Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Benedikt Bóas skrifar 27. desember 2017 11:30 Strákarnir á Pablo Discobar komnir í múnderinguna. Gunnsteinn stendur lengst til vinstri. Vísir/Stefán Það eru bara flottir karlmenn og skemmtilegar týpur sem ganga í pelsum,“ segir Gunnsteinn Helgi, einn eigenda Pablo Discobar og Burro en staðurinn í samstarfi við Gyllta köttinn er að koma pelsum í tísku hjá íslenskum karlmönnum. „Þetta byrjaði á því að barþjónar Pablo Discobar keyptu sér pels og fóru að ganga í þeim. Þá byrjaði boltinn að rúlla og hann er núna kominn á fulla ferð. Vinir þeirra keyptu sér pels og viðskiptavinir keyptu sér pels og síðan þá hefur geisað sannkallað pelsafár á götum borgarinnar,“ segir Gunnsteinn. Sem bílstjóri pelsavagnsins heldur Pablo Discobar pelsamiðvikudaga í desember og síðasti, allavega í desember, er einmitt í kvöld. Smirnoff Pelsa kokteila æði kallast það og eru kokteilar gerðir úr Smirnoff á 1.500 krónur allt kvöldið en aðeins 1.000 krónur fyrir fólk sem mætir í pels fyrir klukkan 21.00.Dísa í Gyllta kettinum segir karlmenn vilja pelsana síða og svolítið flöffí.Vísir/Stefán„Þetta byrjaði nú sem léttur brandari í sumar þegar við keyptum um 20 pelsa á dyraverði og barþjóna en hefur verið að vinda svona skemmtilega upp á sig. Núna eru ótrúlega miklar líkur á að ef manneskja er í pels sé sú að koma á Pablo Discobar,“ segir hann. Hafdís Þorleifsdóttir, Dísa í Gyllta kettinum, segir að áður fyrr hafi ekki margir karlmenn komið í búðina til hennar en nú séu þeir daglegt brauð. Hún hafi fengið jafnmarga karlmenn á undanförnum mánuðum og síðustu 12 ár. „Þetta er víðar en á Íslandi því í New York eru menn að kaupa pelsa þannig að þetta er einhver tíska. Ég er eiginlega orðlaus sjálf en mér finnst þetta svo skemmtilegt.“ Hún segir að pelsar geti hentað hvaða týpu sem er. Þó er erfiðara að finna pels á vöðvamikinn dyravörð heldur en mjóan gest. „Karlmenn eru með meiri kröfur en við konurnar. Þeir vilja hafa þá síða og svolítið flöffí.“ Tíska og hönnun Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira
Það eru bara flottir karlmenn og skemmtilegar týpur sem ganga í pelsum,“ segir Gunnsteinn Helgi, einn eigenda Pablo Discobar og Burro en staðurinn í samstarfi við Gyllta köttinn er að koma pelsum í tísku hjá íslenskum karlmönnum. „Þetta byrjaði á því að barþjónar Pablo Discobar keyptu sér pels og fóru að ganga í þeim. Þá byrjaði boltinn að rúlla og hann er núna kominn á fulla ferð. Vinir þeirra keyptu sér pels og viðskiptavinir keyptu sér pels og síðan þá hefur geisað sannkallað pelsafár á götum borgarinnar,“ segir Gunnsteinn. Sem bílstjóri pelsavagnsins heldur Pablo Discobar pelsamiðvikudaga í desember og síðasti, allavega í desember, er einmitt í kvöld. Smirnoff Pelsa kokteila æði kallast það og eru kokteilar gerðir úr Smirnoff á 1.500 krónur allt kvöldið en aðeins 1.000 krónur fyrir fólk sem mætir í pels fyrir klukkan 21.00.Dísa í Gyllta kettinum segir karlmenn vilja pelsana síða og svolítið flöffí.Vísir/Stefán„Þetta byrjaði nú sem léttur brandari í sumar þegar við keyptum um 20 pelsa á dyraverði og barþjóna en hefur verið að vinda svona skemmtilega upp á sig. Núna eru ótrúlega miklar líkur á að ef manneskja er í pels sé sú að koma á Pablo Discobar,“ segir hann. Hafdís Þorleifsdóttir, Dísa í Gyllta kettinum, segir að áður fyrr hafi ekki margir karlmenn komið í búðina til hennar en nú séu þeir daglegt brauð. Hún hafi fengið jafnmarga karlmenn á undanförnum mánuðum og síðustu 12 ár. „Þetta er víðar en á Íslandi því í New York eru menn að kaupa pelsa þannig að þetta er einhver tíska. Ég er eiginlega orðlaus sjálf en mér finnst þetta svo skemmtilegt.“ Hún segir að pelsar geti hentað hvaða týpu sem er. Þó er erfiðara að finna pels á vöðvamikinn dyravörð heldur en mjóan gest. „Karlmenn eru með meiri kröfur en við konurnar. Þeir vilja hafa þá síða og svolítið flöffí.“
Tíska og hönnun Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira