstu ástæðu til að kætast enda eru hlutabréfavísitölur í sínum hæstu gildum. Spurningin er aðeins hvenær þær taka að lækka flugið. Nordicphotos/Getty Útlit er fyrir að tímabil ódýrs lánsfjár og methækkana á verðbréfamörkuðum heimsins sé að renna sitt skeið á enda. Seðlabankar víða um heim munu á næsta ári stíga lítil en þó veigamikil skref til þess að hækka stýrivexti, draga úr skuldabréfakaupum og vinda þannig ofan af þeim fordæmalausu aðgerðum sem þeir gripu til í kjölfar fjármálakrísunnar árin 2007 og 2008. Flestir munu þó fara sér hægt enda hefur verðbólga víðast hvar enn ekki látið á sér kræla. Helsta áskorunin sem blasir við seðlabankastjórum á næsta ári verður að draga úr stuðningi sínum við fjármálamarkaði án þess þó að skapa þar glundroða. „Þeir vilja síst af öllu koma fjárfestum í uppnám,“ segir Paul Mortimer-Lee, aðalhagfræðingur bankans BNP Paribas, í samtali við Bloomberg. „Þeir munu því fara sér rólega.“ Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði fyrr í mánuðinum stýrivexti sína í þriðja sinn á árinu. Er búist við þremur vaxtahækkunum til viðbótar á næsta ári, en það fer þó eftir því hvort Jay Powell, sem mun á árinu taka við embætti seðlabankastjóra af Janet Yellen, muni fylgja stefnu forvera síns. Fátt bendir til annars að mati greinenda. Bankinn hefur þegar dregið úr beinum skuldabréfakaupum sínum á markaði – þó aðeins í hægum skrefum – án merkjanlegra neikvæðra viðbragða af hálfu fjárfesta. Hlutabréfavísitölur vestanhafs eru í sínum hæstu gildum og ávöxtunarkrafa tíu ára bandarískra ríkisskuldabréfa hefur haldist nokkuð stöðug, ólíkt því sem flestir sérfræðingar höfðu spáð.Engar hækkanir í bráð Evrópski seðlabankinn er styttra á veg kominn. Bankinn hélt stýrivöxtum sínum óbreyttum fyrr í mánuðinum, en ítrekaði þó um leið að hann hygðist draga úr skuldabréfakaupum sínum um helming – úr 60 í 30 milljarða evra á mánuði – frá og með næsta mánuði. Ekki er gert ráð fyrir að vextir verði hækkaðir í fyrirsjáanlegri framtíð, í það minnsta ekki á meðan verðbólga á evrusvæðinu helst áfram óvenjulág og undir tveggja prósenta markmiði bankans. Það verður því væntanlega með fyrstu verkum nýs seðlabankastjóra, en skipunartími Marios Draghi rennur út árið 2019, að hækka stýrivexti bankans.Janet Yellen, fráfarandi seðlabankastjóri BandaríkjannaDraghi sagðist fyrr í mánuðinum vera „fullviss“ um að verðbólgan léti sjá sig áður en langt um líður. Ekki eru undirmenn hans í Evrópska seðlabankanum eins sannfærðir, en hagfræðingar bankans gera ráð fyrir að verðbólga verði enn undir markmiði árið 2020. Viðvarandi lág verðbólga mun ekki aðeins gera það að verkum að vextir verði áfram sögulega lágir, heldur að bankinn haldi áfram umfangsmiklum skuldabréfakaupum sínum. „Við munum ekki hætta kaupunum allt í einu,“ sagði Draghi. Nokkrir stjórnarmenn bankans, þar á meðal Jens Weidmann og Benoît Cœuré, eru annarrar skoðunar og telja efnahag evrusvæðisins standa það styrkum fótum að bankanum sé óhætt að hætta kaupum sínum alfarið á næsta ári. Það sjónarmið á hins ekki miklu fylgi að fagna. „Jafnvel þótt verðbólga aukist óvænt, þá erum við ekki sannfærð um að Evrópski seðlabankinn verði í stakk búinn til þess að hætta alfarið skuldabréfakaupum sínum án þess að eigu á hættu að valda ástæðulausum óróleika á mörkuðum,“ segir Frederik Ducrozet, hagfræðingur hjá Pictet Wealth Management. Þó svo að sögulega lágir vextir og gríðarleg uppkaup seðlabanka á skuldabréfum hafi ekki stuðlað að hærri verðbólgu, líkt og vonir stóðu til, þá hafa aðgerðir bankanna kynt verulega undir eignaverði á mörkuðum. Sem dæmi hefur Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkað um 5.000 stig á einu ári í fyrsta sinn í 121 árs sögu vísitölunnar.Blásið í bólu? Skiptar skoðanir eru um hversu sjálfbærar umræddar verðhækkanir á mörkuðum, sér í lagi hlutabréfamörkuðum, eru. Sumir óttast að örvunaraðgerðir seðlabanka undanfarin ár hafi blásið lofti í bólu sem muni að endanum springa. Ekki sé eðlilegt að hlutabréfavísitölur hækki um tugi prósenta á nokkrum mánuðum, jafnvel þótt góður gangur sé í heimshagkerfinu. Seðlabankastjórar hafa þó gert lítið úr slíku tali. „Það eru engin rauð, eða jafnvel appelsínugul, viðvörunarflögg uppi,“ hefur Yellen sagt. Í grunninn má segja að greinendur skiptist í tvo hópa í afstöðu sinni til örvunaraðgerða seðlabanka. Annars vegar óttast margir að ótímabærar vaxtahækkanir og minni stuðningur af hálfu bankanna muni hægja á hagvexti og jafnvel leiða til verðfalls á eignamörkuðum. Hins vegar hafa ýmsir áhyggjur af því að áframhaldandi stuðningur seðlabanka við fjármálamarkaði muni verða til þess að áhætta byggist upp í fjármálakerfum heimsins sem muni að endingu leiða til næsta efnahagshruns.Mario Draghi, bankastjóri Evrópska seðlabankansFlýti sér ekki um of Leiðarahöfundur Financial Times brá nýverið ljósi á þessi ólíku sjónarmið og komst að þeirri niðurstöðu að seðlabankastjórar ættu fremur að varast það að draga of fljótt úr stuðningi sínum. Verðbólga væri jú enn í sögulegri lægð. Aðrar leiðir en vaxtahækkanir, eins og beiting sérstakra þjóðhagsvarúðartækja, væru betur til þess fallnar að halda kerfisáhættu í skefjum. Undir það tók Draghi sjálfur í samtali við fréttamenn eftir vaxtaákvörðunarfund Evrópska seðlabankans fyrr í mánuðinum: „Þrátt fyrir að lágir stýrivextir yfir langan tíma geti myndað frjóan jarðveg fyrir fjármálaóstöðugleika, þá höfum við ekki séð mikla aukningu í skuldsetningu,“ sagði hann og bætti við að að besta leiðin til þess að takast á við slíka hættu væri að beita þjóðhagsvarúðartækjum, til dæmis með því að herða lánaskilyrði, í stað þess að hækka vexti. Þrátt fyrir að seðlabankar muni fara sér hægt á næstu árum er engum vafa undirorpið að tími ódýrs lánsfjár er brátt á enda. „Seðlabankar sem hafa dælt peningum í fjármálakerfið síðasta áratuginn eru að fara að hætta því,“ segir Iain Steealey, sjóðsstjóri hjá JPMorgan. „Þeir munu fara sér hægt til að byrja með en raunverulegar breytingar eru þó að fara að eiga sér stað.“Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Útlit er fyrir að tímabil ódýrs lánsfjár og methækkana á verðbréfamörkuðum heimsins sé að renna sitt skeið á enda. Seðlabankar víða um heim munu á næsta ári stíga lítil en þó veigamikil skref til þess að hækka stýrivexti, draga úr skuldabréfakaupum og vinda þannig ofan af þeim fordæmalausu aðgerðum sem þeir gripu til í kjölfar fjármálakrísunnar árin 2007 og 2008. Flestir munu þó fara sér hægt enda hefur verðbólga víðast hvar enn ekki látið á sér kræla. Helsta áskorunin sem blasir við seðlabankastjórum á næsta ári verður að draga úr stuðningi sínum við fjármálamarkaði án þess þó að skapa þar glundroða. „Þeir vilja síst af öllu koma fjárfestum í uppnám,“ segir Paul Mortimer-Lee, aðalhagfræðingur bankans BNP Paribas, í samtali við Bloomberg. „Þeir munu því fara sér rólega.“ Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði fyrr í mánuðinum stýrivexti sína í þriðja sinn á árinu. Er búist við þremur vaxtahækkunum til viðbótar á næsta ári, en það fer þó eftir því hvort Jay Powell, sem mun á árinu taka við embætti seðlabankastjóra af Janet Yellen, muni fylgja stefnu forvera síns. Fátt bendir til annars að mati greinenda. Bankinn hefur þegar dregið úr beinum skuldabréfakaupum sínum á markaði – þó aðeins í hægum skrefum – án merkjanlegra neikvæðra viðbragða af hálfu fjárfesta. Hlutabréfavísitölur vestanhafs eru í sínum hæstu gildum og ávöxtunarkrafa tíu ára bandarískra ríkisskuldabréfa hefur haldist nokkuð stöðug, ólíkt því sem flestir sérfræðingar höfðu spáð.Engar hækkanir í bráð Evrópski seðlabankinn er styttra á veg kominn. Bankinn hélt stýrivöxtum sínum óbreyttum fyrr í mánuðinum, en ítrekaði þó um leið að hann hygðist draga úr skuldabréfakaupum sínum um helming – úr 60 í 30 milljarða evra á mánuði – frá og með næsta mánuði. Ekki er gert ráð fyrir að vextir verði hækkaðir í fyrirsjáanlegri framtíð, í það minnsta ekki á meðan verðbólga á evrusvæðinu helst áfram óvenjulág og