Konur en ekki Ísraelsmenn fá að tefla í Sádi-Arabíu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. desember 2017 17:45 Frá móti kvenna í Sádi-Arabíu. Konurnar þurftu ekki að klæða sig í samræmi við strangar reglur ríkisins um klæðaburð kvenna er þær tóku þátt í mótinu. Vísir/Getty Alþjóðlegt skákmót er hafið í Sádi-Arabíu en aðdragandi mótsins hefur verið mjög umdeildur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Ísraelskir ríkisborgarar, sem hugðust taka þátt í mótinu, fengu ekki vegabréfsáritanir. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekki hafa verið grundvöll fyrir útgáfu áritananna vegna þess að ríkin tvö hafi ekki átt í neinum stjórnmálalegum samskiptum. Ísraelsku skákmönnunum var því ekki hleypt inn í landið í tæka tíð fyrir mótið en talsmenn Ísraelsku skáksamtakanna segjast ætla að fara fram á skaðabætur vegna málsins. Sjö ísraelskir keppendur missa því af mótinu en athygli vekur að leikmenn frá Katar og Íran fengu útgefnar vegabréfsáritanir á síðustu stundu. Bæði ríkin hafa átt í stormasömu sambandi við Sádi-Arabíu. Í sumar samþykktu nokkur Persaflóaríki, með Sádi-Arabíu, í broddi fylkingar, að beita Katar stjórnmála- og viðskiptahöftum vegna tengsla þess síðarnefnda við hryðjuverkahópa. Þá var þess enn fremur krafist að Katar slíti stjórnmálasambandi við Íran.Höfuðslæða í Íran meira en nóg Vegabréfsáritanir ísraelsku leikmannanna eru þó ekki það eina sem vakið hefur umtal í aðdraganda skáksmótsins. Hin 27 ára gamla skákkona Anna Muzychuk, sem hefur tvisvar hreppt heimsmeistararatitil, ætlar ekki að taka þátt í mótinu vegna strangra reglna um klæðaburð kvenna á almannafæri í Sádi-Arabíu. „Að hætta lífi sínu til að klæðast abaya öllum stundum?? Allt er takmörkunum háð og höfuðslæða í Íran var meira en nóg,“ skrifaði Muzychuk í Facebook-færslu í vikunni og vísaði þar til heimsmeistarmótsins sem haldið var í Tehran, höfuðborg Írans, fyrr á þessu ári.Anna Muzychuk við taflborðið í Tehran fyrr á þessu ári. Muzychuk var óánægð með höfuðslæðuna sem hún þurfti að bera á mótinu og tekur ekki þátt í Sádi-Arabíu í ár.Vísir/AFPStrangar reglur gilda um klæðaburð kvenna í Sádi-Arabíu en konum er skylt að klæðast víðum, skósíðum kyrtlum, svokölluðum „abaya,“ er þær fara út á meðal fólks. Þá verða þær einnig að hylja hár sitt. Konur sem taka nú þátt í skákmótinu í Sádi-Arabíu munu þó ekki þurfa að klæðast áðurnefndum abaya eða höfuðslæðum, hijab, á meðan á leikum stendur. Muzychuk hyggst samt sem áður standa við afstöðu sína. Verðlaunafé á aðalmótinu, sem kennt er við Salman bin Abdulaziz Al Saud, konung Sádi-Arabíu, er 750 þúsund Bandaríkjadalir eða rétt tæpar 80 milljónir íslenskra króna. Sigurvegari kvennamótsins, sem fer fram samhliða karlakeppninni, fær 250 þúsund dali í sinn hlut eða rúmar 26 milljónir íslenskra króna. Skákmótið, sem er það fyrsta sinnar tegundar sem haldið er í Sádi-Arabíu, er talið liður í því að opna landamæri ríkisins enn frekar fyrir umheiminum.Hinn norski Magnus Carlsen mætir hér Vladimir Dobrov í Sádi-Arabíu.Vísir/GettyMikið er um dýrðir á mótinu.Vísir/Getty Erlent Mið-Austurlönd Skák Tengdar fréttir Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00 Sádi Arabía fundar með bandamönnum í Kaíró Mánuður er nú síðan Persaflóaríkin fjögur sem koma að fundinum slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar. 5. júlí 2017 06:56 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Sádar skutu niður eldflaug frá Jemen Eldflauginni var skotið Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. 19. desember 2017 13:34 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Alþjóðlegt skákmót er hafið í Sádi-Arabíu en aðdragandi mótsins hefur verið mjög umdeildur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Ísraelskir ríkisborgarar, sem hugðust taka þátt í mótinu, fengu ekki vegabréfsáritanir. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekki hafa verið grundvöll fyrir útgáfu áritananna vegna þess að ríkin tvö hafi ekki átt í neinum stjórnmálalegum samskiptum. Ísraelsku skákmönnunum var því ekki hleypt inn í landið í tæka tíð fyrir mótið en talsmenn Ísraelsku skáksamtakanna segjast ætla að fara fram á skaðabætur vegna málsins. Sjö ísraelskir keppendur missa því af mótinu en athygli vekur að leikmenn frá Katar og Íran fengu útgefnar vegabréfsáritanir á síðustu stundu. Bæði ríkin hafa átt í stormasömu sambandi við Sádi-Arabíu. Í sumar samþykktu nokkur Persaflóaríki, með Sádi-Arabíu, í broddi fylkingar, að beita Katar stjórnmála- og viðskiptahöftum vegna tengsla þess síðarnefnda við hryðjuverkahópa. Þá var þess enn fremur krafist að Katar slíti stjórnmálasambandi við Íran.Höfuðslæða í Íran meira en nóg Vegabréfsáritanir ísraelsku leikmannanna eru þó ekki það eina sem vakið hefur umtal í aðdraganda skáksmótsins. Hin 27 ára gamla skákkona Anna Muzychuk, sem hefur tvisvar hreppt heimsmeistararatitil, ætlar ekki að taka þátt í mótinu vegna strangra reglna um klæðaburð kvenna á almannafæri í Sádi-Arabíu. „Að hætta lífi sínu til að klæðast abaya öllum stundum?? Allt er takmörkunum háð og höfuðslæða í Íran var meira en nóg,“ skrifaði Muzychuk í Facebook-færslu í vikunni og vísaði þar til heimsmeistarmótsins sem haldið var í Tehran, höfuðborg Írans, fyrr á þessu ári.Anna Muzychuk við taflborðið í Tehran fyrr á þessu ári. Muzychuk var óánægð með höfuðslæðuna sem hún þurfti að bera á mótinu og tekur ekki þátt í Sádi-Arabíu í ár.Vísir/AFPStrangar reglur gilda um klæðaburð kvenna í Sádi-Arabíu en konum er skylt að klæðast víðum, skósíðum kyrtlum, svokölluðum „abaya,“ er þær fara út á meðal fólks. Þá verða þær einnig að hylja hár sitt. Konur sem taka nú þátt í skákmótinu í Sádi-Arabíu munu þó ekki þurfa að klæðast áðurnefndum abaya eða höfuðslæðum, hijab, á meðan á leikum stendur. Muzychuk hyggst samt sem áður standa við afstöðu sína. Verðlaunafé á aðalmótinu, sem kennt er við Salman bin Abdulaziz Al Saud, konung Sádi-Arabíu, er 750 þúsund Bandaríkjadalir eða rétt tæpar 80 milljónir íslenskra króna. Sigurvegari kvennamótsins, sem fer fram samhliða karlakeppninni, fær 250 þúsund dali í sinn hlut eða rúmar 26 milljónir íslenskra króna. Skákmótið, sem er það fyrsta sinnar tegundar sem haldið er í Sádi-Arabíu, er talið liður í því að opna landamæri ríkisins enn frekar fyrir umheiminum.Hinn norski Magnus Carlsen mætir hér Vladimir Dobrov í Sádi-Arabíu.Vísir/GettyMikið er um dýrðir á mótinu.Vísir/Getty
Erlent Mið-Austurlönd Skák Tengdar fréttir Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00 Sádi Arabía fundar með bandamönnum í Kaíró Mánuður er nú síðan Persaflóaríkin fjögur sem koma að fundinum slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar. 5. júlí 2017 06:56 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Sádar skutu niður eldflaug frá Jemen Eldflauginni var skotið Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. 19. desember 2017 13:34 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00
Sádi Arabía fundar með bandamönnum í Kaíró Mánuður er nú síðan Persaflóaríkin fjögur sem koma að fundinum slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar. 5. júlí 2017 06:56
Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00
Sádar skutu niður eldflaug frá Jemen Eldflauginni var skotið Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. 19. desember 2017 13:34