undir tveggja prósenta markmiði bankans. Það verður því væntanlega með fyrstu verkum nýs seðlabankastjóra, en skipunartími Marios Draghi rennur út árið 2019, að hækka stýrivexti bankans.Janet Yellen, fráfarandi seðlabankastjóri BandaríkjannaDraghi sagðist fyrr í mánuðinum vera „fullviss“ um að verðbólgan léti sjá sig áður en langt um líður. Ekki eru undirmenn hans í Evrópska seðlabankanum eins sannfærðir, en hagfræðingar bankans gera ráð fyrir að verðbólga verði enn undir markmiði árið 2020. Viðvarandi lág verðbólga mun ekki aðeins gera það að verkum að vextir verði áfram sögulega lágir, heldur að bankinn haldi áfram umfangsmiklum skuldabréfakaupum sínum. „Við munum ekki hætta kaupunum allt í einu,“ sagði Draghi. Nokkrir stjórnarmenn bankans, þar á meðal Jens Weidmann og Benoît Cœuré, eru annarrar skoðunar og telja efnahag evrusvæðisins standa það styrkum fótum að bankanum sé óhætt að hætta kaupum sínum alfarið á næsta ári. Það sjónarmið á hins ekki miklu fylgi að fagna. „Jafnvel þótt verðbólga aukist óvænt, þá erum við ekki sannfærð um að Evrópski seðlabankinn verði í stakk búinn til þess að hætta alfarið skuldabréfakaupum sínum án þess að eigu á hættu að valda ástæðulausum óróleika á mörkuðum,“ segir Frederik Ducrozet, hagfræðingur hjá Pictet Wealth Management. Þó svo að sögulega lágir vextir og gríðarleg uppkaup seðlabanka á skuldabréfum hafi ekki stuðlað að hærri verðbólgu, líkt og vonir stóðu til, þá hafa aðgerðir bankanna kynt verulega undir eignaverði á mörkuðum. Sem dæmi hefur Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkað um 5.000 stig á einu ári í fyrsta sinn í 121 árs sögu vísitölunnar.Blásið í bólu? Skiptar skoðanir eru um hversu sjálfbærar umræddar verðhækkanir á mörkuðum, sér í lagi hlutabréfamörkuðum, eru. Sumir óttast að örvunaraðgerðir seðlabanka undanfarin ár hafi blásið lofti í bólu sem muni að endanum springa. Ekki sé eðlilegt að hlutabréfavísitölur hækki um tugi prósenta á nokkrum mánuðum, jafnvel þótt góður gangur sé í heimshagkerfinu. Seðlabankastjórar hafa þó gert lítið úr slíku tali. „Það eru engin rauð, eða jafnvel appelsínugul, viðvörunarflögg uppi,“ hefur Yellen sagt. Í grunninn má segja að greinendur skiptist í tvo hópa í afstöðu sinni til örvunaraðgerða seðlabanka. Annars vegar óttast margir að ótímabærar vaxtahækkanir og minni stuðningur af hálfu bankanna muni hægja á hagvexti og jafnvel leiða til verðfalls á eignamörkuðum. Hins vegar hafa ýmsir áhyggjur af því að áframhaldandi stuðningur seðlabanka við fjármálamarkaði muni verða til þess að áhætta byggist upp í fjármálakerfum heimsins sem muni að endingu leiða til næsta efnahagshruns.Mario Draghi, bankastjóri Evrópska seðlabankansFlýti sér ekki um of Leiðarahöfundur Financial Times brá nýverið ljósi á þessi ólíku sjónarmið og komst að þeirri niðurstöðu að seðlabankastjórar ættu fremur að varast það að draga of fljótt úr stuðningi sínum. Verðbólga væri jú enn í sögulegri lægð. Aðrar leiðir en vaxtahækkanir, eins og beiting sérstakra þjóðhagsvarúðartækja, væru betur til þess fallnar að halda kerfisáhættu í skefjum. Undir það tók Draghi sjálfur í samtali við fréttamenn eftir vaxtaákvörðunarfund Evrópska seðlabankans fyrr í mánuðinum: „Þrátt fyrir að lágir stýrivextir yfir langan tíma geti myndað frjóan jarðveg fyrir fjármálaóstöðugleika, þá höfum við ekki séð mikla aukningu í skuldsetningu,“ sagði hann og bætti við að að besta leiðin til þess að takast á við slíka hættu væri að beita þjóðhagsvarúðartækjum, til dæmis með því að herða lánaskilyrði, í stað þess að hækka vexti. Þrátt fyrir að seðlabankar muni fara sér hægt á næstu árum er engum vafa undirorpið að tími ódýrs lánsfjár er brátt á enda. „Seðlabankar sem hafa dælt peningum í fjármálakerfið síðasta áratuginn eru að fara að hætta því,“ segir Iain Steealey, sjóðsstjóri hjá JPMorgan. „Þeir munu fara sér hægt til að byrja með en raunverulegar breytingar eru þó að fara að eiga sér stað.“Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira